Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2025 23:12 Yval Raphael keppir fyrir hönd Ísrael í Eurovision í ár með laginu A New Day Will Rise. Getty/Jens Büttner Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. Í kvöld fór dómararennsli úrslitakvölds Eurovision fram. Rennslið er ekki síður mikilvægara en sjónvarpaða útsendingin annað kvöld þar sem, eins og nafnið gefur í skyn, dómnefndir þátttökuríkjanna 37 ákveða hvert helmingur stiganna fer. Fréttamaður var í salnum og fylgdist með. Það hefur vakið athygli síðustu ár að baulað er á framlag Ísrael vegna stríðsreksturs þeirra í Palestínu. Baulið berst þó sjaldan inn í útsendinguna heim í stofu, þó það hafi slysast í gegn á undankvöldinu í gær. Þar komst Ísrael áfram og verður með á úrslitakvöldinu á morgun. Dómararennslið var engin undantekning en þar var baulað hressilega þegar hin ísraelska Yuval Raphael steig á svið. En þegar baulið hófst byrjuðu margir aðrir í salnum að klappa og fagna þess í stað. Í bæði skiptin enduðu leikar þannig að fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið. Það hafði vakið athygli fréttamanns fyrr um kvöldið að þegar kynnarnir voru að ræða við salinn áður en rennslið hófst mátti heyra lófatak og fagnaðarlæti spiluð í hátölurunum. Það var ekki hátt, en það heyrðist vel að þetta kom úr hátölurum í loftinu en ekki salnum. Þetta gerðist aldrei aftur allt rennslið, nema þegar atriði Ísrael lauk. Þá mátti aftur heyra smávegis lófatak og fagnaðarlæti í hátölurunum. Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47 Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50 Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira
Í kvöld fór dómararennsli úrslitakvölds Eurovision fram. Rennslið er ekki síður mikilvægara en sjónvarpaða útsendingin annað kvöld þar sem, eins og nafnið gefur í skyn, dómnefndir þátttökuríkjanna 37 ákveða hvert helmingur stiganna fer. Fréttamaður var í salnum og fylgdist með. Það hefur vakið athygli síðustu ár að baulað er á framlag Ísrael vegna stríðsreksturs þeirra í Palestínu. Baulið berst þó sjaldan inn í útsendinguna heim í stofu, þó það hafi slysast í gegn á undankvöldinu í gær. Þar komst Ísrael áfram og verður með á úrslitakvöldinu á morgun. Dómararennslið var engin undantekning en þar var baulað hressilega þegar hin ísraelska Yuval Raphael steig á svið. En þegar baulið hófst byrjuðu margir aðrir í salnum að klappa og fagna þess í stað. Í bæði skiptin enduðu leikar þannig að fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið. Það hafði vakið athygli fréttamanns fyrr um kvöldið að þegar kynnarnir voru að ræða við salinn áður en rennslið hófst mátti heyra lófatak og fagnaðarlæti spiluð í hátölurunum. Það var ekki hátt, en það heyrðist vel að þetta kom úr hátölurum í loftinu en ekki salnum. Þetta gerðist aldrei aftur allt rennslið, nema þegar atriði Ísrael lauk. Þá mátti aftur heyra smávegis lófatak og fagnaðarlæti í hátölurunum.
Eurovision Eurovision 2025 Tónlist Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47 Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50 Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Sjá meira
Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. 16. maí 2025 07:47
Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 15. maí 2025 17:50
Hera Björk mun kynna stigin Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 14. maí 2025 12:42