Lífið

Ísraelska söng­konan biðlar til Ís­lendinga á ís­lensku

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Hæ allir saman,“ segir Yuval Raphael á íslensku.
„Hæ allir saman,“ segir Yuval Raphael á íslensku. EPA

Yuval Raphael, ísraelsk söngkona, sem tekur þátt í Eurovison fyrir hönd þjóðar sinnar biðlar til Íslendinga að kjósa framlag sitt. Það gerir hún á íslensku, í auglýsingu á YouTube.

„Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise,“ segir Raphael í auglýsingunni sem spilast áður en neytandi YouTube horfir á myndband sem hann kýs sér.

Ísraelska teymið virðist þó ekki bara beina sjónum sínum að Íslandi með þessum hætti. 

Sjá má á YouTube-rásinni þar sem myndbandið birtist, Vote #04 New Day Will Rise, að samskonar myndbönd virðist hafa verið gerð fyrir hverja og eina þátttökuþjóð í Eurovison.

Nokkuð hefur verið deilt um þátttöku Ísraels í Eurovision, sérstaklega síðastliðinn tvö ár vegna stríðsreksturs ríkisins á Gasaströndinni. 

Til að mynda hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagt óeðlilegt að Ísrael taki þátt.

El País greinir frá því að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva hafi hótað að sekta spænska ríkissjónvarpinu með sektargreiðslum hætti Eurovison-lýsendur þeirra ekki að minna á stríðsátökin á Gasa. 

Í seinna undankvöldinu eru spænsku lýsendurnir sagðir hafa fjallað nokkuð um þátttöku Ísraels í keppninni í ljósi ástandsins á Gasa.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um þann þátt sem varðar Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva og spænska ríkissjónvarpið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.