Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 23:46 Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna á fundi í Istanbúl í Tyrklandi í dag. AP/Utanríkisráðuneyti Tyrklands Viðræðum úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl lauk eftir aðeins tveggja tíma fund. Rússar eru sagðir hafa lagt fram óásættanlegar kröfur. Á næstu dögum munu ríkin skiptast á stærstu fangaskiptum frá 2022. Fundurinn var sá fyrsti í þrjú ár þar sem fulltrúar Rússa og Úkraínumanna mætast. Segja má að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, fór fyrir sendinefnd sinni en einn ráðgjafa Rússlandsforseta, Vladimir Medinsky, fór fyrir rússnesku sendinefndinni. Utanríkisráðherra Tyrklands stýrði fundinum. „Það er mikilvægt að þessi fundur leggi grunninn að fundi leiðtoganna. Við trúum því að það sé mögulegt að ná friði með uppbyggilegum skilningi og samningum,“ sagði Hakan Fidan utanríkisráðherra Tyrklands við upphaf fundarins. Samkvæmt heimildamönnum Reuters varð fljótt ljóst að gjáin milli sendinefnda sé mjög breið. Kröfur Rússa hafi verið þess eðlis að ekki kæmi til greina að ræða þær af neinni alvöru. Rússar eru meðal annars sagðir hafa krafist þess að Úkraínumenn létu eftir fjögur af héruðum landsins, sem Rússar vilja hertaka. Fyrr væri ekki hægt að koma á vopnahléi. „Síðustu klukkutímar hafa sýnt að Rússar vilja ekki vopnahlé og að ef það verður ekki aukinn þrýstingur frá Evrópu og Bandaríkjunum um að ná þeirri niðurstöðu þá gerist það ekki sjálfkrafa,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti, að loknum fundinum, en hann var ásamt öðrum Evrópuleiðtogum á fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Albaníu. Sendinefndirnar ákváðu þó að gera fangaskipti á næstu dögum. Þúsund rússneskir stríðsfangar fyrir þúsund úkraínska. Báðar hliðar eru reiðubúnar að halda samtalinu áfram og vilja Úkraínumenn að leiðtogar ríkjanna fundi, sem Rússar hafa nú til skoðunar. „Við samþykktum að hvor aðili setji fram hugmyndir sínar um hugsanlegt vopnahlé og skili ýtarlegum tillögum skriflega. Þegar þessar hugmyndir hafa verið settar fram teljum við viðeigandi, um það vorum við sammála, að halda samninga- viðræðunum áfram,“ sagði Vladimír Medinsky, formaður Rússnesku sendinefndarinnar. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fundurinn var sá fyrsti í þrjú ár þar sem fulltrúar Rússa og Úkraínumanna mætast. Segja má að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. Rustem Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, fór fyrir sendinefnd sinni en einn ráðgjafa Rússlandsforseta, Vladimir Medinsky, fór fyrir rússnesku sendinefndinni. Utanríkisráðherra Tyrklands stýrði fundinum. „Það er mikilvægt að þessi fundur leggi grunninn að fundi leiðtoganna. Við trúum því að það sé mögulegt að ná friði með uppbyggilegum skilningi og samningum,“ sagði Hakan Fidan utanríkisráðherra Tyrklands við upphaf fundarins. Samkvæmt heimildamönnum Reuters varð fljótt ljóst að gjáin milli sendinefnda sé mjög breið. Kröfur Rússa hafi verið þess eðlis að ekki kæmi til greina að ræða þær af neinni alvöru. Rússar eru meðal annars sagðir hafa krafist þess að Úkraínumenn létu eftir fjögur af héruðum landsins, sem Rússar vilja hertaka. Fyrr væri ekki hægt að koma á vopnahléi. „Síðustu klukkutímar hafa sýnt að Rússar vilja ekki vopnahlé og að ef það verður ekki aukinn þrýstingur frá Evrópu og Bandaríkjunum um að ná þeirri niðurstöðu þá gerist það ekki sjálfkrafa,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti, að loknum fundinum, en hann var ásamt öðrum Evrópuleiðtogum á fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Albaníu. Sendinefndirnar ákváðu þó að gera fangaskipti á næstu dögum. Þúsund rússneskir stríðsfangar fyrir þúsund úkraínska. Báðar hliðar eru reiðubúnar að halda samtalinu áfram og vilja Úkraínumenn að leiðtogar ríkjanna fundi, sem Rússar hafa nú til skoðunar. „Við samþykktum að hvor aðili setji fram hugmyndir sínar um hugsanlegt vopnahlé og skili ýtarlegum tillögum skriflega. Þegar þessar hugmyndir hafa verið settar fram teljum við viðeigandi, um það vorum við sammála, að halda samninga- viðræðunum áfram,“ sagði Vladimír Medinsky, formaður Rússnesku sendinefndarinnar.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42
„Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45
Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. 16. maí 2025 08:42