„Rússland vill augljóslega stríð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 10:45 Kaja Kallas ávarpaði árlegu lýðræðisráðstefnuna Copenhagen Democracy Summit á þriðjudaginn. AP/Ritzau/Claus Rasmussen Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. Í dag fara fram fyrstu friðarviðræðurnar á milli sendinefnda Úkraínu og Rússlands síðan í mars 2022. Fyrr í vikunni lá þegar fyrir að sjálfur myndi Pútín ekki mæta til fundarins og þar af leiðandi ekki Selenskí Úkraínuforseti heldur. Sjá einnig: Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Kaja Kallas var stödd í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn þar sem hún sótti árlega lýðræðisráðstefnuna Copenhagen Democracy Summit. Vísir var á staðnum en í samtali við blaðamenn lýsti Kallas efasemdum um raunverulegan friðarvilja Rússa. Blaðamenn bíða eftir að eiga orð við Kaju Kallas í Kaupmannahöfn.Vísir/Elín „Ég held að þeir hafi ekki áhuga á friði. Af hverju held ég það? Vegna þess að þeir eru enn að sprengja Úkraínu. Ef þeir hefðu áhuga á friði þá gætu þeir hætt núna strax. Það eru komnir meira en tveir mánuðir síðan Úkraína samþykkti skilyrðislaust vopnahlé, en við sjáum frá Rússlandi að þeir eru bara að spila leiki. Rússar eru augljóslega að leika einhvern leik, reyna að kaupa tíma og vona að tíminn sé með þeim í liði,“ sagði Kallas á þriðjudaginn. Nú á eftir að koma í ljós hvort eitthvað breytist og hvort Kallas hafi rétt fyrir sér eftir viðræðurnar sem fram fara í Tyrklandi í dag. Vill sjá enn meiri viðskiptaþvinganir Sendiherrar ESB samþykktu sautjánda pakka viðskiptaþvingana ESB geng Rússlandi á miðvikudaginn sem meðal annars á að beinast gegn hátt í 200 skipum hins svokallaða rússneska skuggaflota. Kallas segir undirbúning að næsta pakka þar á eftir þegar vera hafinn. „Við erum stöðugt að undirbúa ólíka pakka því við verðum að setja meiri þrýsting á Rússa til að stöðva þetta stríð. Við erum með tækin, efnahagslegu tækin til þess að þrýsta á þá svo við erum að vinna í sautjánda pakkanum sem ég vona að við innleiðum hjá utanríkismálanefndinni í næstu viku. Síðan erum við að ræða næsta pakka og það var ákall frá ólíkum aðildarríkjum um að endurspegla það sem er til umræðu í Bandaríkjunum, viðskiptaþvingana-pakki öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham, til að gera eitthvað sambærilegt í Evrópu. En við erum auðvitað ekki komin á þann stað ennþá,“ svaraði Kallas. Tillaga Grahams felur í sér harðar efnahagsþvinganir gegn Rússlandi auk þess sem lagt er til að leggja 500% tolla á innflutning frá ríkjum sem kaupa olíu, gas, úraníum og aðrar afurðir frá Rússlandi. Evrópsk fyrirtæki sem vilja viðskipti við Rússland Aðspurð segir Kallas einnig mikilvægt að auka eftirfylgni og refsiaðgerðir gegn þeim sem brjóta eða fara í kringum þær þvinganir sem þegar eru í gildi. „Algjörlega. Það er stórt vandamál að farið sé í kringum viðskiptaþvinganir og þess vegna höfum við þegar kynnt til sögunnar refsingar gagnvart þeim sem forðast viðskiptaþvinganir. Því það er alveg ljóst að það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja áfram hagnast af viðskiptum í Rússlandi, og þetta er oft sama fólkið og kvartar yfir því að stríðið sé enn í gangi. Stríðið er enn í gangi af því við höfum ekki gert nóg og við höfum ekki einbeitt okkur að því að gera enn meira til að virkilega setja þrýsting á Rússa til að hætta þessu stríði. Svo auðvitað erum við að tala við þau ríki sem eru að hjálpa til við að farið sé fram hjá viðskiptaþvingunum en við þurfum líka að líta inn á við því það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja halda áfram að kaupa og selja til Rússlands,“ svaraði Kallas. Kaja Kallas var ein af aðal ræðumönnum ráðstefnunnar Copenhagen Democracy Summit sem fram fór í vikunni.Vísir/Elín Hún var einnig spurð hvort hún væri bjartsýn á að Evrópa og Bandaríkjastjórn geti unnið saman og verið samstíga hvað snýr að Úkraínu eða hvort hún telji Evrópa ætti að halda áfram sjálf, án Bandaríkjanna. „Við erum að ræða hvað við ætlum að gera en auðvitað fylgjumst við með því hvernig þetta stríð blasir við Bandaríkjunum, og Bandaríkin eru líka að styðja Úkraínu. Auðvitað viljum við að komist verði að friðarsamkomulagi, við viljum frið og líklega þráir enginn frið meira en Úkraínumenn. En til að komast þangað þurfum við að setja meiri þrýsting á Rússa. Því það þarf tvo til að vilja frið, en aðeins einn til að vilja stríð og Rússland vill augljóslega stríð,“ svaraði Kallas. Danmörk Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Viðskiptaþvinganir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Í dag fara fram fyrstu friðarviðræðurnar á milli sendinefnda Úkraínu og Rússlands síðan í mars 2022. Fyrr í vikunni lá þegar fyrir að sjálfur myndi Pútín ekki mæta til fundarins og þar af leiðandi ekki Selenskí Úkraínuforseti heldur. Sjá einnig: Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Kaja Kallas var stödd í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn þar sem hún sótti árlega lýðræðisráðstefnuna Copenhagen Democracy Summit. Vísir var á staðnum en í samtali við blaðamenn lýsti Kallas efasemdum um raunverulegan friðarvilja Rússa. Blaðamenn bíða eftir að eiga orð við Kaju Kallas í Kaupmannahöfn.Vísir/Elín „Ég held að þeir hafi ekki áhuga á friði. Af hverju held ég það? Vegna þess að þeir eru enn að sprengja Úkraínu. Ef þeir hefðu áhuga á friði þá gætu þeir hætt núna strax. Það eru komnir meira en tveir mánuðir síðan Úkraína samþykkti skilyrðislaust vopnahlé, en við sjáum frá Rússlandi að þeir eru bara að spila leiki. Rússar eru augljóslega að leika einhvern leik, reyna að kaupa tíma og vona að tíminn sé með þeim í liði,“ sagði Kallas á þriðjudaginn. Nú á eftir að koma í ljós hvort eitthvað breytist og hvort Kallas hafi rétt fyrir sér eftir viðræðurnar sem fram fara í Tyrklandi í dag. Vill sjá enn meiri viðskiptaþvinganir Sendiherrar ESB samþykktu sautjánda pakka viðskiptaþvingana ESB geng Rússlandi á miðvikudaginn sem meðal annars á að beinast gegn hátt í 200 skipum hins svokallaða rússneska skuggaflota. Kallas segir undirbúning að næsta pakka þar á eftir þegar vera hafinn. „Við erum stöðugt að undirbúa ólíka pakka því við verðum að setja meiri þrýsting á Rússa til að stöðva þetta stríð. Við erum með tækin, efnahagslegu tækin til þess að þrýsta á þá svo við erum að vinna í sautjánda pakkanum sem ég vona að við innleiðum hjá utanríkismálanefndinni í næstu viku. Síðan erum við að ræða næsta pakka og það var ákall frá ólíkum aðildarríkjum um að endurspegla það sem er til umræðu í Bandaríkjunum, viðskiptaþvingana-pakki öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham, til að gera eitthvað sambærilegt í Evrópu. En við erum auðvitað ekki komin á þann stað ennþá,“ svaraði Kallas. Tillaga Grahams felur í sér harðar efnahagsþvinganir gegn Rússlandi auk þess sem lagt er til að leggja 500% tolla á innflutning frá ríkjum sem kaupa olíu, gas, úraníum og aðrar afurðir frá Rússlandi. Evrópsk fyrirtæki sem vilja viðskipti við Rússland Aðspurð segir Kallas einnig mikilvægt að auka eftirfylgni og refsiaðgerðir gegn þeim sem brjóta eða fara í kringum þær þvinganir sem þegar eru í gildi. „Algjörlega. Það er stórt vandamál að farið sé í kringum viðskiptaþvinganir og þess vegna höfum við þegar kynnt til sögunnar refsingar gagnvart þeim sem forðast viðskiptaþvinganir. Því það er alveg ljóst að það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja áfram hagnast af viðskiptum í Rússlandi, og þetta er oft sama fólkið og kvartar yfir því að stríðið sé enn í gangi. Stríðið er enn í gangi af því við höfum ekki gert nóg og við höfum ekki einbeitt okkur að því að gera enn meira til að virkilega setja þrýsting á Rússa til að hætta þessu stríði. Svo auðvitað erum við að tala við þau ríki sem eru að hjálpa til við að farið sé fram hjá viðskiptaþvingunum en við þurfum líka að líta inn á við því það eru evrópsk fyrirtæki sem vilja halda áfram að kaupa og selja til Rússlands,“ svaraði Kallas. Kaja Kallas var ein af aðal ræðumönnum ráðstefnunnar Copenhagen Democracy Summit sem fram fór í vikunni.Vísir/Elín Hún var einnig spurð hvort hún væri bjartsýn á að Evrópa og Bandaríkjastjórn geti unnið saman og verið samstíga hvað snýr að Úkraínu eða hvort hún telji Evrópa ætti að halda áfram sjálf, án Bandaríkjanna. „Við erum að ræða hvað við ætlum að gera en auðvitað fylgjumst við með því hvernig þetta stríð blasir við Bandaríkjunum, og Bandaríkin eru líka að styðja Úkraínu. Auðvitað viljum við að komist verði að friðarsamkomulagi, við viljum frið og líklega þráir enginn frið meira en Úkraínumenn. En til að komast þangað þurfum við að setja meiri þrýsting á Rússa. Því það þarf tvo til að vilja frið, en aðeins einn til að vilja stríð og Rússland vill augljóslega stríð,“ svaraði Kallas.
Danmörk Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Viðskiptaþvinganir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent