Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2025 08:42 Marco Rubio er mættur til Tyrklands. AP/Khalil Hamra Fyrstu beinu friðarviðræðurnar í rúm þrjú ár á milli fulltrúa Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi í dag. Takmarkaðar væntingar ríkja um árangur viðræðnanna, en hvorki Pútín Rússlandsforseti né Selenskí Úkraínuforseti taka beinan þátt í viðræðunum. Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hitta Pútín eins fljótt og hægt er. Samningamenn Rússlands og Úkraínu hittast í Istanbúl á næstu klukkustundum ásamt fulltrúa Bandaríkjanna, en það eru gestgjafar Tyrkja sem leiða viðræðurnar. Fram kemur í umfjöllun BBC að nú sé hins vegar hafinn þríhliða fundur sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Tyrklands í Dolmabahce-höllinni í Istanbúl. Á fundinum eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Keith Kellogg, erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu og Andriy Yermak, yfirmaður forsetaskrifstofu Selenskí, auk Hakans Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands. Fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála í Tyrklandi þessa vikuna.Getty/Burak Kara Rubio sagði í gær að hann hefði „ekki miklar væntingar“ til viðræðnanna á milli Rússlands og Úkraínu í dag. Væntingarnar eru almennt sagðar í lágmarki en í gær sagði Trump Bandaríkjaforseti að engin hreyfing myndi komast á viðræðurnar fyrr en hann sjálfur myndi hitta Pútín í persónu. Í morgun sagði Trump að hann vilji hitta Pútín sem fyrst. Sendinefndir í stað forsetanna Í aðdraganda viðræðnanna sem fram eiga að fara í dag hafði Pútín lagt til að viðræður við Úrkaínu færu fram í Tyrklandi. Því svaraði Selenskí með því að skora á Pútín að hitta sig í persónu, hann myndi sjálfur mæta til Tyrklands í dag til að eiga samtal við Pútín. Ekki vildi Pútín verða við því og í staðinn senda þeir báðir sendinefndir. Selenskí sagðist fyrr í vikunni hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt þótt Pútín hafi ákveðið að senda lágt setta erindreka. Það sagðist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann hafi litla sem enga trú á raunverulegum friðarvilja Rússa á meðan þeir séu ekki einu sinni reiðubúnir að fallast á vopnahlé. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Samningamenn Rússlands og Úkraínu hittast í Istanbúl á næstu klukkustundum ásamt fulltrúa Bandaríkjanna, en það eru gestgjafar Tyrkja sem leiða viðræðurnar. Fram kemur í umfjöllun BBC að nú sé hins vegar hafinn þríhliða fundur sendinefnda Úkraínu, Bandaríkjanna og Tyrklands í Dolmabahce-höllinni í Istanbúl. Á fundinum eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Keith Kellogg, erindreki Trumps gagnvart Úkraínu, Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu og Andriy Yermak, yfirmaður forsetaskrifstofu Selenskí, auk Hakans Fidan, utanríkisráðherra Tyrklands. Fjölmiðlar fylgjast grannt með gangi mála í Tyrklandi þessa vikuna.Getty/Burak Kara Rubio sagði í gær að hann hefði „ekki miklar væntingar“ til viðræðnanna á milli Rússlands og Úkraínu í dag. Væntingarnar eru almennt sagðar í lágmarki en í gær sagði Trump Bandaríkjaforseti að engin hreyfing myndi komast á viðræðurnar fyrr en hann sjálfur myndi hitta Pútín í persónu. Í morgun sagði Trump að hann vilji hitta Pútín sem fyrst. Sendinefndir í stað forsetanna Í aðdraganda viðræðnanna sem fram eiga að fara í dag hafði Pútín lagt til að viðræður við Úrkaínu færu fram í Tyrklandi. Því svaraði Selenskí með því að skora á Pútín að hitta sig í persónu, hann myndi sjálfur mæta til Tyrklands í dag til að eiga samtal við Pútín. Ekki vildi Pútín verða við því og í staðinn senda þeir báðir sendinefndir. Selenskí sagðist fyrr í vikunni hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt þótt Pútín hafi ákveðið að senda lágt setta erindreka. Það sagðist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Hann hafi litla sem enga trú á raunverulegum friðarvilja Rússa á meðan þeir séu ekki einu sinni reiðubúnir að fallast á vopnahlé.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tyrkland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira