Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 18:19 Hadi Matar gengur inn í dómshúsið í Mayville í New York í fangaklæðum. Hann hlaut þar 25 ára dóm fyrir banatilræðiðp við Rushdie og sjö ára dóm fyrir líkamsárás. Ap Hadi Matar sem stakk Salman Rushdie á fyrirlestri rithöfundarins í New York árið 2022 hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi vegna banatilræðisins. Rushdie blindaðist á öðru auga og missti hreyfigetu í annarri hendi eftir árásina. AP fjallar um málið. Í febrúar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hinn 27 ára bandarísk-líbanski Matar væri sekur um morðtilræði og í dag dæmdi dómari í Chautauqua-sýslu í New York hann í 25 ára fangelsi, hámarksrefsingu fyrir glæpinn. Matar hlaut einnig sjö ára dóm fyrir að veitast að Ralph Henry Reese, umræðustjóra á fyrirlestrinum. Matar mun afplána dómana tvo samhliða þar sem glæpirnir áttu sér stað á sama tíma og mun hann því sitja í fangelsi í 32 ár. Yfirgangsseggur og hræsnari Áður en dómurinn féll reist Matar á fætur og las upp yfirlýsingu um málfrelsi og sagði Rushdie vera hræsnara. „Salman Rushdie vill lítilsvirða annað fólk,“ sagði Matar í yfirlýsingunni. „Hann vill vera yfirgangsseggur, hann vill níðast á öðrum. Ég er ekki sammála því.“ Matar ætlaði með banatilræðinu að framfylgja „fatwa“ þ.e. dauðadómi sem Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út 1989 vegna skáldsögunnar Söngva Satans sem kom út 1988. Dómur klerksins gerði Rushdie réttdræpan og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Eftir það var Rushdie í áratugi í felum og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Íran hætti formlegum stuðningi við tilskipunina 1998 en Söngvar Satans er enn stranglega bönnuð í Íran vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Ræddi árásina í Háskólabíó Eftir árásin dvaldi Rushdie í sautján daga á sjúkrahúsi í Pennsylvaníu og var meira en þrjár vikur í endurhæfingu í New York. Rushdie skrifaði um árásina og afleiðingar hennar í bókinni Hnífi sem kom út í fyrra. Rushdie kom til Íslands í fyrra þar sem hann tók við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness og ræddi þar um árásina. Matar þarf að fara aftur fyrir dóm vegna ákæra sem snúa að hryðjuverkaþætti árásarinnar. Fyrstu réttarhöldin sneru að sjálfri árásinni en í þeirri næstu verður farið ofan í ástæðurnar fyrir banatilræðinu. Bandaríkin Mál Salman Rushdie Erlend sakamál Tengdar fréttir Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14 Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
AP fjallar um málið. Í febrúar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hinn 27 ára bandarísk-líbanski Matar væri sekur um morðtilræði og í dag dæmdi dómari í Chautauqua-sýslu í New York hann í 25 ára fangelsi, hámarksrefsingu fyrir glæpinn. Matar hlaut einnig sjö ára dóm fyrir að veitast að Ralph Henry Reese, umræðustjóra á fyrirlestrinum. Matar mun afplána dómana tvo samhliða þar sem glæpirnir áttu sér stað á sama tíma og mun hann því sitja í fangelsi í 32 ár. Yfirgangsseggur og hræsnari Áður en dómurinn féll reist Matar á fætur og las upp yfirlýsingu um málfrelsi og sagði Rushdie vera hræsnara. „Salman Rushdie vill lítilsvirða annað fólk,“ sagði Matar í yfirlýsingunni. „Hann vill vera yfirgangsseggur, hann vill níðast á öðrum. Ég er ekki sammála því.“ Matar ætlaði með banatilræðinu að framfylgja „fatwa“ þ.e. dauðadómi sem Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út 1989 vegna skáldsögunnar Söngva Satans sem kom út 1988. Dómur klerksins gerði Rushdie réttdræpan og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Eftir það var Rushdie í áratugi í felum og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Íran hætti formlegum stuðningi við tilskipunina 1998 en Söngvar Satans er enn stranglega bönnuð í Íran vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Ræddi árásina í Háskólabíó Eftir árásin dvaldi Rushdie í sautján daga á sjúkrahúsi í Pennsylvaníu og var meira en þrjár vikur í endurhæfingu í New York. Rushdie skrifaði um árásina og afleiðingar hennar í bókinni Hnífi sem kom út í fyrra. Rushdie kom til Íslands í fyrra þar sem hann tók við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness og ræddi þar um árásina. Matar þarf að fara aftur fyrir dóm vegna ákæra sem snúa að hryðjuverkaþætti árásarinnar. Fyrstu réttarhöldin sneru að sjálfri árásinni en í þeirri næstu verður farið ofan í ástæðurnar fyrir banatilræðinu.
Bandaríkin Mál Salman Rushdie Erlend sakamál Tengdar fréttir Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14 Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14
Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37
Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29