Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 18:19 Hadi Matar gengur inn í dómshúsið í Mayville í New York í fangaklæðum. Hann hlaut þar 25 ára dóm fyrir banatilræðiðp við Rushdie og sjö ára dóm fyrir líkamsárás. Ap Hadi Matar sem stakk Salman Rushdie á fyrirlestri rithöfundarins í New York árið 2022 hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi vegna banatilræðisins. Rushdie blindaðist á öðru auga og missti hreyfigetu í annarri hendi eftir árásina. AP fjallar um málið. Í febrúar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hinn 27 ára bandarísk-líbanski Matar væri sekur um morðtilræði og í dag dæmdi dómari í Chautauqua-sýslu í New York hann í 25 ára fangelsi, hámarksrefsingu fyrir glæpinn. Matar hlaut einnig sjö ára dóm fyrir að veitast að Ralph Henry Reese, umræðustjóra á fyrirlestrinum. Matar mun afplána dómana tvo samhliða þar sem glæpirnir áttu sér stað á sama tíma og mun hann því sitja í fangelsi í 32 ár. Yfirgangsseggur og hræsnari Áður en dómurinn féll reist Matar á fætur og las upp yfirlýsingu um málfrelsi og sagði Rushdie vera hræsnara. „Salman Rushdie vill lítilsvirða annað fólk,“ sagði Matar í yfirlýsingunni. „Hann vill vera yfirgangsseggur, hann vill níðast á öðrum. Ég er ekki sammála því.“ Matar ætlaði með banatilræðinu að framfylgja „fatwa“ þ.e. dauðadómi sem Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út 1989 vegna skáldsögunnar Söngva Satans sem kom út 1988. Dómur klerksins gerði Rushdie réttdræpan og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Eftir það var Rushdie í áratugi í felum og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Íran hætti formlegum stuðningi við tilskipunina 1998 en Söngvar Satans er enn stranglega bönnuð í Íran vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Ræddi árásina í Háskólabíó Eftir árásin dvaldi Rushdie í sautján daga á sjúkrahúsi í Pennsylvaníu og var meira en þrjár vikur í endurhæfingu í New York. Rushdie skrifaði um árásina og afleiðingar hennar í bókinni Hnífi sem kom út í fyrra. Rushdie kom til Íslands í fyrra þar sem hann tók við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness og ræddi þar um árásina. Matar þarf að fara aftur fyrir dóm vegna ákæra sem snúa að hryðjuverkaþætti árásarinnar. Fyrstu réttarhöldin sneru að sjálfri árásinni en í þeirri næstu verður farið ofan í ástæðurnar fyrir banatilræðinu. Bandaríkin Mál Salman Rushdie Erlend sakamál Tengdar fréttir Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14 Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
AP fjallar um málið. Í febrúar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hinn 27 ára bandarísk-líbanski Matar væri sekur um morðtilræði og í dag dæmdi dómari í Chautauqua-sýslu í New York hann í 25 ára fangelsi, hámarksrefsingu fyrir glæpinn. Matar hlaut einnig sjö ára dóm fyrir að veitast að Ralph Henry Reese, umræðustjóra á fyrirlestrinum. Matar mun afplána dómana tvo samhliða þar sem glæpirnir áttu sér stað á sama tíma og mun hann því sitja í fangelsi í 32 ár. Yfirgangsseggur og hræsnari Áður en dómurinn féll reist Matar á fætur og las upp yfirlýsingu um málfrelsi og sagði Rushdie vera hræsnara. „Salman Rushdie vill lítilsvirða annað fólk,“ sagði Matar í yfirlýsingunni. „Hann vill vera yfirgangsseggur, hann vill níðast á öðrum. Ég er ekki sammála því.“ Matar ætlaði með banatilræðinu að framfylgja „fatwa“ þ.e. dauðadómi sem Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út 1989 vegna skáldsögunnar Söngva Satans sem kom út 1988. Dómur klerksins gerði Rushdie réttdræpan og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Eftir það var Rushdie í áratugi í felum og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Íran hætti formlegum stuðningi við tilskipunina 1998 en Söngvar Satans er enn stranglega bönnuð í Íran vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Ræddi árásina í Háskólabíó Eftir árásin dvaldi Rushdie í sautján daga á sjúkrahúsi í Pennsylvaníu og var meira en þrjár vikur í endurhæfingu í New York. Rushdie skrifaði um árásina og afleiðingar hennar í bókinni Hnífi sem kom út í fyrra. Rushdie kom til Íslands í fyrra þar sem hann tók við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness og ræddi þar um árásina. Matar þarf að fara aftur fyrir dóm vegna ákæra sem snúa að hryðjuverkaþætti árásarinnar. Fyrstu réttarhöldin sneru að sjálfri árásinni en í þeirri næstu verður farið ofan í ástæðurnar fyrir banatilræðinu.
Bandaríkin Mál Salman Rushdie Erlend sakamál Tengdar fréttir Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14 Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14
Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37
Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29