Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2025 15:52 Israel Katz og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael í stjórnstöð hersins í dag. Israel Katz Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir umfangsmiklar árásir hafa verið gerðar á Húta í Jemen í dag. Miklar skemmdir hafi verið unndar á höfnum undir stjórn Húta og flugvellinum í Sanaa. Þá hótar Katz því að hætti Hútar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael muni verða gripið til frekari aðgerða. Ísraelar muni þá fara á eftir leiðtogum Húta. „...eins og við gerðum við Deif og Sinwar-bræðurna á Gasa, Nasrallah í Beirút og Haniyeh í Tehran,“ skrifaði Katz á X. Var hann þar að vísa til leiðtoga Hamas-samtakanna og Hezbollah, sem Ísraelar hafa fellt eða reynt að ráða af dögum. „Við munum einnig elta uppi Abd Malek al-Houthi [Leiðtoga Húta] í Jemen.“ צה"ל תקף כעת ופגע קשות בנמלים בתימן הנמצאים בשליטת ארגון הטרור החות׳י.גם שדה התעופה בצנעא עדיין הרוס.כמו שאמרנו: אם החות׳ים ימשיכו לירות טילים לעבר מדינת ישראל הם יספגו מכות כואבות - ונפגע גם בראשי הטרור כמו שעשינו לדף והסינווארים בעזה, לנסראללה בביירות ולהנייה בטהרן, נצוד… pic.twitter.com/MBGIVupkYC— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 16, 2025 Í þessari viku hafa Hútar skotið nokkrum eldflaugum og drónum að Ísrael. Það hafa þeir reglulega gert frá því Ísraelar hófu hernaðinn á Gasaströndinni. Bandaríkjamenn hafa einnig gert umfangsmiklar árásir á Húta vegna árása þeirra á Ísrael og skip á Rauðahafi. Þær árásir voru mjög umfangsmiklar og stóðu yfir í um tvo mánuði. Trump lýsti þó á dögunum óvænt yfir vopnahléi við Húta og sagði leiðtoga þeirra hafa samþykkt að hætta árásum á skip á Rauðahafi, að hluta til. Hútar samþykktu ekki að hætta árásum á skip sem tengjast Ísrael eða árásum á Ísrael. Samkvæmt frétt Times of Israel komu fjöldi flugmanna hersins að árásunum, auk dróna, en herinn segir hafnirnar og flugvöllinn sem árásirnar beindust að hafa verið notaðar til flytja vopn frá Íran í hendur Húta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelar gera árásir á þessa staði. TOI hefur eftir öðrum miðlum í Ísrael að beðið hafi verið með árásirnar þar til Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, væri farinn frá Mið-Austurlöndum. Ísrael Jemen Hernaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Þá hótar Katz því að hætti Hútar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael muni verða gripið til frekari aðgerða. Ísraelar muni þá fara á eftir leiðtogum Húta. „...eins og við gerðum við Deif og Sinwar-bræðurna á Gasa, Nasrallah í Beirút og Haniyeh í Tehran,“ skrifaði Katz á X. Var hann þar að vísa til leiðtoga Hamas-samtakanna og Hezbollah, sem Ísraelar hafa fellt eða reynt að ráða af dögum. „Við munum einnig elta uppi Abd Malek al-Houthi [Leiðtoga Húta] í Jemen.“ צה"ל תקף כעת ופגע קשות בנמלים בתימן הנמצאים בשליטת ארגון הטרור החות׳י.גם שדה התעופה בצנעא עדיין הרוס.כמו שאמרנו: אם החות׳ים ימשיכו לירות טילים לעבר מדינת ישראל הם יספגו מכות כואבות - ונפגע גם בראשי הטרור כמו שעשינו לדף והסינווארים בעזה, לנסראללה בביירות ולהנייה בטהרן, נצוד… pic.twitter.com/MBGIVupkYC— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 16, 2025 Í þessari viku hafa Hútar skotið nokkrum eldflaugum og drónum að Ísrael. Það hafa þeir reglulega gert frá því Ísraelar hófu hernaðinn á Gasaströndinni. Bandaríkjamenn hafa einnig gert umfangsmiklar árásir á Húta vegna árása þeirra á Ísrael og skip á Rauðahafi. Þær árásir voru mjög umfangsmiklar og stóðu yfir í um tvo mánuði. Trump lýsti þó á dögunum óvænt yfir vopnahléi við Húta og sagði leiðtoga þeirra hafa samþykkt að hætta árásum á skip á Rauðahafi, að hluta til. Hútar samþykktu ekki að hætta árásum á skip sem tengjast Ísrael eða árásum á Ísrael. Samkvæmt frétt Times of Israel komu fjöldi flugmanna hersins að árásunum, auk dróna, en herinn segir hafnirnar og flugvöllinn sem árásirnar beindust að hafa verið notaðar til flytja vopn frá Íran í hendur Húta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelar gera árásir á þessa staði. TOI hefur eftir öðrum miðlum í Ísrael að beðið hafi verið með árásirnar þar til Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, væri farinn frá Mið-Austurlöndum.
Ísrael Jemen Hernaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“