Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 10:46 Dmitrí Pekóv og Vladimír Pútín. EPA/SERGEI ILNITSKY Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Peskóv sagði að opinberað yrði hverjir yrðu í sendinefnd Rússa þegar Pútín ákvæði að það væri við hæfi. Hann sagði einnig, eins og hann og aðrir í Moskvu hafa oft gert áður, að markmið viðræðanna yrði að finna lausn á því sem Rússar kalla grunnástæður innrásar þeirra í Úkraínu og að tryggja hagsmuni Rússlands, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. RIA hefur einnig eftir Andrei Kartapolov, formanni varnarmálanefnda Dúmunnar, að vilji Úkraínumenn ekki eiga í viðræðum, muni Rússar tala tungumál sem þeir skilji betur. Tungumál rússneska byssustingsins. Pútín hafnaði aftur á dögunum ákalli eftir almennu þrjátíu daga vopnahlé á átökunum í Úkraínu og lagði þess í stað fram tillögu að viðræðum í Istanbúl. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að áður en viðræður hefjist þurfi fyrst að koma á vopnahlé. Sjá einnig: Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Selenskí lýsti því þó yfir að hann væri tilbúinn til að mæta til Istanbúl og ræða persónulega við Pútín. Úkraínski forsetinn segist ekki ætla að ræða við neinn annan en Pútín. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig sagt mögulegt að hann myndi mæta. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það. Sendinefndir frá ríkjunum gætu þó fundað en Úkraínumenn hafa gefið til kynnað að þeir muni ekki vilja ræða neitt annað en vopnahlé og eftir það verði hægt að eiga í frekari viðræðurm. Eins og frægt er sendi Pútín sérsveitarmenn til Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar 2022, sem höfðu það markmið að handsama Selenskí eða ráða hann af dögum. Úkraínumenn segja banatilræði gegn Selenskí hafa verið tíð síðan þá. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Pútín og aðrir ráðamenn í Rússlandi hafa nokkrum sinnum frá því í mars talað um vopnahléstillögu Trumps frá því þær voru fyrst lagðar fram snemma í mars. Þeir hafa ekki viljað samþykkja þær, en þær snúast í raun um almennt vopnahlé í þrjátíu daga, án skilyrða. Þess í stað hafa Rússar lagt fram eigin kröfur fyrir vopnahlé og hafa þeir fyrir vikið verið gagnrýndir af evrópskum ráðamönnum fyrir að þykjast vilja frið en standa í vegi hans. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Trump að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Með miklar kröfur Fregnir hafa borist af því að Trump og hans helstu ráðgjafar séu óánægðir með hve illa þeim hefur gengið að koma á friði. Sjá einnig: Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fullrar stjórnar á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Úkraínumenn að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Tyrkland Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Peskóv sagði að opinberað yrði hverjir yrðu í sendinefnd Rússa þegar Pútín ákvæði að það væri við hæfi. Hann sagði einnig, eins og hann og aðrir í Moskvu hafa oft gert áður, að markmið viðræðanna yrði að finna lausn á því sem Rússar kalla grunnástæður innrásar þeirra í Úkraínu og að tryggja hagsmuni Rússlands, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. RIA hefur einnig eftir Andrei Kartapolov, formanni varnarmálanefnda Dúmunnar, að vilji Úkraínumenn ekki eiga í viðræðum, muni Rússar tala tungumál sem þeir skilji betur. Tungumál rússneska byssustingsins. Pútín hafnaði aftur á dögunum ákalli eftir almennu þrjátíu daga vopnahlé á átökunum í Úkraínu og lagði þess í stað fram tillögu að viðræðum í Istanbúl. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að áður en viðræður hefjist þurfi fyrst að koma á vopnahlé. Sjá einnig: Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Selenskí lýsti því þó yfir að hann væri tilbúinn til að mæta til Istanbúl og ræða persónulega við Pútín. Úkraínski forsetinn segist ekki ætla að ræða við neinn annan en Pútín. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur einnig sagt mögulegt að hann myndi mæta. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það. Sendinefndir frá ríkjunum gætu þó fundað en Úkraínumenn hafa gefið til kynnað að þeir muni ekki vilja ræða neitt annað en vopnahlé og eftir það verði hægt að eiga í frekari viðræðurm. Eins og frægt er sendi Pútín sérsveitarmenn til Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar 2022, sem höfðu það markmið að handsama Selenskí eða ráða hann af dögum. Úkraínumenn segja banatilræði gegn Selenskí hafa verið tíð síðan þá. Sjá einnig: Lífverðir Selenskís sakaðir um að skipuleggja banatilræði Pútín og aðrir ráðamenn í Rússlandi hafa nokkrum sinnum frá því í mars talað um vopnahléstillögu Trumps frá því þær voru fyrst lagðar fram snemma í mars. Þeir hafa ekki viljað samþykkja þær, en þær snúast í raun um almennt vopnahlé í þrjátíu daga, án skilyrða. Þess í stað hafa Rússar lagt fram eigin kröfur fyrir vopnahlé og hafa þeir fyrir vikið verið gagnrýndir af evrópskum ráðamönnum fyrir að þykjast vilja frið en standa í vegi hans. Bæði Rússar og Úkraínumenn eru í raun að reyna að sýna Trump að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna en andstæðingar þeirra séu það ekki. Trump og hans ráðgjafar hafa gefið til kynna að þeir séu tilbúnir til að stíga frá samningaborðinu og hafa einnig gefið til kynna að þeir gætu hætt stuðningi við Úkraínu, sem yrði mikill sigur fyrir Pútín. Með miklar kröfur Fregnir hafa borist af því að Trump og hans helstu ráðgjafar séu óánægðir með hve illa þeim hefur gengið að koma á friði. Sjá einnig: Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fullrar stjórnar á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Úkraínumenn að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Tyrkland Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila