Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 10:14 Donald Trump og Jeanine Pirro. Forsetinn hefur gert þáttastjórnandann að ríkissaksóknara í Washington DC. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði í gær sjónvarpskonuna Jeanine Pirro, þáttastjórnanda hjá Fox News, í embætti ríkissaksóknara í alríkisumdæminu Washington DC, sem starfandi ríkissaksóknara. Hún mun leysa af hólmi Ed Martin, sem setið hefur í embætti frá því hann var tilnefndur fyrir um fimmtán vikum. Ljóst varð í vikunni að tilnefning Martin yrði ekki samþykkt úr nefnd í öldungadeildinni. Thom Tillis, Repúblikani í nefndinni, sagðist ekki geta stutt tilnefningu hans og þá meðal annars vegna tengsla hans við fólk sem tók þátt í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. Pirro, sem er 73 ára gömul, starfaði á árum áður sem saksóknari og dómari í New York. Undanfarin ár hefur hún þó starfað hjá Fox, þar sem hún hefur meðal annars dreift lygum um að Trump hafi verið rændur sigri með svindli í forsetakosningunum 2020. Yfirlýsingar hennar í sjónvarpi voru sönnunargögn í málaferlum Dominion Voting Systems gegn Fox. Þau leiddu til þess að Fox greiddi Dominion 107 milljarða króna í sáttargreiðslu til að komast hjá réttarhöldum. Pirrro er einnig verjandi í máli Smartmatic, annars kosningavélafyrirtækis, sem höfðað hefur mál gegn Fox og starfsmönnum miðilsins vegna ummæla tengdra kosningunum 2020. Þau réttarhöld eiga að hefjast í New York á þessu ári, samkvæmt frétt Washington Post. Með því að skipa Pirro sem starfandi ríkissaksóknara virðist Trump ætla að reyna að komast hjá því að öldungadeildin þurfi að koma að ráðningaferlinu. Í frétt New York Times segir líklegt að skipunin muni fara fyrir dómstóla. Ef dómstólar kæmust svo að þeirri niðurstöðu að Trump mætti ekki skipan hana í embætti með þessum hætti, og það ferli gæti tekið marga mánuði, kæmi það verulega niður á öllum málum sem hefðu verið til rannsóknar hjá embættinu á því tímabili. Stærsta slíka embætti Bandaríkjanna Trump opinberaði ákvörðun sína á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í gærkvöldi, en þar sagði hann Pirro einstaklega hæfa í starfið. Hún væri í sérflokki. Martin, sem Trump tilnefndi áður í embætti ríkissaksóknarar DC, verður samkvæmt Trump í staðinn yfirmaður sérstaks hóps í dómsmálaráðuneytinu sem rannsaka á misbeitingu valds innan dómskerfisins í forsetatíð Joes Biden. Embætti ríkissaksóknara Washington DC er stærsta slíka embætti Bandaríkjanna og undir það heyra rúmlega 350 saksóknarar. Embættið hefur fordæmalaust svið til að lögsækja fólk fyrir bæði brot á alríkislögum og brot á lögum DC. Embættið rannsakar einnig spillingu embættis- og stjórnmálamanna, auk mála sem snúa að þjóðaröryggi. Pirro hefur þegar sagt upp hjá Fox News, þar sem hún hefur starfað frá 2006, eftir misheppnað framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump hefur ítrekað leitað til starfsmannalista Fox við mótun ríkisstjórnar sinnar og tilnefningu embættismanna. Að minnsta kosti tuttugu núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Fox hafa tekið sér störf innan ríkisstjórnar Trumps. Einn þeirra er Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Þá eru á meðal þeirra þrír núverandi starfsmenn sem sinna bæði opinberum störfum og störfum fyrir Fox. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Ljóst varð í vikunni að tilnefning Martin yrði ekki samþykkt úr nefnd í öldungadeildinni. Thom Tillis, Repúblikani í nefndinni, sagðist ekki geta stutt tilnefningu hans og þá meðal annars vegna tengsla hans við fólk sem tók þátt í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. Pirro, sem er 73 ára gömul, starfaði á árum áður sem saksóknari og dómari í New York. Undanfarin ár hefur hún þó starfað hjá Fox, þar sem hún hefur meðal annars dreift lygum um að Trump hafi verið rændur sigri með svindli í forsetakosningunum 2020. Yfirlýsingar hennar í sjónvarpi voru sönnunargögn í málaferlum Dominion Voting Systems gegn Fox. Þau leiddu til þess að Fox greiddi Dominion 107 milljarða króna í sáttargreiðslu til að komast hjá réttarhöldum. Pirrro er einnig verjandi í máli Smartmatic, annars kosningavélafyrirtækis, sem höfðað hefur mál gegn Fox og starfsmönnum miðilsins vegna ummæla tengdra kosningunum 2020. Þau réttarhöld eiga að hefjast í New York á þessu ári, samkvæmt frétt Washington Post. Með því að skipa Pirro sem starfandi ríkissaksóknara virðist Trump ætla að reyna að komast hjá því að öldungadeildin þurfi að koma að ráðningaferlinu. Í frétt New York Times segir líklegt að skipunin muni fara fyrir dómstóla. Ef dómstólar kæmust svo að þeirri niðurstöðu að Trump mætti ekki skipan hana í embætti með þessum hætti, og það ferli gæti tekið marga mánuði, kæmi það verulega niður á öllum málum sem hefðu verið til rannsóknar hjá embættinu á því tímabili. Stærsta slíka embætti Bandaríkjanna Trump opinberaði ákvörðun sína á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í gærkvöldi, en þar sagði hann Pirro einstaklega hæfa í starfið. Hún væri í sérflokki. Martin, sem Trump tilnefndi áður í embætti ríkissaksóknarar DC, verður samkvæmt Trump í staðinn yfirmaður sérstaks hóps í dómsmálaráðuneytinu sem rannsaka á misbeitingu valds innan dómskerfisins í forsetatíð Joes Biden. Embætti ríkissaksóknara Washington DC er stærsta slíka embætti Bandaríkjanna og undir það heyra rúmlega 350 saksóknarar. Embættið hefur fordæmalaust svið til að lögsækja fólk fyrir bæði brot á alríkislögum og brot á lögum DC. Embættið rannsakar einnig spillingu embættis- og stjórnmálamanna, auk mála sem snúa að þjóðaröryggi. Pirro hefur þegar sagt upp hjá Fox News, þar sem hún hefur starfað frá 2006, eftir misheppnað framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump hefur ítrekað leitað til starfsmannalista Fox við mótun ríkisstjórnar sinnar og tilnefningu embættismanna. Að minnsta kosti tuttugu núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Fox hafa tekið sér störf innan ríkisstjórnar Trumps. Einn þeirra er Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Þá eru á meðal þeirra þrír núverandi starfsmenn sem sinna bæði opinberum störfum og störfum fyrir Fox.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira