Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2025 10:14 Donald Trump og Jeanine Pirro. Forsetinn hefur gert þáttastjórnandann að ríkissaksóknara í Washington DC. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði í gær sjónvarpskonuna Jeanine Pirro, þáttastjórnanda hjá Fox News, í embætti ríkissaksóknara í alríkisumdæminu Washington DC, sem starfandi ríkissaksóknara. Hún mun leysa af hólmi Ed Martin, sem setið hefur í embætti frá því hann var tilnefndur fyrir um fimmtán vikum. Ljóst varð í vikunni að tilnefning Martin yrði ekki samþykkt úr nefnd í öldungadeildinni. Thom Tillis, Repúblikani í nefndinni, sagðist ekki geta stutt tilnefningu hans og þá meðal annars vegna tengsla hans við fólk sem tók þátt í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. Pirro, sem er 73 ára gömul, starfaði á árum áður sem saksóknari og dómari í New York. Undanfarin ár hefur hún þó starfað hjá Fox, þar sem hún hefur meðal annars dreift lygum um að Trump hafi verið rændur sigri með svindli í forsetakosningunum 2020. Yfirlýsingar hennar í sjónvarpi voru sönnunargögn í málaferlum Dominion Voting Systems gegn Fox. Þau leiddu til þess að Fox greiddi Dominion 107 milljarða króna í sáttargreiðslu til að komast hjá réttarhöldum. Pirrro er einnig verjandi í máli Smartmatic, annars kosningavélafyrirtækis, sem höfðað hefur mál gegn Fox og starfsmönnum miðilsins vegna ummæla tengdra kosningunum 2020. Þau réttarhöld eiga að hefjast í New York á þessu ári, samkvæmt frétt Washington Post. Með því að skipa Pirro sem starfandi ríkissaksóknara virðist Trump ætla að reyna að komast hjá því að öldungadeildin þurfi að koma að ráðningaferlinu. Í frétt New York Times segir líklegt að skipunin muni fara fyrir dómstóla. Ef dómstólar kæmust svo að þeirri niðurstöðu að Trump mætti ekki skipan hana í embætti með þessum hætti, og það ferli gæti tekið marga mánuði, kæmi það verulega niður á öllum málum sem hefðu verið til rannsóknar hjá embættinu á því tímabili. Stærsta slíka embætti Bandaríkjanna Trump opinberaði ákvörðun sína á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í gærkvöldi, en þar sagði hann Pirro einstaklega hæfa í starfið. Hún væri í sérflokki. Martin, sem Trump tilnefndi áður í embætti ríkissaksóknarar DC, verður samkvæmt Trump í staðinn yfirmaður sérstaks hóps í dómsmálaráðuneytinu sem rannsaka á misbeitingu valds innan dómskerfisins í forsetatíð Joes Biden. Embætti ríkissaksóknara Washington DC er stærsta slíka embætti Bandaríkjanna og undir það heyra rúmlega 350 saksóknarar. Embættið hefur fordæmalaust svið til að lögsækja fólk fyrir bæði brot á alríkislögum og brot á lögum DC. Embættið rannsakar einnig spillingu embættis- og stjórnmálamanna, auk mála sem snúa að þjóðaröryggi. Pirro hefur þegar sagt upp hjá Fox News, þar sem hún hefur starfað frá 2006, eftir misheppnað framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump hefur ítrekað leitað til starfsmannalista Fox við mótun ríkisstjórnar sinnar og tilnefningu embættismanna. Að minnsta kosti tuttugu núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Fox hafa tekið sér störf innan ríkisstjórnar Trumps. Einn þeirra er Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Þá eru á meðal þeirra þrír núverandi starfsmenn sem sinna bæði opinberum störfum og störfum fyrir Fox. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Ljóst varð í vikunni að tilnefning Martin yrði ekki samþykkt úr nefnd í öldungadeildinni. Thom Tillis, Repúblikani í nefndinni, sagðist ekki geta stutt tilnefningu hans og þá meðal annars vegna tengsla hans við fólk sem tók þátt í árásinni á þinghúsið 6. janúar 2021. Pirro, sem er 73 ára gömul, starfaði á árum áður sem saksóknari og dómari í New York. Undanfarin ár hefur hún þó starfað hjá Fox, þar sem hún hefur meðal annars dreift lygum um að Trump hafi verið rændur sigri með svindli í forsetakosningunum 2020. Yfirlýsingar hennar í sjónvarpi voru sönnunargögn í málaferlum Dominion Voting Systems gegn Fox. Þau leiddu til þess að Fox greiddi Dominion 107 milljarða króna í sáttargreiðslu til að komast hjá réttarhöldum. Pirrro er einnig verjandi í máli Smartmatic, annars kosningavélafyrirtækis, sem höfðað hefur mál gegn Fox og starfsmönnum miðilsins vegna ummæla tengdra kosningunum 2020. Þau réttarhöld eiga að hefjast í New York á þessu ári, samkvæmt frétt Washington Post. Með því að skipa Pirro sem starfandi ríkissaksóknara virðist Trump ætla að reyna að komast hjá því að öldungadeildin þurfi að koma að ráðningaferlinu. Í frétt New York Times segir líklegt að skipunin muni fara fyrir dómstóla. Ef dómstólar kæmust svo að þeirri niðurstöðu að Trump mætti ekki skipan hana í embætti með þessum hætti, og það ferli gæti tekið marga mánuði, kæmi það verulega niður á öllum málum sem hefðu verið til rannsóknar hjá embættinu á því tímabili. Stærsta slíka embætti Bandaríkjanna Trump opinberaði ákvörðun sína á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli í gærkvöldi, en þar sagði hann Pirro einstaklega hæfa í starfið. Hún væri í sérflokki. Martin, sem Trump tilnefndi áður í embætti ríkissaksóknarar DC, verður samkvæmt Trump í staðinn yfirmaður sérstaks hóps í dómsmálaráðuneytinu sem rannsaka á misbeitingu valds innan dómskerfisins í forsetatíð Joes Biden. Embætti ríkissaksóknara Washington DC er stærsta slíka embætti Bandaríkjanna og undir það heyra rúmlega 350 saksóknarar. Embættið hefur fordæmalaust svið til að lögsækja fólk fyrir bæði brot á alríkislögum og brot á lögum DC. Embættið rannsakar einnig spillingu embættis- og stjórnmálamanna, auk mála sem snúa að þjóðaröryggi. Pirro hefur þegar sagt upp hjá Fox News, þar sem hún hefur starfað frá 2006, eftir misheppnað framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Trump hefur ítrekað leitað til starfsmannalista Fox við mótun ríkisstjórnar sinnar og tilnefningu embættismanna. Að minnsta kosti tuttugu núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Fox hafa tekið sér störf innan ríkisstjórnar Trumps. Einn þeirra er Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. Sjá einnig: Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Þá eru á meðal þeirra þrír núverandi starfsmenn sem sinna bæði opinberum störfum og störfum fyrir Fox.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira