Erlent

Fox greiðir Dominion 107 milljarða vegna lyga um kosningasvindl

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá starfsstöðvum Fox í New York.
Frá starfsstöðvum Fox í New York. AP/Mark Lennihan

Fyrirtækið Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hefur komist að samkomulagi við sjónvarpsstöðina Fox um greiðslu skaðabóta vegna ósanninda sem haldið var fram á sjónvarpsstöðinni um búnað fyrirtækisins eftir forsetakosningarnar 2020. Fox féllst á að greiða Dominion 787 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, sem nemur um 107 milljörðum íslenskra króna.

Frá þessu er greint á vef Guardian. Dominion hafði stefnt sjónvarpsstöðinni og til stóð að taka málið fyrir í vikunni. Því var hins vegar frestað vegna sáttaumleitana. Fram kom að forsvarsmenn Fox hygðust binda enda á málið með því að semja við Dominion. 

Dominion krafði Fox um 1,6 milljarð bandaríkjadala þar sem þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar hafi vísvitandi haldið frammi ósannindum um búnað fyrirtækisins, sem var notaður í forsetakosningunum 2020.

Umfjöllun Fox tengdist ósönnum staðhæfingum Donald Trump um að kosningunum hefði verið „stolið“. Sjónvarpsstöðin hefur gengist við því að hafa sagt ósatt. 

„Með sáttinni fæst réttlæti og ábyrgð.  Lygum fylgja afleiðingar. Sannleikurinn þekkir rautt eða blátt,“ sagði lögfræðingur Dominion við fréttamenn nú í kvöld. 


Tengdar fréttir

Murdoch viðurkennir að ýtt hafi verið undir lygar um kosningarnar

Rupert Murdoch, ástralski auðjöfurinn sem á og rekur fjölmiðla um heiminn allan, viðurkenndi við vitnaleiðslur að þáttastjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar Fox News, þeirrar vinsælustu í Bandaríkjunum, ýttu undir lygar Donalds Trump, fyrrverandi forseta um kosningarnar 2020. Murdoch viðurkenndi einnig að hafa ekki reynt að grípa inn í.

Carlson sagðist hata Trump út af lífinu

Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, sem er einn af stærstu stjörnum Fox News í Bandaríkjunum, hefur nokkrum sinnum talað illa um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við vini sína og samstarfsmenn. Í eitt sinn sagðist Carlson hata Trump út af lífinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×