Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 11:02 Það styttist óðum í fyrsta leik Grindvíkinga í Grindavík síðan árið 2023. Vísir/Aron Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár. Þetta kom fram á samráðs- og upplýsingafundi í Grindavík á mánudaginn þar sem mættir voru fulltrúar Grindavíkurbæjar, UMFG, KSÍ, Íslensks toppfótbolta, slökkviliðs og lögreglu auk öryggisstjóra vettvangsstjórnar í Grindavík og jarðfræðinga frá Eflu og ÍSOR. Um þetta er fjallað á vef Grindavíkurbæjar þar sem segir að nýjustu gögn og niðurstöður jarðsjármælinga sýni að ekkert bendi til hættu á yfirborði Grindavíkurvallar (eða Stakkavíkurvallar eins og hann er nú nefndur eftir styrktaraðila). Jarðfræðingar staðfesti að berggrunnur á svæðinu sé öruggur og að búið sé að grípa til viðeigandi öryggisráðstafana þar sem sprungur nálgist íþróttasvæðið. Karla- og kvennalið Grindavíkur léku heimaleiki sína á síðustu leiktíð í Safamýri, á svæði Víkings í Reykjavík, vegna eldgosanna á Reykjanesskaga. Kvennaliðið hefur nú sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ en snemma var stefnan sett á að karlaliðið myndi spila sína heimaleiki í Grindavík. Um það fjallaði Vísir strax í febrúar. Öll mannvirki sem tengjast knattspyrnuvellinum, það er að segja búningsklefar og áhorfendastúka, hafa verið metin örugg til notkunar sem og völlurinn sjálfur. Engar skemmdir voru sjáanlegar við skoðun 30. apríl og engin merki um hreyfingar. Knattspyrnudeild UMFG hefur svo unnið ítarlega rýmingaráætlun, sem lögð hefur verið fyrir viðeigandi viðbragðsaðila, svo að hægt sé að rýma svæðið fljótt ef þess gerist þörf. Fram kemur á vef Grindavíkurbæjar að öll svæði í bænum sem metin hafi verið hættuleg hafi verið girt af með tveggja metra háum girðingum og merkt með skiltum sem banni umferð. Búið sé að gera við fjölmargar sprungur innan bæjarins á undanförnum mánuðum og svæði í bænum staðist umfangsmiklar álagsprófanir. Grindvíkingar hvetja gesti til að koma í heimsókn og minna á að bærinn hafi verið opinn almenningi frá 21. október í fyrra. Þá er þess getið að ef breyting verði á hættustigi verði staða Grindavíkurvallar þegar í stað endurmetin í samstarfi við sérfræðinga. Haldið var upp á 90 ára afmæli UMFG í síðustu viku og voru íþróttamannvirki félagsins þá opnuð almenningi í fyrsta sinn frá því að bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023. Gleðin skein úr hverju andliti í íþróttasalnum og á sama tíma var fótboltaæfing í gangi á Grindavíkurvelli og sundlaugin full af fólki. Nú þegar ljóst er að Grindavík mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í fótbolta í Grindavík í sumar er svo næsta skref mögulega að körfuboltalið félagsins spili sína heimaleiki einnig í Grindavík á næstu leiktíð. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í síðustu viku. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Þetta kom fram á samráðs- og upplýsingafundi í Grindavík á mánudaginn þar sem mættir voru fulltrúar Grindavíkurbæjar, UMFG, KSÍ, Íslensks toppfótbolta, slökkviliðs og lögreglu auk öryggisstjóra vettvangsstjórnar í Grindavík og jarðfræðinga frá Eflu og ÍSOR. Um þetta er fjallað á vef Grindavíkurbæjar þar sem segir að nýjustu gögn og niðurstöður jarðsjármælinga sýni að ekkert bendi til hættu á yfirborði Grindavíkurvallar (eða Stakkavíkurvallar eins og hann er nú nefndur eftir styrktaraðila). Jarðfræðingar staðfesti að berggrunnur á svæðinu sé öruggur og að búið sé að grípa til viðeigandi öryggisráðstafana þar sem sprungur nálgist íþróttasvæðið. Karla- og kvennalið Grindavíkur léku heimaleiki sína á síðustu leiktíð í Safamýri, á svæði Víkings í Reykjavík, vegna eldgosanna á Reykjanesskaga. Kvennaliðið hefur nú sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ en snemma var stefnan sett á að karlaliðið myndi spila sína heimaleiki í Grindavík. Um það fjallaði Vísir strax í febrúar. Öll mannvirki sem tengjast knattspyrnuvellinum, það er að segja búningsklefar og áhorfendastúka, hafa verið metin örugg til notkunar sem og völlurinn sjálfur. Engar skemmdir voru sjáanlegar við skoðun 30. apríl og engin merki um hreyfingar. Knattspyrnudeild UMFG hefur svo unnið ítarlega rýmingaráætlun, sem lögð hefur verið fyrir viðeigandi viðbragðsaðila, svo að hægt sé að rýma svæðið fljótt ef þess gerist þörf. Fram kemur á vef Grindavíkurbæjar að öll svæði í bænum sem metin hafi verið hættuleg hafi verið girt af með tveggja metra háum girðingum og merkt með skiltum sem banni umferð. Búið sé að gera við fjölmargar sprungur innan bæjarins á undanförnum mánuðum og svæði í bænum staðist umfangsmiklar álagsprófanir. Grindvíkingar hvetja gesti til að koma í heimsókn og minna á að bærinn hafi verið opinn almenningi frá 21. október í fyrra. Þá er þess getið að ef breyting verði á hættustigi verði staða Grindavíkurvallar þegar í stað endurmetin í samstarfi við sérfræðinga. Haldið var upp á 90 ára afmæli UMFG í síðustu viku og voru íþróttamannvirki félagsins þá opnuð almenningi í fyrsta sinn frá því að bærinn var rýmdur 10. nóvember 2023. Gleðin skein úr hverju andliti í íþróttasalnum og á sama tíma var fótboltaæfing í gangi á Grindavíkurvelli og sundlaugin full af fólki. Nú þegar ljóst er að Grindavík mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í fótbolta í Grindavík í sumar er svo næsta skref mögulega að körfuboltalið félagsins spili sína heimaleiki einnig í Grindavík á næstu leiktíð. „Við tökum þetta í smáskömmtum. Fótboltinn tekur af skarið og verður með alla heimaleiki hérna í sumar og svo stefnum við á að karfan spili alla vega einhverja leiki hérna í haust, þegar nýtt tímabil byrjar. Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur,“ sagði Klara Bjarnadóttir, formaður UMFG, við Stöð 2 í síðustu viku.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira