Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Aron Guðmundsson skrifar 8. maí 2025 08:00 Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Breiðabliks, hefur þurft að takast á við alls konar áskoranir á undanförnum mánuðum. Hann sneri aftur inn á knattspyrnuvöllinn gegn KR á dögunum með miklum hvelli. Vísir/Bjarni Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga Kristinssonar, leikmanns Breiðabliks, yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Lífsreynslan opnaði augu hans og nú er Kristófer mættur aftur inn á völlinn og það með miklu látum. Hinn 26 ára gamli Kristófer, sem á að baki feril úti í atvinnumennsku sem og með yngri landsliðum Íslands, var hluti af Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á síðasta tímabili og fljótlega eftir það var ákveðið að hann færi í aðgerð vegna kvilla í ökkla sem hafði verið að plaga hann. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli á hægri ökkla í þónokkurn tíma og átti að fara í aðgerð fyrir síðasta tímabil en þá kom í ljós að það myndi taka lengri tíma að jafna sig á því en við vonuðumst. Ég ákvað því að bíða með það og fara í þá aðgerð eftir síðasta tímabil. Ég varð svo fyrir því óláni að meiðast um mitt síðasta tímabil en auðvitað endaði það síðan vel, með Íslandsmeistaratitli. Á vinstri ökkla var svo verið að fjarlægja bein í hælnum sem hafði verið að trufla mig. En báðar þessar aðgerðir voru frekar litlar sem ég átti í raun bara að vera einhverja þrjá til fjóra mánuði að jafna mig á. Planið var að ég myndi verða tilbúinn fyrir undirbúningstímabilið.“ Klippa: Kristófer Ingi Kristinsson: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ En það varð ekki raunin. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði.“ Fólk deyr ef sýkingin nær að dreifa sér nógu mikið Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer segir að eftir áhyggja hafi það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu. Þarna er um að ræða streptókokka sýkingu sem að í raun étur allt upp, vefi og annað og dreifir sér um líkamann og getur í raun endað með því að fólk deyr ef sýkingin nær að dreifa sér nógu mikið áður en sýklalyf eru gefin. Þá getur fólk misst útlimi og annað á því svæði sem er sýkt. Sem betur fer fór ég tímanlega upp á spítala og er mjög þakklátur öllum læknum og þeim sem að spítalanum stóðu varðandi meðferð mína fyrir skjót viðbrögð. Þegar að ég mætti upp á spítala var ég búinn að vera veikur í þrjá daga og í raun hugsaði ekkert út í það. Ég mætti í sjúkraþjálfun hjá Særúnu sjúkraþjálfara sem hugsar um okkur leikmennina hér hjá Breiðabliki og hún tók eftir því, því mér var búið að vera illt í ökklanum og gat ekki stigið í hann, að það var byrjuð að myndast svona lína sem hafði verið að teygja sig hærra og hærra og þá var kominn roði í kringum ökklann. Ég var í raun með öll þessi einkenni sem fylgja týpískri sýkingu og hún sendir mig upp á spítala sem betur fer. Þangað mætti ég, fékk frábæra þjónustu og mjög skjót viðbrögð frá öllum þarna í kring. Tekin voru sýni til að athuga hvað væri í gangi. „Sýkingin hafði verið komin að liðnum og þegar að hún nær að dreifa sér þar er í raun erfitt að losa sig við hana. Þetta hefur það í för með sér að sýkingin eyðileggur allt þarna í kring. Hefði sýkingin náð að dreifa sér eitthvað meira þar þá hefði ég mjög ólíklega geta spilað eða verið með á háu gæðastigi í fótbolta eða spilað fótbolta yfir höfuð þar sem að ökklinn hefði verið krónískt skemmdur. Ef sýkingin hefði svo náð að dreifa sér enn lengra þá endar það með því að það hefði þurft að taka löppina af. Það munaði mjög litlu að þetta hefði geta farið í þá átt. Ég veit ekki hver tímaramminn er en þetta var í raun búið að dreifa sér það langt að það munaði mjög litlu að maður hefði þurft að hætta í fótbolta.“ Algjört kraftaverk Nú þegar að hann er fróðari um ýmislegt varðandi blóðsýkingar telur Kristófer sig afar heppinn mann. „Auðvitað er maður ungur og kannski minni líkur á því að eitthvað gerist varðandi svona blóðsýkingar þegar að fólk er ungt en það er auðvitað bara stórhættulegt að lenda í svona og ef það er ekki gripið rétt inn í þá getur fólk bara hreinlega dáið. Horfandi til baka þá er maður bara virkilega þakklátur að nú sé kominn maí mánuður og maður er strax kominn aftur út á fótboltavöllinn. Það er í raun bara algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr en þetta.“ Í gegnum þetta ferli segist Kristófer hafa verið óvenju jákvæður. „Maður áttar sig kannski meira á því þegar að maður lítur til baka hversu erfitt þetta hefði geta verið hefði hugarfarið verið öðruvísi. En mér finnst ég hafa tæklað þetta á mjög góðan hátt og er þakklátur öllum þeim sem studdu mig í gegnum þetta ferli. Ég fann fyrir miklum stuðningi frá Breiðabliki, fjölskyldu og vinum. Í raun var hugsunin alltaf á þá leið að allt myndi fara vel. Ef maður nær einhvern veginn að detta ekki í þetta neikvæða og hugsa hvað ef þetta eða hitt gerist þá nær maður einhvern veginn að halda ágætri andlegri líðan. Ég held að það hafi hjálpað með þetta ferli. Ég vissi auðvitað ekki hvenær að ég myndi koma til baka í fótbolta, það er oft erfitt að segja til um það þegar að um svona blóðsýkingar er að ræða. Það er ekki algengt að lenda í þessu og bæði læknar og sjúkraþjálfarar gátu í raun ekki sagt mér nákvæmlega ég myndi snúa til baka á völlinn eða hvað myndi gerast. Þetta snerist um að taka þetta dag frá degi og sjá hvernig ég myndi vera. Sem betur fer var mikill bati og maður ná fullum bata. Það er mikilvægast í þessu.“ Hefur æft eins og brjálæðingur Hans undirbúningstímabil var ólíkt undirbúningstímabili annarra leikmanna. „Eftir að ég greindist með blóðsýkinguna tók við spítalavist þar sem að ég þurfti að fara á ákveðinn sýklalyfs kúr. Maður var orkulaus og mátti í raun ekki gera neitt. Ég gat ekki labbað í einhverjar vikur og svo var maður bara að reyna ná orkunni aftur. Byrja náttúrulega bara á því að mæta aftur á æfingasvæðið og hitta strákana, ég lyfti mikið á þessum tíma og í æfingarferð liðsins núna í mars var ég kominn aftur á fætur, gat byrjað að hlaupa aðeins og hef núna verið á fullu síðustu tvo mánuði. Hef æft eins og brjálæðingur. Auðvitað var þetta allt öðruvísi undirbúningstímabil heldur en flestir eru búnir að upplifa en ég hef bara tekið þetta dag frá degi. Er kominn aftur inn á völlinn núna og við tekur að byggja sig upp til þess að geta spilað fleiri mínútur.“ Það var svo á mánudaginn síðastliðinn sem hann sneri aftur í leikmannahóp Breiðabliks fyrir leik í Bestu deildinni gegn KR. „Þetta var svolítið fljótt að gerast hjá mér. Ég var búinn að vera æfa með liðinu, taka nokkrar æfingar og við vorum í raun ekki búin að plana nákvæmlega ég kæmi til baka. Það leit í raun allt vel út og með því fékk ég grænt ljós á að vera með í leikmannahópnum og auðvitað var það stór stund fyrir mig eftir öll þessi erfiði að geta verið aftur í hóp. Kristófer Ingi komst í færin gegn KRVísir / Diego Vissi að hann myndi skora Leikurinn var hin mesta skemmtun, frábær auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu. Breiðablik komst tveimur mörkum yfir en leiknum lauk með 3-3 jafntefli. Kristófer kom inn á þegar að aðeins nokkrar mínútur eftir lifðu leiks, og það af miklum krafti. „Auðvitað var ömurlegt að missa forystuna í leiknum, mjög skemmtilegum leik, en það var kallað í mig þegar að einhverjar mínútur voru eftir. Það var svo lítið eftir af leiknum og maður fer einhvern veginn ekki í ofhugsun. Maður ætlar bara að mæta, þetta er fótboltinn sem að maður þekkir og í raun snerist þetta númer eitt, tvö og þrjú um að vera með jákvætt hugarfar. Maður nær að halda haus þrátt fyrir að hafa ekki spilað lengi og auðvitað var frábært að ná að jafna leikinn alveg undir lokin.“ Hann skoraði dramatískt jöfnunarmark þegar komið var fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma, staðan 3-3 og þannig endaði leikurinn. „Auðvitað var bara mjög gaman að geta hjálpað liðinu. Ég samt einhvern veginn vissi að ég myndi skora í þessum leik og ég var búinn að segja það við alla mína nánustu að ég fyndi það á mér að ég væri að fara skora í þessum leik. Eftir leik fer maður að líta til baka, sjá allt ferlið á bak við þetta. Maður spilar nokkrar mínútur, ætlar sér lengra og nóg eftir af tímabilinu en ég hugsaði til baka. Maður verður að vera þakklátur fyrir það sem að maður hefur og það er eiginlega fáránlegt hvað maður tekur öllu sem sjálfsögðum hlut. Hvort sem það tengist fótboltanum eða lífinu sjálfu. Sérstaklega ef maður missir af einhverju og upplifir að vera ekki viss um það hvort maður geti verið í fótbolta aftur eða haldi heilsu. Þetta opnaðu augu manns og maður er í raun bara fyrst og fremst þakklátur fyrir að geta verið í fótbolta. Það er ekki sjálfsagður hlutur heldur, hvað þá að spila fyrir félag eins og Breiðablik. Bara mikið þakklæti fyrir það.“ Kristófer Ingi fagnar marki sínu gegn KR í dögunum. Vísir/Jón Gautur Hvernig horfir framhaldið á tímabilinu við þér? „Mér finnst við vera með rosalega öflugan hóp, við ætlum okkur klárlega að reyna að vinna allt sem að við getum unnið, svo erum við með Evrópukeppni og allt undir. Þetta er rosalega spennandi tímabil, ég hlakka rosalega til að geta komist aftur inn á völlinn og hjálpað liðinu meira. Auðvitað vonast maður til að ná öðrum titli og ná sem lengst sem lið. Rosalega spenntur, sérstaklega eftir að hafa séð hversu stutt á milli getur verið í þessu.“ Mikilvægt að lifa í núinu En það er ekki hjá því komist að sjá hversu mikil áhrif þessi lífsreynsla hefur haft á Kristófer þegar að hann segir manni frá síðustu mánuðum í sínu lífi. „Það er nefnilega stóra samhengið sem er númer eitt, tvö og þrjú í þessu. Fjölskyldan og allt sem því tengist, svo er fótboltinn náttúrulega. Það er líf eftir fótboltann en það eru rosalega mikil forréttindi að geta verið partur af þessu. Svo, sérstaklega verandi í mikilli samkeppni og öðru, verður fólk vonsvikið og maður vill alltaf meira og meira en svo er mikilvægt að njóta stundarinnar þó svo að maður vilji alltaf meira og meira. Það þýðir ekki alltaf að hugsa með sér hvað maður vilji á morgun og hinn, það er rosalega hollt og mikilvægt að lifa í núinu og njóta þar sem að maður er.“ Viðtalið við Kristófer í heild sinni má sjá hér ofarlega í fréttinni. Viðtalið í hlaðvarpsformi er svo hægt að finna hér fyrir neðan. Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Kristófer, sem á að baki feril úti í atvinnumennsku sem og með yngri landsliðum Íslands, var hluti af Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á síðasta tímabili og fljótlega eftir það var ákveðið að hann færi í aðgerð vegna kvilla í ökkla sem hafði verið að plaga hann. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli á hægri ökkla í þónokkurn tíma og átti að fara í aðgerð fyrir síðasta tímabil en þá kom í ljós að það myndi taka lengri tíma að jafna sig á því en við vonuðumst. Ég ákvað því að bíða með það og fara í þá aðgerð eftir síðasta tímabil. Ég varð svo fyrir því óláni að meiðast um mitt síðasta tímabil en auðvitað endaði það síðan vel, með Íslandsmeistaratitli. Á vinstri ökkla var svo verið að fjarlægja bein í hælnum sem hafði verið að trufla mig. En báðar þessar aðgerðir voru frekar litlar sem ég átti í raun bara að vera einhverja þrjá til fjóra mánuði að jafna mig á. Planið var að ég myndi verða tilbúinn fyrir undirbúningstímabilið.“ Klippa: Kristófer Ingi Kristinsson: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ En það varð ekki raunin. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði.“ Fólk deyr ef sýkingin nær að dreifa sér nógu mikið Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer segir að eftir áhyggja hafi það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu. Þarna er um að ræða streptókokka sýkingu sem að í raun étur allt upp, vefi og annað og dreifir sér um líkamann og getur í raun endað með því að fólk deyr ef sýkingin nær að dreifa sér nógu mikið áður en sýklalyf eru gefin. Þá getur fólk misst útlimi og annað á því svæði sem er sýkt. Sem betur fer fór ég tímanlega upp á spítala og er mjög þakklátur öllum læknum og þeim sem að spítalanum stóðu varðandi meðferð mína fyrir skjót viðbrögð. Þegar að ég mætti upp á spítala var ég búinn að vera veikur í þrjá daga og í raun hugsaði ekkert út í það. Ég mætti í sjúkraþjálfun hjá Særúnu sjúkraþjálfara sem hugsar um okkur leikmennina hér hjá Breiðabliki og hún tók eftir því, því mér var búið að vera illt í ökklanum og gat ekki stigið í hann, að það var byrjuð að myndast svona lína sem hafði verið að teygja sig hærra og hærra og þá var kominn roði í kringum ökklann. Ég var í raun með öll þessi einkenni sem fylgja týpískri sýkingu og hún sendir mig upp á spítala sem betur fer. Þangað mætti ég, fékk frábæra þjónustu og mjög skjót viðbrögð frá öllum þarna í kring. Tekin voru sýni til að athuga hvað væri í gangi. „Sýkingin hafði verið komin að liðnum og þegar að hún nær að dreifa sér þar er í raun erfitt að losa sig við hana. Þetta hefur það í för með sér að sýkingin eyðileggur allt þarna í kring. Hefði sýkingin náð að dreifa sér eitthvað meira þar þá hefði ég mjög ólíklega geta spilað eða verið með á háu gæðastigi í fótbolta eða spilað fótbolta yfir höfuð þar sem að ökklinn hefði verið krónískt skemmdur. Ef sýkingin hefði svo náð að dreifa sér enn lengra þá endar það með því að það hefði þurft að taka löppina af. Það munaði mjög litlu að þetta hefði geta farið í þá átt. Ég veit ekki hver tímaramminn er en þetta var í raun búið að dreifa sér það langt að það munaði mjög litlu að maður hefði þurft að hætta í fótbolta.“ Algjört kraftaverk Nú þegar að hann er fróðari um ýmislegt varðandi blóðsýkingar telur Kristófer sig afar heppinn mann. „Auðvitað er maður ungur og kannski minni líkur á því að eitthvað gerist varðandi svona blóðsýkingar þegar að fólk er ungt en það er auðvitað bara stórhættulegt að lenda í svona og ef það er ekki gripið rétt inn í þá getur fólk bara hreinlega dáið. Horfandi til baka þá er maður bara virkilega þakklátur að nú sé kominn maí mánuður og maður er strax kominn aftur út á fótboltavöllinn. Það er í raun bara algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr en þetta.“ Í gegnum þetta ferli segist Kristófer hafa verið óvenju jákvæður. „Maður áttar sig kannski meira á því þegar að maður lítur til baka hversu erfitt þetta hefði geta verið hefði hugarfarið verið öðruvísi. En mér finnst ég hafa tæklað þetta á mjög góðan hátt og er þakklátur öllum þeim sem studdu mig í gegnum þetta ferli. Ég fann fyrir miklum stuðningi frá Breiðabliki, fjölskyldu og vinum. Í raun var hugsunin alltaf á þá leið að allt myndi fara vel. Ef maður nær einhvern veginn að detta ekki í þetta neikvæða og hugsa hvað ef þetta eða hitt gerist þá nær maður einhvern veginn að halda ágætri andlegri líðan. Ég held að það hafi hjálpað með þetta ferli. Ég vissi auðvitað ekki hvenær að ég myndi koma til baka í fótbolta, það er oft erfitt að segja til um það þegar að um svona blóðsýkingar er að ræða. Það er ekki algengt að lenda í þessu og bæði læknar og sjúkraþjálfarar gátu í raun ekki sagt mér nákvæmlega ég myndi snúa til baka á völlinn eða hvað myndi gerast. Þetta snerist um að taka þetta dag frá degi og sjá hvernig ég myndi vera. Sem betur fer var mikill bati og maður ná fullum bata. Það er mikilvægast í þessu.“ Hefur æft eins og brjálæðingur Hans undirbúningstímabil var ólíkt undirbúningstímabili annarra leikmanna. „Eftir að ég greindist með blóðsýkinguna tók við spítalavist þar sem að ég þurfti að fara á ákveðinn sýklalyfs kúr. Maður var orkulaus og mátti í raun ekki gera neitt. Ég gat ekki labbað í einhverjar vikur og svo var maður bara að reyna ná orkunni aftur. Byrja náttúrulega bara á því að mæta aftur á æfingasvæðið og hitta strákana, ég lyfti mikið á þessum tíma og í æfingarferð liðsins núna í mars var ég kominn aftur á fætur, gat byrjað að hlaupa aðeins og hef núna verið á fullu síðustu tvo mánuði. Hef æft eins og brjálæðingur. Auðvitað var þetta allt öðruvísi undirbúningstímabil heldur en flestir eru búnir að upplifa en ég hef bara tekið þetta dag frá degi. Er kominn aftur inn á völlinn núna og við tekur að byggja sig upp til þess að geta spilað fleiri mínútur.“ Það var svo á mánudaginn síðastliðinn sem hann sneri aftur í leikmannahóp Breiðabliks fyrir leik í Bestu deildinni gegn KR. „Þetta var svolítið fljótt að gerast hjá mér. Ég var búinn að vera æfa með liðinu, taka nokkrar æfingar og við vorum í raun ekki búin að plana nákvæmlega ég kæmi til baka. Það leit í raun allt vel út og með því fékk ég grænt ljós á að vera með í leikmannahópnum og auðvitað var það stór stund fyrir mig eftir öll þessi erfiði að geta verið aftur í hóp. Kristófer Ingi komst í færin gegn KRVísir / Diego Vissi að hann myndi skora Leikurinn var hin mesta skemmtun, frábær auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu. Breiðablik komst tveimur mörkum yfir en leiknum lauk með 3-3 jafntefli. Kristófer kom inn á þegar að aðeins nokkrar mínútur eftir lifðu leiks, og það af miklum krafti. „Auðvitað var ömurlegt að missa forystuna í leiknum, mjög skemmtilegum leik, en það var kallað í mig þegar að einhverjar mínútur voru eftir. Það var svo lítið eftir af leiknum og maður fer einhvern veginn ekki í ofhugsun. Maður ætlar bara að mæta, þetta er fótboltinn sem að maður þekkir og í raun snerist þetta númer eitt, tvö og þrjú um að vera með jákvætt hugarfar. Maður nær að halda haus þrátt fyrir að hafa ekki spilað lengi og auðvitað var frábært að ná að jafna leikinn alveg undir lokin.“ Hann skoraði dramatískt jöfnunarmark þegar komið var fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma, staðan 3-3 og þannig endaði leikurinn. „Auðvitað var bara mjög gaman að geta hjálpað liðinu. Ég samt einhvern veginn vissi að ég myndi skora í þessum leik og ég var búinn að segja það við alla mína nánustu að ég fyndi það á mér að ég væri að fara skora í þessum leik. Eftir leik fer maður að líta til baka, sjá allt ferlið á bak við þetta. Maður spilar nokkrar mínútur, ætlar sér lengra og nóg eftir af tímabilinu en ég hugsaði til baka. Maður verður að vera þakklátur fyrir það sem að maður hefur og það er eiginlega fáránlegt hvað maður tekur öllu sem sjálfsögðum hlut. Hvort sem það tengist fótboltanum eða lífinu sjálfu. Sérstaklega ef maður missir af einhverju og upplifir að vera ekki viss um það hvort maður geti verið í fótbolta aftur eða haldi heilsu. Þetta opnaðu augu manns og maður er í raun bara fyrst og fremst þakklátur fyrir að geta verið í fótbolta. Það er ekki sjálfsagður hlutur heldur, hvað þá að spila fyrir félag eins og Breiðablik. Bara mikið þakklæti fyrir það.“ Kristófer Ingi fagnar marki sínu gegn KR í dögunum. Vísir/Jón Gautur Hvernig horfir framhaldið á tímabilinu við þér? „Mér finnst við vera með rosalega öflugan hóp, við ætlum okkur klárlega að reyna að vinna allt sem að við getum unnið, svo erum við með Evrópukeppni og allt undir. Þetta er rosalega spennandi tímabil, ég hlakka rosalega til að geta komist aftur inn á völlinn og hjálpað liðinu meira. Auðvitað vonast maður til að ná öðrum titli og ná sem lengst sem lið. Rosalega spenntur, sérstaklega eftir að hafa séð hversu stutt á milli getur verið í þessu.“ Mikilvægt að lifa í núinu En það er ekki hjá því komist að sjá hversu mikil áhrif þessi lífsreynsla hefur haft á Kristófer þegar að hann segir manni frá síðustu mánuðum í sínu lífi. „Það er nefnilega stóra samhengið sem er númer eitt, tvö og þrjú í þessu. Fjölskyldan og allt sem því tengist, svo er fótboltinn náttúrulega. Það er líf eftir fótboltann en það eru rosalega mikil forréttindi að geta verið partur af þessu. Svo, sérstaklega verandi í mikilli samkeppni og öðru, verður fólk vonsvikið og maður vill alltaf meira og meira en svo er mikilvægt að njóta stundarinnar þó svo að maður vilji alltaf meira og meira. Það þýðir ekki alltaf að hugsa með sér hvað maður vilji á morgun og hinn, það er rosalega hollt og mikilvægt að lifa í núinu og njóta þar sem að maður er.“ Viðtalið við Kristófer í heild sinni má sjá hér ofarlega í fréttinni. Viðtalið í hlaðvarpsformi er svo hægt að finna hér fyrir neðan.
Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn