Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2025 06:25 Brak úr indverskri herþotu í indverska hluta Kasmír-héraðs. Mögulega er um að ræða eldsneytistank sem hannaður er til að losna af þotum. AP/Dar Yasin Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. Pakistanar segja að 31 óbreyttur borgari hafi fallið í árásum Indverja. Þeim hafi verið svarað með stórskotaliðsárásum en pakistanskur herforingi segir þær hafa beinst að nokkrum indverskum varðstöðvum við landamæri ríkjanna. Yfirvöld á Indlandi segja að tíu óbreyttir borgarar hafi fallið í þessum árásum Pakistana í indverska hluta Kasmír-héraðs. Sjá einnig: Indland gerir árás á Pakistan Indverjar hafa ekki viðurkennt að fimm herþotur þeirra hafi verið skotnar niður en fregnir hafa þó borist af því að að minnsta kosti þrjár þotur hafi hrapað í Indlandi frá því átökin hófust í gær. Pakistanar segja að af þessum fimm þotum séu þrjár Rafale-herþotur sem Indverjar keyptu frá Frakklandi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, lýsti árásunum á Pakistan í gær sem fyrirbyggjandi. Þær voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn, sem Indverjar segja studda af yfirvöldum í Pakistan, myrtu 26 ferðamenn í Kasmír-héraði. Síðan þá hefur spennan aukist töluvert milli ríkjanna tveggja. Misri segir Indverja hafa upplýsingar um nýjar árásir og því hafi þeir brugðist við og gert eigin árásir á að minnsta kosti níu skotmörk í Pakistan. Þessi skotmörk eru sögð hafa verið staðir þar sem hryðjuverk hafi verið skipulögð. Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Sjá einnig: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Á kynningu sem haldin var á Indlandi í morgun sögðu talsmenn indverska hersins að markmið árásanna i gærkvöldi hafi verið að ná fram réttlæti fyrir árásina í Kasmír í síðasta mánuði. Níu hryðjuverkabúðir hafi orðið fyrir skemmdum og að notast hafi verið við sérstök vopn til að reyna að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Ráðamenn í Pakistan segja að þeir muni bregðast frekar við þessum árásum en það verði gert þegar Pakistanar telji það best. Þjóðaröryggisráð Pakistans hélt fund í morgun og ætlar Shehbaz Sharif, forsætisráðherra, að ávarpa pakistönsku þjóðina innan skamms. Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Pakistanar segja að 31 óbreyttur borgari hafi fallið í árásum Indverja. Þeim hafi verið svarað með stórskotaliðsárásum en pakistanskur herforingi segir þær hafa beinst að nokkrum indverskum varðstöðvum við landamæri ríkjanna. Yfirvöld á Indlandi segja að tíu óbreyttir borgarar hafi fallið í þessum árásum Pakistana í indverska hluta Kasmír-héraðs. Sjá einnig: Indland gerir árás á Pakistan Indverjar hafa ekki viðurkennt að fimm herþotur þeirra hafi verið skotnar niður en fregnir hafa þó borist af því að að minnsta kosti þrjár þotur hafi hrapað í Indlandi frá því átökin hófust í gær. Pakistanar segja að af þessum fimm þotum séu þrjár Rafale-herþotur sem Indverjar keyptu frá Frakklandi. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, lýsti árásunum á Pakistan í gær sem fyrirbyggjandi. Þær voru gerðar tveimur vikum eftir að vígamenn, sem Indverjar segja studda af yfirvöldum í Pakistan, myrtu 26 ferðamenn í Kasmír-héraði. Síðan þá hefur spennan aukist töluvert milli ríkjanna tveggja. Misri segir Indverja hafa upplýsingar um nýjar árásir og því hafi þeir brugðist við og gert eigin árásir á að minnsta kosti níu skotmörk í Pakistan. Þessi skotmörk eru sögð hafa verið staðir þar sem hryðjuverk hafi verið skipulögð. Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Sjá einnig: Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Á kynningu sem haldin var á Indlandi í morgun sögðu talsmenn indverska hersins að markmið árásanna i gærkvöldi hafi verið að ná fram réttlæti fyrir árásina í Kasmír í síðasta mánuði. Níu hryðjuverkabúðir hafi orðið fyrir skemmdum og að notast hafi verið við sérstök vopn til að reyna að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Ráðamenn í Pakistan segja að þeir muni bregðast frekar við þessum árásum en það verði gert þegar Pakistanar telji það best. Þjóðaröryggisráð Pakistans hélt fund í morgun og ætlar Shehbaz Sharif, forsætisráðherra, að ávarpa pakistönsku þjóðina innan skamms.
Pakistan Indland Hernaður Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira