Kardinálarnir læstir inni á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2025 11:35 Kardináli á Péturstorgi. AP/Francisco Seco Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. Nýi páfinn verður einn af voldugustu mönnum heims en ákvarðanir hans munu hafa áhrif á milljónir manna um heim allan og mun hann leiða hóp 1,4 milljarða kaþólikka. Mikil öryggisgæsla er í Vatíkaninu vegna páfakjörsins og hafa öryggisverðir farið yfir hvern anga Sixtínsku kapellunnar í leit að földum myndavélum, upptökutækjum og hlerunartækjum. Símar verða alfarið bannaðir og er búið að setja upp búnað sem á að koma í veg fyrir að rafræn skilaboð geti borist úr kapellunni og inn í hana. Kardinálarnir munu ganga inn í kapelluna seinni partinn á morgun, sverja þagnareið og hlusta á ræðu háttsetts kardinála. Fyrsta atkvæðagreiðslan mun svo fara fram annað kvöld. Hér að neðan má sjá embættismenn í Páfagarði og aðra sem munu koma að páfakjörinu sverja þagnareið um kjörið. Valið gæti tekið marga daga en samkvæmt hefðum Vatíkansins eru haldnar fjórar atkvæðagreiðslur á dag þar til einhver hefur tryggt sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardinálum, eða 89 atkvæði. Kardinálarnir standa frammi fyrir stórri ákvörðun en kaþólska kirkjan stendur frammi fyrir þó nokkrum umfangsmiklum áföngum og ákvörðunum sem taka þarf á næstunni. Kaþólikum fer fjölgandi í Afríku og í Asíu en þeim hefur fækkað í Evrópu og kirkjuferðum trúaðra fer fækkandi. Margir vísa til margra hneykslismála kirkjunnar, eins og barnaníð presta og þöggun slíkra mála, þegar rætt er um minni áhuga. Margir kardinálar eru nú staddir í Páfagarði fyrir páfakjörið sem hefst á morgun. Búist er við því að átakalínurnar í kjörinu verði á milli umbótasinna sem vilja að kaþólska kirkjan haldi sig við gildi Frans páfa sem lagði áherslu á inngildingu jaðarsettra hópa og félagslegt réttlæti annars vegar og íhaldsmanna sem vilja snúa aftur til eldri gilda Jóhannesar Páls og Benedikts páfa hinsvegar. Þó enginn sé formlega í framboði til embættis páfa eru nokkrir sem koma helst til greina. Þegar nýr páfi hefur verið valinn mun sá þurfa að velja sér nýtt nafn. Hvaða nafn hann velur sér mun þykja gefa sterklega til kynna hvaða stefnu hann mun vilja taka. Eftir valið mun nýr páfi stíga út á svalir Péturskirkju og verður nýtt nafn hans lesið. Lengi vel notuðu páfar þeirra eigin nafn en það breyttist um elleftu öld. Í margar aldir eftir það voru páfar líklegir til að velja sér nafn þess páfa sem gerði þá að kardinála á sínum tíma. Jóhannes var lengi vinsælasta nafnið en 23 páfar hafa valið sér það nafn. Þá hafa sextán páfar valið sér nöfnin Benedikt og Gregoríus. Það var ekki fyrr en um miðbik tuttugustu aldarinnar sem páfar fóru að velja sér nöfn sem gáfu til kynna hverju þeir vildu áorka í sinni tíð. Frans páfi tók til að mynda nafn dýrlings sem þekktur var fyrir auðmýkt sína, fátækt og ást á öllum lifandi verum. Með því vali markaði Frans að hann vildi einbeita sér að jaðarsettum hópum og berjast fyrir friði og umhverfisvernd. Benedikt páfi sagðist á sínum tíma vilja virða Benedikt 15. sem leiddi kaþólsku kirkjuna gegnum fyrri heimsstyrjöldina og beitti sér fyrir friði. Val hans vísaði einnig til dýrlings frá sjöttu öld sem spilaði stóra rullu í því að dreifa kristni um Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð. Páfagarður Trúmál Andlát Frans páfa Páfakjör 2025 Tengdar fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Páfinn er dáinn! Kardínálar ferðast til Rómar þar sem þeir eru læstir inni í Sixtínsku kapellunni til að kjósa nýjan leiðtoga kaþólsku kirkjunnar. Kardínálarnir eru breyskir eins og aðrir menn, syndga, slúðra og láta kappið jafnvel bera fegurðina ofurliði. 6. maí 2025 07:00 Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Einum svokallaðra páfabíla Frans páfa heitins verður breytt í færanlega heilsugæslu fyrir börn á hinu stríðshrjáða Gasasvæði. Bílinn notaði páfinn meðal annars á ferðalagi sínu til Betlehem árið 2014. 5. maí 2025 13:35 Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. 3. maí 2025 09:35 Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. 28. apríl 2025 06:58 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Nýi páfinn verður einn af voldugustu mönnum heims en ákvarðanir hans munu hafa áhrif á milljónir manna um heim allan og mun hann leiða hóp 1,4 milljarða kaþólikka. Mikil öryggisgæsla er í Vatíkaninu vegna páfakjörsins og hafa öryggisverðir farið yfir hvern anga Sixtínsku kapellunnar í leit að földum myndavélum, upptökutækjum og hlerunartækjum. Símar verða alfarið bannaðir og er búið að setja upp búnað sem á að koma í veg fyrir að rafræn skilaboð geti borist úr kapellunni og inn í hana. Kardinálarnir munu ganga inn í kapelluna seinni partinn á morgun, sverja þagnareið og hlusta á ræðu háttsetts kardinála. Fyrsta atkvæðagreiðslan mun svo fara fram annað kvöld. Hér að neðan má sjá embættismenn í Páfagarði og aðra sem munu koma að páfakjörinu sverja þagnareið um kjörið. Valið gæti tekið marga daga en samkvæmt hefðum Vatíkansins eru haldnar fjórar atkvæðagreiðslur á dag þar til einhver hefur tryggt sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardinálum, eða 89 atkvæði. Kardinálarnir standa frammi fyrir stórri ákvörðun en kaþólska kirkjan stendur frammi fyrir þó nokkrum umfangsmiklum áföngum og ákvörðunum sem taka þarf á næstunni. Kaþólikum fer fjölgandi í Afríku og í Asíu en þeim hefur fækkað í Evrópu og kirkjuferðum trúaðra fer fækkandi. Margir vísa til margra hneykslismála kirkjunnar, eins og barnaníð presta og þöggun slíkra mála, þegar rætt er um minni áhuga. Margir kardinálar eru nú staddir í Páfagarði fyrir páfakjörið sem hefst á morgun. Búist er við því að átakalínurnar í kjörinu verði á milli umbótasinna sem vilja að kaþólska kirkjan haldi sig við gildi Frans páfa sem lagði áherslu á inngildingu jaðarsettra hópa og félagslegt réttlæti annars vegar og íhaldsmanna sem vilja snúa aftur til eldri gilda Jóhannesar Páls og Benedikts páfa hinsvegar. Þó enginn sé formlega í framboði til embættis páfa eru nokkrir sem koma helst til greina. Þegar nýr páfi hefur verið valinn mun sá þurfa að velja sér nýtt nafn. Hvaða nafn hann velur sér mun þykja gefa sterklega til kynna hvaða stefnu hann mun vilja taka. Eftir valið mun nýr páfi stíga út á svalir Péturskirkju og verður nýtt nafn hans lesið. Lengi vel notuðu páfar þeirra eigin nafn en það breyttist um elleftu öld. Í margar aldir eftir það voru páfar líklegir til að velja sér nafn þess páfa sem gerði þá að kardinála á sínum tíma. Jóhannes var lengi vinsælasta nafnið en 23 páfar hafa valið sér það nafn. Þá hafa sextán páfar valið sér nöfnin Benedikt og Gregoríus. Það var ekki fyrr en um miðbik tuttugustu aldarinnar sem páfar fóru að velja sér nöfn sem gáfu til kynna hverju þeir vildu áorka í sinni tíð. Frans páfi tók til að mynda nafn dýrlings sem þekktur var fyrir auðmýkt sína, fátækt og ást á öllum lifandi verum. Með því vali markaði Frans að hann vildi einbeita sér að jaðarsettum hópum og berjast fyrir friði og umhverfisvernd. Benedikt páfi sagðist á sínum tíma vilja virða Benedikt 15. sem leiddi kaþólsku kirkjuna gegnum fyrri heimsstyrjöldina og beitti sér fyrir friði. Val hans vísaði einnig til dýrlings frá sjöttu öld sem spilaði stóra rullu í því að dreifa kristni um Evrópu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Páfagarður Trúmál Andlát Frans páfa Páfakjör 2025 Tengdar fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Páfinn er dáinn! Kardínálar ferðast til Rómar þar sem þeir eru læstir inni í Sixtínsku kapellunni til að kjósa nýjan leiðtoga kaþólsku kirkjunnar. Kardínálarnir eru breyskir eins og aðrir menn, syndga, slúðra og láta kappið jafnvel bera fegurðina ofurliði. 6. maí 2025 07:00 Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Einum svokallaðra páfabíla Frans páfa heitins verður breytt í færanlega heilsugæslu fyrir börn á hinu stríðshrjáða Gasasvæði. Bílinn notaði páfinn meðal annars á ferðalagi sínu til Betlehem árið 2014. 5. maí 2025 13:35 Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. 3. maí 2025 09:35 Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. 28. apríl 2025 06:58 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Páfinn er dáinn! Kardínálar ferðast til Rómar þar sem þeir eru læstir inni í Sixtínsku kapellunni til að kjósa nýjan leiðtoga kaþólsku kirkjunnar. Kardínálarnir eru breyskir eins og aðrir menn, syndga, slúðra og láta kappið jafnvel bera fegurðina ofurliði. 6. maí 2025 07:00
Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Einum svokallaðra páfabíla Frans páfa heitins verður breytt í færanlega heilsugæslu fyrir börn á hinu stríðshrjáða Gasasvæði. Bílinn notaði páfinn meðal annars á ferðalagi sínu til Betlehem árið 2014. 5. maí 2025 13:35
Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. 3. maí 2025 09:35
Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. 28. apríl 2025 06:58