Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2025 09:09 Marcel Ciolacu, forsætisráðherra, þegar hann greindi fréttamönnum frá ákvörðun sinni um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Vísir/EPA Forsætisráðherra Rúmeníu sagði af sér í gær eftir lakan árangur frambjóðanda flokks hans í fyrri umferð forsetakosninga um helgina. Frambjóðandi öfgahægrisins fór með sigur af hólmi og þykir sigurstranglegur í seinni umferðinni. Frambjóðandi Sósíaldemókrataflokks Marcels Ciolacu, forsætisráðherra, lenti í þriðja sæti í fyrri umferðinni á sunnudag og komst ekki áfram í þá seinni. Ciolacu sagði fréttamönnum í gær að samsteypustjórn hans hefði ekki lengur umboð og að flokkur hans myndi draga sig út úr henni. George Simion, frambjóðandi hægrijaðarsins, hlaut 41 prósent atkvæðanna í fyrri umferð forsetakosninganna. Hann mætir Nicusor Dan, borgarstjóra Búkarestar, í seinni umferðinni 18. maí. Dan hlaut 21 prósent atkvæðanna. Ysta hægrinu vex ásmegin í Rúmeníu en AUR-flokkur Simion og tveir aðrir hægriöfgaflokkar unnu meira en þriðjung þingsæta í þingkosningum í desember. Simion er yfirlýstur aðdáandi Bandaríkjaforseta og vill skera aðstoð við Úkraínu niður við nögl. Sósíaldemókratar unnu flest þingsæti í þeim kosningum og mynduðu ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum sem horfa til vestrænna gilda. Ekki er hægt að mynda ríkisstjórn án öfgahægriflokka ef sósíaldemókratar taka ekki þátt í henni. Dan sagði í gær að Rúmenar standi frammi fyrir vali á milli lýðræðislegs, stöðugs og virts Evrópuríkis annars vegar og háskabrautar einangrunarhyggju, lýðskrums og fyrirlitningar fyrir réttarríkinu hins vegar. Forsetakosningar sem voru haldnar í fyrra voru ógiltar vegna afskipta Rússa af þeim. Þar vann annar frambjóðandi öfgahægrisins fyrri umferð kosninganna. Rúmenía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Frambjóðandi Sósíaldemókrataflokks Marcels Ciolacu, forsætisráðherra, lenti í þriðja sæti í fyrri umferðinni á sunnudag og komst ekki áfram í þá seinni. Ciolacu sagði fréttamönnum í gær að samsteypustjórn hans hefði ekki lengur umboð og að flokkur hans myndi draga sig út úr henni. George Simion, frambjóðandi hægrijaðarsins, hlaut 41 prósent atkvæðanna í fyrri umferð forsetakosninganna. Hann mætir Nicusor Dan, borgarstjóra Búkarestar, í seinni umferðinni 18. maí. Dan hlaut 21 prósent atkvæðanna. Ysta hægrinu vex ásmegin í Rúmeníu en AUR-flokkur Simion og tveir aðrir hægriöfgaflokkar unnu meira en þriðjung þingsæta í þingkosningum í desember. Simion er yfirlýstur aðdáandi Bandaríkjaforseta og vill skera aðstoð við Úkraínu niður við nögl. Sósíaldemókratar unnu flest þingsæti í þeim kosningum og mynduðu ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum sem horfa til vestrænna gilda. Ekki er hægt að mynda ríkisstjórn án öfgahægriflokka ef sósíaldemókratar taka ekki þátt í henni. Dan sagði í gær að Rúmenar standi frammi fyrir vali á milli lýðræðislegs, stöðugs og virts Evrópuríkis annars vegar og háskabrautar einangrunarhyggju, lýðskrums og fyrirlitningar fyrir réttarríkinu hins vegar. Forsetakosningar sem voru haldnar í fyrra voru ógiltar vegna afskipta Rússa af þeim. Þar vann annar frambjóðandi öfgahægrisins fyrri umferð kosninganna.
Rúmenía Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Ógilda kosningar og endurtaka allt ferlið Stjórnarskrárdómstóll Rúmeníu hefur ógilt niðurstöður fyrri umferðar forsetakosninganna nokkrum dögum áður en seinni umferðin átti að fara fram. Vegna ógildingarinnar þarf að hefja ferlið að nýju og velja nýjan dag fyrir kosningu fyrri umferðar. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera það. 6. desember 2024 14:52