Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. maí 2025 08:55 Trump og Sheinbaum hafa átt í miklum samskiptum undanfarna mánuði vegna landamæra landanna tveggja og baráttu við fíkniefnasmygl glæpagengja. Getty Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. Sheinbaum greindi frá þessu í gær eftir að hafa verið spurð út í grein Wall Street Journal, sem birtist á föstudag, en þar var greint frá spennuþrungnu símtali forsetanna tveggja í síðasta mánuði þar sem Trump þrýsti á Sheinbaum að samþykkja stærri þátt bandaríska hersins í baráttunni við fíkniefnagengi í Mexíkó. „Í einu símtalinu sagði hann: ,Hvernig getum við hjálpað ykkur að berjast við eiturlyfjasmyglið? Ég legg til að bandaríski herinn komi og hjálpi ykkur.',“ sagði Sheinbaum á háskólaviðburði skammt frá Mexíkóborg á laugardag samkvæmt Reuters. „Vitið þið hvað ég sagði við hann? ,Nei, forseti Trump, landsvæðið er heilagt, fullveldið er heilagt, fullveldið er ekki til sölu, fullveldið er elskað og varið.',“ sagði hún. Jafnframt að sagði hún að þótt löndin tvö myndu vinna náið saman „munum við aldrei samþykkja viðveru bandaríska hersins á okkar landsvæði.“ „Við getum unnið saman, þú á þínu svæði og við á okkar“ James Hewitt, talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu seinna í gær að Trump hefði unnið náið með forseta Mexíkó „til að tryggja öruggustu suðvesturlandamæri sögunnar.“ „Hættuleg erlend hryðjuverkasamtak halda hins vgar áfram að ógna sameiginlegu öryggi okkar og eiturlyfin og glæpirnir sem þau dreif ógna amerískum samfélögum þvert yfir landið,“ sagði í yfirlýsingunni. „Forsetinn hefur verið kýrskýr með það að Mexíkó þurfi að gera meira til að eiga við þessi gengi og eiturlyfjahringi og Bandaríkin eru reiðubúin að aðstoða og útvíkka þegar náið samstarf landanna tveggja,“ sagði einnig. Viðvera Bandaríkjahers hefur aukist meðfram landamærunum að Mexíkó síðustu mánuði eftir að Trump lýsti því yfir í janúar að hann ætlaði að auka hlut hersins í að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda og eiturlyfja. Trump skilgreindi mexíkósk glæpagengi sem erlend hryðjuverkasamtök í febrúar og gaf löggæsluyfirvöldum þannig aukin tól til að eiga við þau. Sheinbaum hefur nú stigið hart til jarðar og gefið Trump skýrt merki um að hann geti ekki gengið lengra, allavega ekki innan landsvæðis Mexíkó. „Við getum unnið saman, en þú á þínu svæði og við á okkar,“ sagði Sheinbaum. Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Sheinbaum greindi frá þessu í gær eftir að hafa verið spurð út í grein Wall Street Journal, sem birtist á föstudag, en þar var greint frá spennuþrungnu símtali forsetanna tveggja í síðasta mánuði þar sem Trump þrýsti á Sheinbaum að samþykkja stærri þátt bandaríska hersins í baráttunni við fíkniefnagengi í Mexíkó. „Í einu símtalinu sagði hann: ,Hvernig getum við hjálpað ykkur að berjast við eiturlyfjasmyglið? Ég legg til að bandaríski herinn komi og hjálpi ykkur.',“ sagði Sheinbaum á háskólaviðburði skammt frá Mexíkóborg á laugardag samkvæmt Reuters. „Vitið þið hvað ég sagði við hann? ,Nei, forseti Trump, landsvæðið er heilagt, fullveldið er heilagt, fullveldið er ekki til sölu, fullveldið er elskað og varið.',“ sagði hún. Jafnframt að sagði hún að þótt löndin tvö myndu vinna náið saman „munum við aldrei samþykkja viðveru bandaríska hersins á okkar landsvæði.“ „Við getum unnið saman, þú á þínu svæði og við á okkar“ James Hewitt, talsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu seinna í gær að Trump hefði unnið náið með forseta Mexíkó „til að tryggja öruggustu suðvesturlandamæri sögunnar.“ „Hættuleg erlend hryðjuverkasamtak halda hins vgar áfram að ógna sameiginlegu öryggi okkar og eiturlyfin og glæpirnir sem þau dreif ógna amerískum samfélögum þvert yfir landið,“ sagði í yfirlýsingunni. „Forsetinn hefur verið kýrskýr með það að Mexíkó þurfi að gera meira til að eiga við þessi gengi og eiturlyfjahringi og Bandaríkin eru reiðubúin að aðstoða og útvíkka þegar náið samstarf landanna tveggja,“ sagði einnig. Viðvera Bandaríkjahers hefur aukist meðfram landamærunum að Mexíkó síðustu mánuði eftir að Trump lýsti því yfir í janúar að hann ætlaði að auka hlut hersins í að stöðva flæði ólöglegra innflytjenda og eiturlyfja. Trump skilgreindi mexíkósk glæpagengi sem erlend hryðjuverkasamtök í febrúar og gaf löggæsluyfirvöldum þannig aukin tól til að eiga við þau. Sheinbaum hefur nú stigið hart til jarðar og gefið Trump skýrt merki um að hann geti ekki gengið lengra, allavega ekki innan landsvæðis Mexíkó. „Við getum unnið saman, en þú á þínu svæði og við á okkar,“ sagði Sheinbaum.
Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira