Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2025 12:10 Friðriki Danakonungi var vel fagnað í Nuuk í gær. Kongehuset Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. Einkaþota danska hersins lenti með Friðrik á nýja alþjóðaflugvellinum í Nuuk í gærmorgun. Með um borð í fluginu frá Kaupmannahöfn var einnig Jens-Frederik Nielsen, hinn nýkjörni formaður landsstjórnar Grænlands, sem var að koma úr fyrstu opinberu heimsókn sinni til Danmerkur sem leiðtogi Grænlendinga. Konungur á göngu um götur Nuuk klæddur grænlenskum búningi.Kongehuset Aðeins eru tíu mánuðir frá síðustu heimsókn Friðriks til Grænlands. Sérfræðingar í málefnum Grænlands, sem grænlenska ríkisútvarpið KNR ræddi við, telja að það sé engin tilviljun að konungurinn sé núna kominn svo fljótt aftur til landsins. Heimsóknina verði að skoða í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin ættu að taka Grænland yfir. „Kannski vegna þess að ég kem frá Grænlandi túlka ég það sem merki til alls danska konungsríkisins um að stærsta markmið konungs sé að varðveita konungsríkið. Ég held að hann leggi áherslu á það með heimsókn sinni,“ segir Nauja Bianco, óháður ráðgjafi um Grænland og norðurslóðir, í viðtali við KNR. Danakonungur í siglingu í gær með Jens-Frederik Nielsen, formanni landsstjórnar Grænlands. Úlpa konungs er merkt með þjóðfánum bæði Danmerkur og Grænlands.Kongehuset Grænlandsheimsókn Danakonungs hófst með því að formaður landsstjórnarinnar bauð konungi í fjarðasiglingu um nágrenni Nuuk. Jafnframt var hádegisverður snæddur um borð. Um miðjan dag tók konungur þátt í kaffisamsæti í menningarhúsinu Katuaq. Þar heilsaði hann upp á íbúa en samkoman var opin öllum. Friðrik heilsar Grænlendingum í menningarhúsinu í Nuuk.Kongehuset Síðdegis fór hann í fjallgöngu í útjaðri höfuðstaðarins. Þar fékk hann að upplifa grænlenskt landslag í vetrarbúningi og var fræddur um náttúru, dýralíf og sögu svæðisins. Hátíðarkvöldverður var svo snæddur í Hans Egedes-húsinu i Nuuk. Í morgun hófst dagskrá Danakonungs á heimsókn í Háskóla Grænlands. Þar heilsaði hann meðal annars upp á nemendur í umhverfisfræðum. Einnig heimsækir hann Sjávarútvegsstofnun Grænlands. Friðrik í fjallgöngu í útjaðri Nuuk síðdegis í gær.Kongehuset Til stóð að eftir hádegi myndi konungur í fylgd varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen, heimsækja Station Nord, sem er nyrsta mannaða stöð Grænlands. Þeirri ferð hefur hins vegar verið aflýst vegna veðurs og sömuleiðis sleðaferð með Sirius-hersveitinni. Station Nord var komið á fót árið 1952 sem veður- og fjarskiptastöð og sem neyðarbækistöð. Henni var lokað árið 1972 en síðan opnuð aftur árið 1975 og þá sem herstöð. Þar er flugbraut og eru jafnan fimm hermenn staðsettir þar. Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Einkaþota danska hersins lenti með Friðrik á nýja alþjóðaflugvellinum í Nuuk í gærmorgun. Með um borð í fluginu frá Kaupmannahöfn var einnig Jens-Frederik Nielsen, hinn nýkjörni formaður landsstjórnar Grænlands, sem var að koma úr fyrstu opinberu heimsókn sinni til Danmerkur sem leiðtogi Grænlendinga. Konungur á göngu um götur Nuuk klæddur grænlenskum búningi.Kongehuset Aðeins eru tíu mánuðir frá síðustu heimsókn Friðriks til Grænlands. Sérfræðingar í málefnum Grænlands, sem grænlenska ríkisútvarpið KNR ræddi við, telja að það sé engin tilviljun að konungurinn sé núna kominn svo fljótt aftur til landsins. Heimsóknina verði að skoða í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin ættu að taka Grænland yfir. „Kannski vegna þess að ég kem frá Grænlandi túlka ég það sem merki til alls danska konungsríkisins um að stærsta markmið konungs sé að varðveita konungsríkið. Ég held að hann leggi áherslu á það með heimsókn sinni,“ segir Nauja Bianco, óháður ráðgjafi um Grænland og norðurslóðir, í viðtali við KNR. Danakonungur í siglingu í gær með Jens-Frederik Nielsen, formanni landsstjórnar Grænlands. Úlpa konungs er merkt með þjóðfánum bæði Danmerkur og Grænlands.Kongehuset Grænlandsheimsókn Danakonungs hófst með því að formaður landsstjórnarinnar bauð konungi í fjarðasiglingu um nágrenni Nuuk. Jafnframt var hádegisverður snæddur um borð. Um miðjan dag tók konungur þátt í kaffisamsæti í menningarhúsinu Katuaq. Þar heilsaði hann upp á íbúa en samkoman var opin öllum. Friðrik heilsar Grænlendingum í menningarhúsinu í Nuuk.Kongehuset Síðdegis fór hann í fjallgöngu í útjaðri höfuðstaðarins. Þar fékk hann að upplifa grænlenskt landslag í vetrarbúningi og var fræddur um náttúru, dýralíf og sögu svæðisins. Hátíðarkvöldverður var svo snæddur í Hans Egedes-húsinu i Nuuk. Í morgun hófst dagskrá Danakonungs á heimsókn í Háskóla Grænlands. Þar heilsaði hann meðal annars upp á nemendur í umhverfisfræðum. Einnig heimsækir hann Sjávarútvegsstofnun Grænlands. Friðrik í fjallgöngu í útjaðri Nuuk síðdegis í gær.Kongehuset Til stóð að eftir hádegi myndi konungur í fylgd varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen, heimsækja Station Nord, sem er nyrsta mannaða stöð Grænlands. Þeirri ferð hefur hins vegar verið aflýst vegna veðurs og sömuleiðis sleðaferð með Sirius-hersveitinni. Station Nord var komið á fót árið 1952 sem veður- og fjarskiptastöð og sem neyðarbækistöð. Henni var lokað árið 1972 en síðan opnuð aftur árið 1975 og þá sem herstöð. Þar er flugbraut og eru jafnan fimm hermenn staðsettir þar.
Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10
„Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59
Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35