„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. apríl 2025 21:36 Sölvi Geir kvaðst sáttur með framlag sinna manna og hefur ekki áhyggjur af sóknarleiknum. vísir / diego „Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma. Hvernig meturðu leik þinna manna í dag? spurði Valur Páll Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég er hrikalega sáttur með mína menn, hvað þeir lögðu mikið á sig í leiknum. Þeir voru að berjast allan leikinn. Við vorum aðeins í veseni með að telja rétt í fyrri hálfleiknum, sérstaklega á miðjunni, en ákváðum að breyta um kerfi. Mér fannst við samt aldrei ná almennilega tökunum á leiknum, Valsmenn settu góða pressu á okkur sem við áttum erfitt með að leysa úr. En horft snöggt til baka er sterkt að ná í stig hérna þó við séum svekktir að hafa ekki náð í þrjú.“ Sölvi neyddist til að gera breytingu á byrjunarliðinu áður en leikurinn hófst. Miðvörðurinn Oliver Ekroth meiddist í upphitun og miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson kom inn í hans stað. „Ekroth er einn besti hafsent á landinu þannig auðvitað er missir að missa hann út svona rétt fyrir leik. En Tarik [Ibrahimagic] fór niður í staðinn, hann hefur spilað þessa stöðu áður. Þannig að þetta var alveg lið til að vinna þennan leik, en enn og aftur er ég hrikalega sáttur með framlagið frá strákunum í þessum leik. Mér fannst þeir gera allt sem ég bað þá um að gera. Svekkjandi að ná þessu ekki þarna í lokin.“ Sölvi leiðbeinir Tarik, sem leysti miðvarðarstöðuna þegar Oliver datt út. vísir / Diego Þrátt fyrir skallann í slánna undir lokin skapaði Víkingur sér lítið af færum í leiknum og sjaldan sást til Gylfa Þórs Sigurðssonar. Er sóknarleikurinn eitthvað áhyggjuefni? „Nei svosem ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur. Það er búið að vera þannig í síðustu leikjum að Gylfi er dekkaður maður á mann, þeir hafa náttúrulega miklar áhyggjur af honum. En þá eru bara önnur svæði sem opnast fyrir okkur í staðinn“ sagði Sölvi um sóknarleik sinna manna. Hann var spurður að lokum hvort Víkingur myndi styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun. „Það á eftir að koma í ljós, ekkert klárt þannig að það er ekkert sem ég get sagt núna“ sagði Sölvi að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Hvernig meturðu leik þinna manna í dag? spurði Valur Páll Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég er hrikalega sáttur með mína menn, hvað þeir lögðu mikið á sig í leiknum. Þeir voru að berjast allan leikinn. Við vorum aðeins í veseni með að telja rétt í fyrri hálfleiknum, sérstaklega á miðjunni, en ákváðum að breyta um kerfi. Mér fannst við samt aldrei ná almennilega tökunum á leiknum, Valsmenn settu góða pressu á okkur sem við áttum erfitt með að leysa úr. En horft snöggt til baka er sterkt að ná í stig hérna þó við séum svekktir að hafa ekki náð í þrjú.“ Sölvi neyddist til að gera breytingu á byrjunarliðinu áður en leikurinn hófst. Miðvörðurinn Oliver Ekroth meiddist í upphitun og miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson kom inn í hans stað. „Ekroth er einn besti hafsent á landinu þannig auðvitað er missir að missa hann út svona rétt fyrir leik. En Tarik [Ibrahimagic] fór niður í staðinn, hann hefur spilað þessa stöðu áður. Þannig að þetta var alveg lið til að vinna þennan leik, en enn og aftur er ég hrikalega sáttur með framlagið frá strákunum í þessum leik. Mér fannst þeir gera allt sem ég bað þá um að gera. Svekkjandi að ná þessu ekki þarna í lokin.“ Sölvi leiðbeinir Tarik, sem leysti miðvarðarstöðuna þegar Oliver datt út. vísir / Diego Þrátt fyrir skallann í slánna undir lokin skapaði Víkingur sér lítið af færum í leiknum og sjaldan sást til Gylfa Þórs Sigurðssonar. Er sóknarleikurinn eitthvað áhyggjuefni? „Nei svosem ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur. Það er búið að vera þannig í síðustu leikjum að Gylfi er dekkaður maður á mann, þeir hafa náttúrulega miklar áhyggjur af honum. En þá eru bara önnur svæði sem opnast fyrir okkur í staðinn“ sagði Sölvi um sóknarleik sinna manna. Hann var spurður að lokum hvort Víkingur myndi styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun. „Það á eftir að koma í ljós, ekkert klárt þannig að það er ekkert sem ég get sagt núna“ sagði Sölvi að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira