Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. apríl 2025 17:47 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill gera Kanada að 51. fylki Bandaríkjanna. EPA Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. Mark Cainey, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga skömmu eftir að hann tók við af Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er hann sagði af sér. Trudeau hafði gegn embættinu í rúm níu ár en hann sagði af sér vegna lækkandi fylgis flokksins. Eftir að Cainey tók við jukust vinsældir flokksins til muna. Kosningar baráttan hefur verið lituð af hver viðbrögð frambjóðendanna verða við ákvörðunum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Löndin eiga í tollastríði en að auki hefur Trump ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. fylki Bandaríkjanna. Trump gaf þá í skyn að Kanadamenn ættu að kjósa sig í kosningunum. „Kjósið manninn sem hefur styrkinn og viskuna til að helminga skattana ykkar, auka völd hersins, frítt, á hæsta stigið í heiminum, hafa bílana ykkar, járnið, álið, timbrið, orkan og öll önnur fyrirtæki FJÓRFALDAST í stærð, MEÐ ENGUM TOLLGJÖLDUM EÐA SKÖTTUM, ef Kanada verður 51. ríki Bandaríkjanna,“ skrifaði Trump í færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Engin tilbúin lína sem var gerð fyrir mörgum árum. Sjáið hversu fallegt þetta landsvæði gæti verið. Frjáls aðgangur með ENGUM LANDAMÆRUM. BARA KOSTIR OG ENGIR GALLAR. ÞESSU ER ÆTLAÐ AÐ GERAST!“ Færsla Donalds Trump þar sem hann hvetur Kanadamenn til að kjósa sig.Skjáskot Þá segir hann Bandaríkin vera styrkja Kanada um hundruði milljarða dollara á hverju ári sem sé ekki skynsamlegt nema Kanada sé fylki í Bandaríkjunum, en um er að ræða rangfærslur líkt og kemur fram í umfjöllun CBC. Segir forsetanum að hætta að skipta sér af Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta fóru ekki vel í frambjóðendur. Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins sagði Trump að hætta skipta sér af kosningunum. „Trump forseti, haltu þér frá okkar kosningum. Eina fólkið sem mun ákveða framtíð Kanada eru Kanadamennirnir í kjörklefunum,“ skrifaði Poilievre á samfélagsmiðilinn X. „Kanada verður alltaf stolt, fullvalda og sjálfstætt og við verðum ALDREI 51. fylkið.“ President Trump, stay out of our election. The only people who will decide the future of Canada are Canadians at the ballot box.Canada will always be proud, sovereign and independent and we will NEVER be the 51st state.Today Canadians can vote for change so we can strengthen…— Pierre Poilievre (@PierrePoilievre) April 28, 2025 Carney hefur áður talað opinberlega gegn Bandaríkjaforsetanum og hugmyndum hans um að gera Kanada að fylki. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars. Bandaríkin Kanada Donald Trump Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Mark Cainey, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi Frjálslynda flokksins, boðaði til kosninga skömmu eftir að hann tók við af Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, er hann sagði af sér. Trudeau hafði gegn embættinu í rúm níu ár en hann sagði af sér vegna lækkandi fylgis flokksins. Eftir að Cainey tók við jukust vinsældir flokksins til muna. Kosningar baráttan hefur verið lituð af hver viðbrögð frambjóðendanna verða við ákvörðunum Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Löndin eiga í tollastríði en að auki hefur Trump ítrekað sagt að Kanada ætti að verða 51. fylki Bandaríkjanna. Trump gaf þá í skyn að Kanadamenn ættu að kjósa sig í kosningunum. „Kjósið manninn sem hefur styrkinn og viskuna til að helminga skattana ykkar, auka völd hersins, frítt, á hæsta stigið í heiminum, hafa bílana ykkar, járnið, álið, timbrið, orkan og öll önnur fyrirtæki FJÓRFALDAST í stærð, MEÐ ENGUM TOLLGJÖLDUM EÐA SKÖTTUM, ef Kanada verður 51. ríki Bandaríkjanna,“ skrifaði Trump í færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Engin tilbúin lína sem var gerð fyrir mörgum árum. Sjáið hversu fallegt þetta landsvæði gæti verið. Frjáls aðgangur með ENGUM LANDAMÆRUM. BARA KOSTIR OG ENGIR GALLAR. ÞESSU ER ÆTLAÐ AÐ GERAST!“ Færsla Donalds Trump þar sem hann hvetur Kanadamenn til að kjósa sig.Skjáskot Þá segir hann Bandaríkin vera styrkja Kanada um hundruði milljarða dollara á hverju ári sem sé ekki skynsamlegt nema Kanada sé fylki í Bandaríkjunum, en um er að ræða rangfærslur líkt og kemur fram í umfjöllun CBC. Segir forsetanum að hætta að skipta sér af Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta fóru ekki vel í frambjóðendur. Pierre Poilievre, formaður Íhaldsflokksins sagði Trump að hætta skipta sér af kosningunum. „Trump forseti, haltu þér frá okkar kosningum. Eina fólkið sem mun ákveða framtíð Kanada eru Kanadamennirnir í kjörklefunum,“ skrifaði Poilievre á samfélagsmiðilinn X. „Kanada verður alltaf stolt, fullvalda og sjálfstætt og við verðum ALDREI 51. fylkið.“ President Trump, stay out of our election. The only people who will decide the future of Canada are Canadians at the ballot box.Canada will always be proud, sovereign and independent and we will NEVER be the 51st state.Today Canadians can vote for change so we can strengthen…— Pierre Poilievre (@PierrePoilievre) April 28, 2025 Carney hefur áður talað opinberlega gegn Bandaríkjaforsetanum og hugmyndum hans um að gera Kanada að fylki. „Trump heldur því fram að Kanada sé ekki alvöru land. Hann vill brjóta okkur svo Bandaríkin geti eignast okkur. Við ætlum ekki að leyfa því að gerast,“ sagði Carney á blaðamannafundi í mars.
Bandaríkin Kanada Donald Trump Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira