Níu létust í árásinni í Vancouver Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. apríl 2025 07:29 Mynd frá vettvangi. AP Níu eru látnir og fjöldi er særður eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks á hátíð í Vancouver í Kanada í nótt. Lögreglan í Vancouver greinir frá þessu í tilkynningu á X. Þá kemur fram að ökumaðurinn sé í haldi lögreglu. Uppfært 10:20: Lögreglan í Vancouver hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að níu hafi látist í árásinni. Fjöldi særðra kemur ekki fram. Á blaðamannafundi sagði lögreglan að hinn grunaði sé þrjátíu ára gamall. Fleiri séu ekki grunaðir um aðild að svo stöddu. Þá hefur BBC eftir lögreglu að maðurinn hafi verið kunnugur lögreglu „undir vissum kringumstæðum“. Áður en lögregla kom á vettvang hafi viðstaddir framkvæmt borgaralega handtöku á hinum grunaða. Þá segir lögregla engin ummerki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Aðspurður sagði lögreglumaður ekki enn hægt að segja til um fjölda látinna, þar sem enn ætti eftir að hafa samband við einhverja aðstandendur. Lögregla hyggst veita frekari upplýsingar um fjölda dauðsfalla síðar í dag, eftir að nóttin er liðin vestanhafs. Í umfjöllun AP segir að um áttaleytið á staðartíma hafi bíl verið ekið á hóp fólks á hátíð sem Filippseyingasamfélag í suðurhluta Vancouver hafi staðið fyrir. Hópur Filippseyinga hafi verið að halda upp á dag Lapu Lapu, leiðtoga sem barðist fyrir sjálfstæði filippseysku eyjarinnar Mactan, árið 1521. Filippseyingar fagna deginum 27. apríl ár hvert. Mark Carney forsætisráðherra Kanada vottar aðstandendum hinna látnu samúð í færslu á X. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í landinu á morgun. Óvíst er hvort árásin tengist þeim með nokkrum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Filippseyjar Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Lögreglan í Vancouver greinir frá þessu í tilkynningu á X. Þá kemur fram að ökumaðurinn sé í haldi lögreglu. Uppfært 10:20: Lögreglan í Vancouver hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að níu hafi látist í árásinni. Fjöldi særðra kemur ekki fram. Á blaðamannafundi sagði lögreglan að hinn grunaði sé þrjátíu ára gamall. Fleiri séu ekki grunaðir um aðild að svo stöddu. Þá hefur BBC eftir lögreglu að maðurinn hafi verið kunnugur lögreglu „undir vissum kringumstæðum“. Áður en lögregla kom á vettvang hafi viðstaddir framkvæmt borgaralega handtöku á hinum grunaða. Þá segir lögregla engin ummerki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Aðspurður sagði lögreglumaður ekki enn hægt að segja til um fjölda látinna, þar sem enn ætti eftir að hafa samband við einhverja aðstandendur. Lögregla hyggst veita frekari upplýsingar um fjölda dauðsfalla síðar í dag, eftir að nóttin er liðin vestanhafs. Í umfjöllun AP segir að um áttaleytið á staðartíma hafi bíl verið ekið á hóp fólks á hátíð sem Filippseyingasamfélag í suðurhluta Vancouver hafi staðið fyrir. Hópur Filippseyinga hafi verið að halda upp á dag Lapu Lapu, leiðtoga sem barðist fyrir sjálfstæði filippseysku eyjarinnar Mactan, árið 1521. Filippseyingar fagna deginum 27. apríl ár hvert. Mark Carney forsætisráðherra Kanada vottar aðstandendum hinna látnu samúð í færslu á X. Þingkosningar eru fyrirhugaðar í landinu á morgun. Óvíst er hvort árásin tengist þeim með nokkrum hætti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Filippseyjar Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent