Um var að ræða fyrsta sigur Aftureldingar í efstu deild sem vannst þökk sé vítaspyrnumaki Hrannars Snæs Magnússonar um miðjan síðari hálfleik.
Ágúst Orri Arnarson hafði rétt borið upp fyrstu spurningu við Axel þegar bróðir hans stökk í mynd og tóku þeir félagarnir þetta saman. Meðal annars var komið inn á það þegar Axel var nálægt því að gefa Gylfa Sigurðssyni mark en Jökull bjargaði bróður sínum.
„Ég elska hann, og það er það sem við gerum. Það er það sem bræður gera,“ sagði Jökull léttur og benti svo á fjölda skallaboltanna sem Axel hafði unnið í leiknum þrátt fyrir höfuðáverka.
Sjá má stórskemmtilegt viðtalið í spilaranum.