„Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2025 19:15 Jóhann Kristinn var létt í leikslok. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 2-1 sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í dag. Tindastóll komst snemma yfir en Þór/KA jafnaði í síðari hálfleik og skoraði skrautlegt sigurmark á lokamínútum leiksins. „Gríðarlegur léttir að hafa náð að finna loksins markið og sigla þessum þremur gríðarlegu mikilvægu stóru stigum úr þessum alveg hrikaleg erfiða leik,” sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, strax eftir leik og sparaði ekki lýsingarorðin. „Við vorum búin að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik af því við sáum Tindastól spila fyrsta leikinn í mótinu og ég held að allir ættu að taka Tindastól mjög alvarlega í þessari deild því þær eru ekki bara með mjög flottar viðbætur að utan, heldur eru þær gríðarlega vel skipulagðar og þetta er mjög vel þjálfað lið. Ég held að ekkert lið geti bókað einhver stig á móti þeim, þess vegna erum við gríðarlega ánægðar með að hafa landað þessum torsótta sigri hér í dag.” Hvað tekurðu jákvætt út úr leik liðsins? „Karakter, gríðarlegur karakter, við lendum undir hérna snemma klaufalega og við finnum ekki netið fyrr en bara líður vel á en trúin á verkefninu og samheldnin og þrautseigjan skilaði því að við klóruðum okkur á nöglunum inn í þetta aftur. Bara hrikalega ánægður með mínar stelpur.” Þór/KA lenti oftar en einu sinni í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og var í raun heppið að Tindastóll hafi ekki nýtt sér það betur og refsað með mörkum. „Ég held að allir í lífinu þurfi að vinna í því að gera ekki klaufaleg mistök, hvað sem þú ert að taka þér fyrir hendur, og það komu nokkur móment sérstaklega í byrjun seinni þar sem við svona virkuðum eins og við ætluðum að hleypa þessu upp í tóma þvælu en þær eru bara öflugar fram á við hjá Stólunum og þegar þær fara pressa geta þær sett svolítið svona skjálfta í hnén á leikmönnum sem eru að spila út og mér fannst þær gera þetta vel en á sama tíma gerum við þetta illa en það er bara eins og gengur og gerist.” Leikmannaglugginn er enn opinn og staðfesti Jóhann að nýr leikmaður sé á leið til liðsins. „Já það kemur einn leikmaður hérna sem við getum örugglega staðfest í kringum næsta leik eða eitthvað” Hann vildi þó ekki gefa nánari upplýsingar um viðkomandi en á svörum hans að dæma er sóknarmaður á leiðinni. „Ég vil það ekki akkúrat núna en við höfum verið að lenda í brasi. Sonja (Björg Sigurðardóttir) meiðist með U-19 landsliðinu og Amalía (Árnadóttir), ég er nú svona að telja upp framherjana hjá okkur sem eru ekki heilar, þó Amalía sé að taka flott skref og Sonja vonandi kemur eitthvað á næstunni en við þurfum aðeins að bæta í hjá okkur. Við erum þokkalega vöðvum hlaðin beinagrind eins og er en við þurfum að bæta aðeins í viðbót finnst okkur til þess að geta haldið sjó,” sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
„Gríðarlegur léttir að hafa náð að finna loksins markið og sigla þessum þremur gríðarlegu mikilvægu stóru stigum úr þessum alveg hrikaleg erfiða leik,” sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, strax eftir leik og sparaði ekki lýsingarorðin. „Við vorum búin að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik af því við sáum Tindastól spila fyrsta leikinn í mótinu og ég held að allir ættu að taka Tindastól mjög alvarlega í þessari deild því þær eru ekki bara með mjög flottar viðbætur að utan, heldur eru þær gríðarlega vel skipulagðar og þetta er mjög vel þjálfað lið. Ég held að ekkert lið geti bókað einhver stig á móti þeim, þess vegna erum við gríðarlega ánægðar með að hafa landað þessum torsótta sigri hér í dag.” Hvað tekurðu jákvætt út úr leik liðsins? „Karakter, gríðarlegur karakter, við lendum undir hérna snemma klaufalega og við finnum ekki netið fyrr en bara líður vel á en trúin á verkefninu og samheldnin og þrautseigjan skilaði því að við klóruðum okkur á nöglunum inn í þetta aftur. Bara hrikalega ánægður með mínar stelpur.” Þór/KA lenti oftar en einu sinni í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og var í raun heppið að Tindastóll hafi ekki nýtt sér það betur og refsað með mörkum. „Ég held að allir í lífinu þurfi að vinna í því að gera ekki klaufaleg mistök, hvað sem þú ert að taka þér fyrir hendur, og það komu nokkur móment sérstaklega í byrjun seinni þar sem við svona virkuðum eins og við ætluðum að hleypa þessu upp í tóma þvælu en þær eru bara öflugar fram á við hjá Stólunum og þegar þær fara pressa geta þær sett svolítið svona skjálfta í hnén á leikmönnum sem eru að spila út og mér fannst þær gera þetta vel en á sama tíma gerum við þetta illa en það er bara eins og gengur og gerist.” Leikmannaglugginn er enn opinn og staðfesti Jóhann að nýr leikmaður sé á leið til liðsins. „Já það kemur einn leikmaður hérna sem við getum örugglega staðfest í kringum næsta leik eða eitthvað” Hann vildi þó ekki gefa nánari upplýsingar um viðkomandi en á svörum hans að dæma er sóknarmaður á leiðinni. „Ég vil það ekki akkúrat núna en við höfum verið að lenda í brasi. Sonja (Björg Sigurðardóttir) meiðist með U-19 landsliðinu og Amalía (Árnadóttir), ég er nú svona að telja upp framherjana hjá okkur sem eru ekki heilar, þó Amalía sé að taka flott skref og Sonja vonandi kemur eitthvað á næstunni en við þurfum aðeins að bæta í hjá okkur. Við erum þokkalega vöðvum hlaðin beinagrind eins og er en við þurfum að bæta aðeins í viðbót finnst okkur til þess að geta haldið sjó,” sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira