Frans páfi er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 08:08 Frans páfi er látinn eftir skammvinn veikindi. Getty Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. Kevin Ferrell kardináli greindi frá andláti hans á miðlum Páfagarðs snemma í morgun. „Klukkan 7:35 í morgun sneri Frans Rómarbiskup aftur í hús föðurins. Allt hans líf helgaði hann þjónustu í þágu drottins og kirkjunnar. Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum guðspjallanna með trú, hugrekki og skilyrðislausum kærleik, sérstaklega í garð hinna fátæku og jaðarsettu,“ segir Kevin Ferrell kardináli. Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús í Rómaborg 14. febrúar síðastliðinn til að hljóta meðferð við berkjubólgu. Líðan hans versnaði og skömmu síðar var hann greindur með lungnabólgu í báðum lungum. Eftir 38 daga spítaladvöl sneri hann aftur til Páfagarðs. Í gær á sjálfan páskadag blessaði hann margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Hann hélt ekki messu af svölunum líkt og hefð er fyrir vegna veikinda heldur gerði það Angelo Comastri kardináli í hans stað. „Með gríðarlegu þakklæti fyrir fordæmi hans sem sannur lærisveinn Drottins Jesús, trúum við óendanlega miskunnsömum kærleika hins eina og þríeina Guðs fyrir sál Frans páfa,“ segir Kevin Ferrell. Jorge Mario Bergoglio fæddist ítölskum innflytjendum í Búenos Aíres höfuðborg Argentínu 17. desember 1936. Hann gekk í jesúítaregluna árið 1958 eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum veikindum í lungum. Hann gekkst undir aðgerð árið 1958 þar sem hluti úr öðru lunga hans var fjarlægður. Síðan þá hefur hann glímt við reglulegar berkju- og lungnabólgur líkt og þá sem dró hann til dauða. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Hann þótti sýna hógværð í embætti og leit á sig sem málsvara hinna raddlausu. Hann heimsótti flóttamannabúðir þegar ótti Evrópubúa á þeim sem flúðu átök og örbirgð yfir Miðjarðarhafið var sem mestur og bað fyrir þeim sem fórust á hættulegum siglingum í leit að betra lífi. Frans hefur verið ötull talsmaður þess að dauðarefsingar verði aflagðar, jók sýnileika kvenna innan kaþólsku kirkjunnar og hvatti fulltrúa hennar til að sýna hinsegin fólki virðingu. Páfagarður Andlát Andlát Frans páfa Argentína Ítalía Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Kevin Ferrell kardináli greindi frá andláti hans á miðlum Páfagarðs snemma í morgun. „Klukkan 7:35 í morgun sneri Frans Rómarbiskup aftur í hús föðurins. Allt hans líf helgaði hann þjónustu í þágu drottins og kirkjunnar. Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum guðspjallanna með trú, hugrekki og skilyrðislausum kærleik, sérstaklega í garð hinna fátæku og jaðarsettu,“ segir Kevin Ferrell kardináli. Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús í Rómaborg 14. febrúar síðastliðinn til að hljóta meðferð við berkjubólgu. Líðan hans versnaði og skömmu síðar var hann greindur með lungnabólgu í báðum lungum. Eftir 38 daga spítaladvöl sneri hann aftur til Páfagarðs. Í gær á sjálfan páskadag blessaði hann margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Hann hélt ekki messu af svölunum líkt og hefð er fyrir vegna veikinda heldur gerði það Angelo Comastri kardináli í hans stað. „Með gríðarlegu þakklæti fyrir fordæmi hans sem sannur lærisveinn Drottins Jesús, trúum við óendanlega miskunnsömum kærleika hins eina og þríeina Guðs fyrir sál Frans páfa,“ segir Kevin Ferrell. Jorge Mario Bergoglio fæddist ítölskum innflytjendum í Búenos Aíres höfuðborg Argentínu 17. desember 1936. Hann gekk í jesúítaregluna árið 1958 eftir að hafa jafnað sig á alvarlegum veikindum í lungum. Hann gekkst undir aðgerð árið 1958 þar sem hluti úr öðru lunga hans var fjarlægður. Síðan þá hefur hann glímt við reglulegar berkju- og lungnabólgur líkt og þá sem dró hann til dauða. Hann varð prestur árið 1969, erkibiskup í Búenos Aíres 1998 og Jóhannes Páll páfi II útnefndi hann kardinála 2001. Hann var svo kjörinn páfi kaþólsku kirkjunnar og biskup Rómar 13. mars 2013 og tók sér nafnið Frans. Hann þótti sýna hógværð í embætti og leit á sig sem málsvara hinna raddlausu. Hann heimsótti flóttamannabúðir þegar ótti Evrópubúa á þeim sem flúðu átök og örbirgð yfir Miðjarðarhafið var sem mestur og bað fyrir þeim sem fórust á hættulegum siglingum í leit að betra lífi. Frans hefur verið ötull talsmaður þess að dauðarefsingar verði aflagðar, jók sýnileika kvenna innan kaþólsku kirkjunnar og hvatti fulltrúa hennar til að sýna hinsegin fólki virðingu.
Páfagarður Andlát Andlát Frans páfa Argentína Ítalía Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira