Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 11:55 Stefán Gísli Stefánsson er orðinn leikmaður Vals. Valur/Himmi Knattspyrnudeild Vals hefur tryggt sér krafta varnarmannsins unga Stefáns Gísla Stefánssonar til næstu fimm ára. Hann kemur til félagsins frá Fylki. Stefán Gísli verður 19 ára í næsta mánuði og á að baki samtals nítján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann þreytti frumraun sína í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og spilaði þá níu deildarleiki með Fylkismönnum sem féllu hins vegar niður í Lengjudeildina. Stefán Gísli var með samning við Fylki sem gilda átti út þetta ár en nú er hann mættur á Hlíðarenda og klár í slaginn með Valsmönnum sem í ljósi tímalengdar samningsins hafa greinilega mikla trú á honum. „Ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val“ „Þessi samningur sem við erum að gera við Stefán Gísla er dæmi um það sem við í stjórninni hjá Val viljum leggja áherslu á. Þarna er á ferðinni strákur sem við höfum fylgst með lengi og tikkar í mörg box hjá okkur. Við sjáum það bæði á öllum tölum og hvernig karakter hann er að þarna er leikmaður sem passar fullkomlega inn í þá stefnu sem við erum að vinna eftir. Það er ekki tilviljun að við gerum svona langan samning við Stefán – við trúum virkilega á hann og viljum að hann fái að vaxa í því faglega umhverfi sem við erum að skapa,“ segir Breki Logason formaður meistaraflokksráðs karla hjá Val, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val áður, við gerðum reyndar fimm ára samning við Andi Hoti á sömu forsendum í síðasta mánuði, en við teljum þetta nauðsynlegt fyrir félagið til lengri tíma. Við höfum stigið skref í vetur sem eru hluti af þessari vegferð og má þar nefna ráðninguna á Arnóri Smárasyni sem starfar sem tæknilegur ráðgjafi okkar. Þá réðum við inn Chris Brazell sem við fengum sérstaklega til liðs við okkur til að vinna markvisst með okkar efnilegustu leikmönnum. Hann er hluti af þjálfarateymi meistaraflokks og er með 2. flokkinn hjá okkur. Við höfum verið að leggja áherslu á bæði styrk og tækni þegar kemur að yngri leikmönnum en ekki síður verið að styðja þá í öðrum þáttum eins og hugarþjálfun, mataræði og öðru sem er það sem skilur oft á milli. Stefán Gísli er hluti af þessari vegferð sem við vonumst til að muni skila okkur sterkari leikmönnum og enn sterkara félagi,“ segir Breki. „Get ekki beðið eftir að byrja að sanna mig“ Stefán Gísli er sjálfur staðráðinn í að þroskast og dafna sem leikmaður á Hlíðarenda: „Það er ekki nokkur spurning að Valur er flottur klúbbur með mikla sögu og metnað til þess að vinna. Það er samt ekki endilega það sem heillaði mig heldur fann ég það í samtölum mínum við forsvarsmenn klúbbsins núna um páskana að hugmyndir okkar fara saman. Það er verið að hugsa hlutina til lengri tíma og þetta er ákveðin vegferð sem ég ætla að vera hluti af. Hér í Val ætla ég að verða enn betri leikmaður og taka mikilvæg skref á mínum ferli sem fótboltamaður. Ég er afskaplega ánægður með þessa ákvörðun og get ekki beðið eftir því að byrja að sanna mig.“ Besta deild karla Valur Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Stefán Gísli verður 19 ára í næsta mánuði og á að baki samtals nítján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann þreytti frumraun sína í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og spilaði þá níu deildarleiki með Fylkismönnum sem féllu hins vegar niður í Lengjudeildina. Stefán Gísli var með samning við Fylki sem gilda átti út þetta ár en nú er hann mættur á Hlíðarenda og klár í slaginn með Valsmönnum sem í ljósi tímalengdar samningsins hafa greinilega mikla trú á honum. „Ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val“ „Þessi samningur sem við erum að gera við Stefán Gísla er dæmi um það sem við í stjórninni hjá Val viljum leggja áherslu á. Þarna er á ferðinni strákur sem við höfum fylgst með lengi og tikkar í mörg box hjá okkur. Við sjáum það bæði á öllum tölum og hvernig karakter hann er að þarna er leikmaður sem passar fullkomlega inn í þá stefnu sem við erum að vinna eftir. Það er ekki tilviljun að við gerum svona langan samning við Stefán – við trúum virkilega á hann og viljum að hann fái að vaxa í því faglega umhverfi sem við erum að skapa,“ segir Breki Logason formaður meistaraflokksráðs karla hjá Val, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ekki séð marga svona samninga hjá okkur í Val áður, við gerðum reyndar fimm ára samning við Andi Hoti á sömu forsendum í síðasta mánuði, en við teljum þetta nauðsynlegt fyrir félagið til lengri tíma. Við höfum stigið skref í vetur sem eru hluti af þessari vegferð og má þar nefna ráðninguna á Arnóri Smárasyni sem starfar sem tæknilegur ráðgjafi okkar. Þá réðum við inn Chris Brazell sem við fengum sérstaklega til liðs við okkur til að vinna markvisst með okkar efnilegustu leikmönnum. Hann er hluti af þjálfarateymi meistaraflokks og er með 2. flokkinn hjá okkur. Við höfum verið að leggja áherslu á bæði styrk og tækni þegar kemur að yngri leikmönnum en ekki síður verið að styðja þá í öðrum þáttum eins og hugarþjálfun, mataræði og öðru sem er það sem skilur oft á milli. Stefán Gísli er hluti af þessari vegferð sem við vonumst til að muni skila okkur sterkari leikmönnum og enn sterkara félagi,“ segir Breki. „Get ekki beðið eftir að byrja að sanna mig“ Stefán Gísli er sjálfur staðráðinn í að þroskast og dafna sem leikmaður á Hlíðarenda: „Það er ekki nokkur spurning að Valur er flottur klúbbur með mikla sögu og metnað til þess að vinna. Það er samt ekki endilega það sem heillaði mig heldur fann ég það í samtölum mínum við forsvarsmenn klúbbsins núna um páskana að hugmyndir okkar fara saman. Það er verið að hugsa hlutina til lengri tíma og þetta er ákveðin vegferð sem ég ætla að vera hluti af. Hér í Val ætla ég að verða enn betri leikmaður og taka mikilvæg skref á mínum ferli sem fótboltamaður. Ég er afskaplega ánægður með þessa ákvörðun og get ekki beðið eftir því að byrja að sanna mig.“
Besta deild karla Valur Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn