„Við erum búnir að brenna skipin“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2025 23:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, fór að venju mikinn í viðtali eftir leik. Vísir/Vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip. Þróun leiksins „Með mínum gleraugum fannst mér við betri fyrsta hálftímann. Síðan komu Valsmenn sterkir síðasta korterið í fyrri hálfleik, tóku gjörsamlega yfir leikinn þá. Þeir voru að hóta marki og fengu það síðan undir lok hálfleiksins… Mér fannst við vera töluvert sterkari í seinni hálfleik og ég er auðvitað gríðarlega stoltur af þessu liði. Þessi leikur henti mörgum áskorunum í andlitið á okkur, eins og sást var alls ekki sama varnarlína sem byrjaði leikinn og endaði leikinn… Miðað við það, margir leikmenn að spila úr stöðu og fengu verkefni sem þeir eru kannski ekki vanir, þá er ég bara gríðarlega ánægður og stoltur af liðinu… Það hefði verið auðvelt að missa móðinn en það var mjög sterkt að finna það á hliðarlínunni, trúnna sem leikmennirnir höfðu að við gætum komið til baka. Við hefðum haldið áfram fram á miðnætti ef að því er að skipta. Mér fannst þetta það minnsta sem við áttum skilið úr þessum leik“ sagði Óskar fljótlega eftir leik. Sá ekki vafaatriðin Óskar sá ekki atvikið, vítaspyrnudóminn sem skilaði KR stiginu, nógu vel til að geta tjáð sig um það. Ekki frekar en brot Tryggva Hrafns fyrr í leiknum, sem margir KR-ingar vildu sjá rautt spjald fyrir. Engar áhyggjur af meiðslalistanum Þrátt fyrir mörg meiðsli í öftustu línu hefur Óskar ekki áhyggjur. Miðverðirnir Gyrðir og Finnur og hægri bakvörðurinn Ástbjörn fóru allir meiddir af velli. Þá voru þegar margir varnarmenn meiddir. „Ég get ekki verið áhyggjufullur, ég er það ánægður með liðið og þá sem komu inn og stóðu vaktina í vörninni. Við finnum alltaf leiðir“ sagði Óskar. Munu ekki hörfa og munu ekki leggjast Öll mörkin sem Valur skoraði komu eftir mistök í öftustu línu KR. Ekki er reiknað með að liðið hverfi frá þeirri leikfræði, að spila boltanum upp úr vörninni, þannig að leikir KR verða væntanlega margir eins og þessi: Endanna á milli og mikið skorað. „Ég get allavega lofað því, nei við erum ekki að fara að hætta. Við erum ekki að fara að spila með belti, axlabönd og áhættutryggingu frá Lloyd‘s í Bretlandi, ég get alveg lofað þér því… Hins vegar þurfum við samt að fara betur með boltann, ekki gera alveg svona mörg mistök, en auðvitað hefur það líka áhrif að ég neyðist til að hrófla við liðinu. Það vantar ákveðinn takt sem myndast ef menn ná að stilla upp sama liði nokkra leiki í röð, það hefur ekki tekist hingað til… Ég hef sagt að eina leiðin til að læra og verða betri er að gera mistök… Í grunninn er þessi hugmyndafræði brothætt, menn eru berskjaldaðir og mistökin geta verið dýrkeypt, en ég mun ekki refsa mönnum fyrir að reyna að gera það sem við viljum gera… Við erum búnir að brenna skipin. Það verður ekki aftur snúið. Við hefðum sótt fjórða markið ef við hefðum haft tíma til þess. Ef við hefðum verið 3-2 yfir hefðum við samt reynt að skora 4-2. Við munum ekki hörfa, við munum ekki leggjast. Stundum ýta lið okkur niður, bara eðlilega geta góð lið ýtt okkur niður í einhvern tíma, en við munum alltaf reyna að komast upp aftur. Þannig er það bara og jú, vonandi verða þessir leikir áfram skemmtilegir, ég geri ráð fyrir því. Við erum opnir í níutíu mínútur og góð lið geta komið sér í færi á þeim tíma, en þá þurfum við bara að skora fleiri“ sagði Óskar að lokum og vísaði þar í spænska landvinningamanninn Hernán Cortés, sem brenndi öll skip sín eftir að hafa siglt þeim til Mexíkó árið 1519. Besta deild karla KR Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Þróun leiksins „Með mínum gleraugum fannst mér við betri fyrsta hálftímann. Síðan komu Valsmenn sterkir síðasta korterið í fyrri hálfleik, tóku gjörsamlega yfir leikinn þá. Þeir voru að hóta marki og fengu það síðan undir lok hálfleiksins… Mér fannst við vera töluvert sterkari í seinni hálfleik og ég er auðvitað gríðarlega stoltur af þessu liði. Þessi leikur henti mörgum áskorunum í andlitið á okkur, eins og sást var alls ekki sama varnarlína sem byrjaði leikinn og endaði leikinn… Miðað við það, margir leikmenn að spila úr stöðu og fengu verkefni sem þeir eru kannski ekki vanir, þá er ég bara gríðarlega ánægður og stoltur af liðinu… Það hefði verið auðvelt að missa móðinn en það var mjög sterkt að finna það á hliðarlínunni, trúnna sem leikmennirnir höfðu að við gætum komið til baka. Við hefðum haldið áfram fram á miðnætti ef að því er að skipta. Mér fannst þetta það minnsta sem við áttum skilið úr þessum leik“ sagði Óskar fljótlega eftir leik. Sá ekki vafaatriðin Óskar sá ekki atvikið, vítaspyrnudóminn sem skilaði KR stiginu, nógu vel til að geta tjáð sig um það. Ekki frekar en brot Tryggva Hrafns fyrr í leiknum, sem margir KR-ingar vildu sjá rautt spjald fyrir. Engar áhyggjur af meiðslalistanum Þrátt fyrir mörg meiðsli í öftustu línu hefur Óskar ekki áhyggjur. Miðverðirnir Gyrðir og Finnur og hægri bakvörðurinn Ástbjörn fóru allir meiddir af velli. Þá voru þegar margir varnarmenn meiddir. „Ég get ekki verið áhyggjufullur, ég er það ánægður með liðið og þá sem komu inn og stóðu vaktina í vörninni. Við finnum alltaf leiðir“ sagði Óskar. Munu ekki hörfa og munu ekki leggjast Öll mörkin sem Valur skoraði komu eftir mistök í öftustu línu KR. Ekki er reiknað með að liðið hverfi frá þeirri leikfræði, að spila boltanum upp úr vörninni, þannig að leikir KR verða væntanlega margir eins og þessi: Endanna á milli og mikið skorað. „Ég get allavega lofað því, nei við erum ekki að fara að hætta. Við erum ekki að fara að spila með belti, axlabönd og áhættutryggingu frá Lloyd‘s í Bretlandi, ég get alveg lofað þér því… Hins vegar þurfum við samt að fara betur með boltann, ekki gera alveg svona mörg mistök, en auðvitað hefur það líka áhrif að ég neyðist til að hrófla við liðinu. Það vantar ákveðinn takt sem myndast ef menn ná að stilla upp sama liði nokkra leiki í röð, það hefur ekki tekist hingað til… Ég hef sagt að eina leiðin til að læra og verða betri er að gera mistök… Í grunninn er þessi hugmyndafræði brothætt, menn eru berskjaldaðir og mistökin geta verið dýrkeypt, en ég mun ekki refsa mönnum fyrir að reyna að gera það sem við viljum gera… Við erum búnir að brenna skipin. Það verður ekki aftur snúið. Við hefðum sótt fjórða markið ef við hefðum haft tíma til þess. Ef við hefðum verið 3-2 yfir hefðum við samt reynt að skora 4-2. Við munum ekki hörfa, við munum ekki leggjast. Stundum ýta lið okkur niður, bara eðlilega geta góð lið ýtt okkur niður í einhvern tíma, en við munum alltaf reyna að komast upp aftur. Þannig er það bara og jú, vonandi verða þessir leikir áfram skemmtilegir, ég geri ráð fyrir því. Við erum opnir í níutíu mínútur og góð lið geta komið sér í færi á þeim tíma, en þá þurfum við bara að skora fleiri“ sagði Óskar að lokum og vísaði þar í spænska landvinningamanninn Hernán Cortés, sem brenndi öll skip sín eftir að hafa siglt þeim til Mexíkó árið 1519.
Besta deild karla KR Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira