„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Hinrik Wöhler skrifar 14. apríl 2025 22:11 Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, náði ekki að krækja í stig í Garðabænum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var svekktur eftir 2-1 tap á móti Stjörnunni. Leikurinn var jafn á flestum vígstöðum og segir Jón Þór að þetta hefði getað dottið báðum megin. Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var svekktur eftir 2-1 tap á móti Stjörnunni. Leikurinn var jafn á flestum vígstöðum og segir Jón Þór að þetta hefði getað dottið báðum megin. „Þetta féll þeirra megin. Mér fannst ógeðslega svekkjandi að tapa þessum leik, þetta var 50/50 leikur út í gegn. Stjarnan kemst tvisvar yfir í leiknum og í hvorugt skiptið með tök á leiknum, þetta féll með þeim. Mínir menn geta borið höfuðið hátt og gerðu allt sem þeir gátu til þess að fá eitthvað út úr þessum leik. Við sannarlega fengum færi til þess en það gekk ekki í dag,“ sagði Jón Þór í viðtali eftir tapleikinn í Garðabæ. Það blés kröftulega á Samsung-vellinum í kvöld og segir Jón Þór að það hafi haft talsverð áhrif á leikinn. Hann er þó sáttur með frammistöðuna og baráttuna hjá leikmönnum sínum í kvöld. „Mér finnst við geta borið höfuðið hátt og margar fínar sóknir. Við sköpum fín færi í þessum leik til að skora fleiri mörk. Vindurinn hafði töluverð áhrif á leikinn en engu síður fengu við margar fínar sóknir í þessum leik og mörkin hefðu getað orðið fleiri,“ bætti Jón Þór við. Haukur Andri Haraldsson var með sprækustu leikmönnum ÍA á vellinum í kvöld en lét reka sig út af eftir að hafa fengið tvö gul spjöld. Skagamenn verða þar af leiðandi án hans í næsta deildarleik. „Þetta var óþarfi, bæði hjá Hauk, hann hefði ekki þurft að brjóta í þessari stöðu. Mér fannst einnig dómarinn geta sleppt því líka að gefa honum spjald fyrir það. Það þýðir ekki að pæla í því og auðvitað kostar það að hann spilar ekki næsta leik með okkur en við erum með stóran hóp og það kemur maður í manns stað,“ sagði Jón Þór um seinna gula spjald Hauks Andra. Að lokum var Jón Þór spurður hvort búast mætti við einhverjum hreyfingum á leikmannahóp ÍA áður en félagsskiptaglugginn lokar 29. apríl. „Ég á ekki von á því, nei,“ sagði Jón Þór að lokum. Besta deild karla ÍA Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var svekktur eftir 2-1 tap á móti Stjörnunni. Leikurinn var jafn á flestum vígstöðum og segir Jón Þór að þetta hefði getað dottið báðum megin. „Þetta féll þeirra megin. Mér fannst ógeðslega svekkjandi að tapa þessum leik, þetta var 50/50 leikur út í gegn. Stjarnan kemst tvisvar yfir í leiknum og í hvorugt skiptið með tök á leiknum, þetta féll með þeim. Mínir menn geta borið höfuðið hátt og gerðu allt sem þeir gátu til þess að fá eitthvað út úr þessum leik. Við sannarlega fengum færi til þess en það gekk ekki í dag,“ sagði Jón Þór í viðtali eftir tapleikinn í Garðabæ. Það blés kröftulega á Samsung-vellinum í kvöld og segir Jón Þór að það hafi haft talsverð áhrif á leikinn. Hann er þó sáttur með frammistöðuna og baráttuna hjá leikmönnum sínum í kvöld. „Mér finnst við geta borið höfuðið hátt og margar fínar sóknir. Við sköpum fín færi í þessum leik til að skora fleiri mörk. Vindurinn hafði töluverð áhrif á leikinn en engu síður fengu við margar fínar sóknir í þessum leik og mörkin hefðu getað orðið fleiri,“ bætti Jón Þór við. Haukur Andri Haraldsson var með sprækustu leikmönnum ÍA á vellinum í kvöld en lét reka sig út af eftir að hafa fengið tvö gul spjöld. Skagamenn verða þar af leiðandi án hans í næsta deildarleik. „Þetta var óþarfi, bæði hjá Hauk, hann hefði ekki þurft að brjóta í þessari stöðu. Mér fannst einnig dómarinn geta sleppt því líka að gefa honum spjald fyrir það. Það þýðir ekki að pæla í því og auðvitað kostar það að hann spilar ekki næsta leik með okkur en við erum með stóran hóp og það kemur maður í manns stað,“ sagði Jón Þór um seinna gula spjald Hauks Andra. Að lokum var Jón Þór spurður hvort búast mætti við einhverjum hreyfingum á leikmannahóp ÍA áður en félagsskiptaglugginn lokar 29. apríl. „Ég á ekki von á því, nei,“ sagði Jón Þór að lokum.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira