Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2025 07:03 Fyrirliðinn Bruno Fernandes og þjálfarinn Rúben Amorim. Getty Images/Marc Atkins Tap Manchester United um liðna helgi þýðir að liðið er með 38 stig þegar 32 umferðum er lokið. Sama þó liðið vinni síðustu sex deildarleiki sína er ljóst að liðið endar með lægsta stigafjölda sinn frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992. Það verður ekki annað sagt en tímabil Man United hafi verið farsakennt. Síðasta sumar fékk Erik ten Hag framlengingu á samningi sínum sem þjálfari liðsins og himinháum fjárhæðum var eytt í leikmenn sem hann vildi fá til félagsins. Spólum fram nokkra mánuði og búið var að reka Ten Hag og ráða Rúben Amorim sem neitar að spila neitt annað en 3-4-2-1 leikkerfið sitt, eitthvað sem hentar leikmannahópi félagsins einkar illa. Þá sagði Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi félagsins, að skuldir þess væru að sliga félagið og það þyrfti að taka til í bókhaldinu. Því hafa allir og amma þeirra annað hvort fengið reisupassann eða misst einhver fríðindi. Þá hefur fjöldi leikmanna verið sendur á brott án þess að nýir hafi komið inn. Bjartsýnin var því ekki mikil þegar Man United sótti Newcastle United heim í leik liðanna á sunnudaginn var. Hinn 18 ára gamli Harry Amass byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni, Victor Lindelöf stóð óvænt vaktina í miðverðinum og Christian Eriksen var í byrjunarliðinu líkt og í fyrri leiknum á Old Trafford þar sem hann átti ekki roð í kraftmikið lið Newcastle. Eftir enn ein mistök André Onana gegn Lyon í miðri viku stóð Altay Bayındır á milli stanganna. Það verður ekki sagt að hann hafi sýnt fram á að hann eigi skilið að spila frekar en Onana . Leikurinn tapaðist örugglega 4-1 og Man United hefur nú tapað 14 af þeim 32 leikjum sem liðið hefur spilað. Það sem meira er, það hefur aðeins skorað 38 mörk. Þrátt fyrir að gengi liðsins hafi oftar en ekki verið skelfilegt undanfarin ár hefur Man United aldrei endað á neðri hluta töflunnar. Tímabilið 2023-24, þegar framtíð Ten Hag hékk á bláþræði, endaði liðið samt sem áður með 60 stig í 8. sæti. Amorim hefur sagt að félagið þurfi að sætta sig við stöðuna og halda áfram. Eina sem gæti „bjargað“ tímabilinu sé að vinna Evrópudeildina því þá kæmist liðið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur virðist það fjarlægur draumur. Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en tímabil Man United hafi verið farsakennt. Síðasta sumar fékk Erik ten Hag framlengingu á samningi sínum sem þjálfari liðsins og himinháum fjárhæðum var eytt í leikmenn sem hann vildi fá til félagsins. Spólum fram nokkra mánuði og búið var að reka Ten Hag og ráða Rúben Amorim sem neitar að spila neitt annað en 3-4-2-1 leikkerfið sitt, eitthvað sem hentar leikmannahópi félagsins einkar illa. Þá sagði Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi félagsins, að skuldir þess væru að sliga félagið og það þyrfti að taka til í bókhaldinu. Því hafa allir og amma þeirra annað hvort fengið reisupassann eða misst einhver fríðindi. Þá hefur fjöldi leikmanna verið sendur á brott án þess að nýir hafi komið inn. Bjartsýnin var því ekki mikil þegar Man United sótti Newcastle United heim í leik liðanna á sunnudaginn var. Hinn 18 ára gamli Harry Amass byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni, Victor Lindelöf stóð óvænt vaktina í miðverðinum og Christian Eriksen var í byrjunarliðinu líkt og í fyrri leiknum á Old Trafford þar sem hann átti ekki roð í kraftmikið lið Newcastle. Eftir enn ein mistök André Onana gegn Lyon í miðri viku stóð Altay Bayındır á milli stanganna. Það verður ekki sagt að hann hafi sýnt fram á að hann eigi skilið að spila frekar en Onana . Leikurinn tapaðist örugglega 4-1 og Man United hefur nú tapað 14 af þeim 32 leikjum sem liðið hefur spilað. Það sem meira er, það hefur aðeins skorað 38 mörk. Þrátt fyrir að gengi liðsins hafi oftar en ekki verið skelfilegt undanfarin ár hefur Man United aldrei endað á neðri hluta töflunnar. Tímabilið 2023-24, þegar framtíð Ten Hag hékk á bláþræði, endaði liðið samt sem áður með 60 stig í 8. sæti. Amorim hefur sagt að félagið þurfi að sætta sig við stöðuna og halda áfram. Eina sem gæti „bjargað“ tímabilinu sé að vinna Evrópudeildina því þá kæmist liðið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur virðist það fjarlægur draumur.
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira