Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2025 07:03 Fyrirliðinn Bruno Fernandes og þjálfarinn Rúben Amorim. Getty Images/Marc Atkins Tap Manchester United um liðna helgi þýðir að liðið er með 38 stig þegar 32 umferðum er lokið. Sama þó liðið vinni síðustu sex deildarleiki sína er ljóst að liðið endar með lægsta stigafjölda sinn frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992. Það verður ekki annað sagt en tímabil Man United hafi verið farsakennt. Síðasta sumar fékk Erik ten Hag framlengingu á samningi sínum sem þjálfari liðsins og himinháum fjárhæðum var eytt í leikmenn sem hann vildi fá til félagsins. Spólum fram nokkra mánuði og búið var að reka Ten Hag og ráða Rúben Amorim sem neitar að spila neitt annað en 3-4-2-1 leikkerfið sitt, eitthvað sem hentar leikmannahópi félagsins einkar illa. Þá sagði Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi félagsins, að skuldir þess væru að sliga félagið og það þyrfti að taka til í bókhaldinu. Því hafa allir og amma þeirra annað hvort fengið reisupassann eða misst einhver fríðindi. Þá hefur fjöldi leikmanna verið sendur á brott án þess að nýir hafi komið inn. Bjartsýnin var því ekki mikil þegar Man United sótti Newcastle United heim í leik liðanna á sunnudaginn var. Hinn 18 ára gamli Harry Amass byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni, Victor Lindelöf stóð óvænt vaktina í miðverðinum og Christian Eriksen var í byrjunarliðinu líkt og í fyrri leiknum á Old Trafford þar sem hann átti ekki roð í kraftmikið lið Newcastle. Eftir enn ein mistök André Onana gegn Lyon í miðri viku stóð Altay Bayındır á milli stanganna. Það verður ekki sagt að hann hafi sýnt fram á að hann eigi skilið að spila frekar en Onana . Leikurinn tapaðist örugglega 4-1 og Man United hefur nú tapað 14 af þeim 32 leikjum sem liðið hefur spilað. Það sem meira er, það hefur aðeins skorað 38 mörk. Þrátt fyrir að gengi liðsins hafi oftar en ekki verið skelfilegt undanfarin ár hefur Man United aldrei endað á neðri hluta töflunnar. Tímabilið 2023-24, þegar framtíð Ten Hag hékk á bláþræði, endaði liðið samt sem áður með 60 stig í 8. sæti. Amorim hefur sagt að félagið þurfi að sætta sig við stöðuna og halda áfram. Eina sem gæti „bjargað“ tímabilinu sé að vinna Evrópudeildina því þá kæmist liðið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur virðist það fjarlægur draumur. Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en tímabil Man United hafi verið farsakennt. Síðasta sumar fékk Erik ten Hag framlengingu á samningi sínum sem þjálfari liðsins og himinháum fjárhæðum var eytt í leikmenn sem hann vildi fá til félagsins. Spólum fram nokkra mánuði og búið var að reka Ten Hag og ráða Rúben Amorim sem neitar að spila neitt annað en 3-4-2-1 leikkerfið sitt, eitthvað sem hentar leikmannahópi félagsins einkar illa. Þá sagði Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi félagsins, að skuldir þess væru að sliga félagið og það þyrfti að taka til í bókhaldinu. Því hafa allir og amma þeirra annað hvort fengið reisupassann eða misst einhver fríðindi. Þá hefur fjöldi leikmanna verið sendur á brott án þess að nýir hafi komið inn. Bjartsýnin var því ekki mikil þegar Man United sótti Newcastle United heim í leik liðanna á sunnudaginn var. Hinn 18 ára gamli Harry Amass byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni, Victor Lindelöf stóð óvænt vaktina í miðverðinum og Christian Eriksen var í byrjunarliðinu líkt og í fyrri leiknum á Old Trafford þar sem hann átti ekki roð í kraftmikið lið Newcastle. Eftir enn ein mistök André Onana gegn Lyon í miðri viku stóð Altay Bayındır á milli stanganna. Það verður ekki sagt að hann hafi sýnt fram á að hann eigi skilið að spila frekar en Onana . Leikurinn tapaðist örugglega 4-1 og Man United hefur nú tapað 14 af þeim 32 leikjum sem liðið hefur spilað. Það sem meira er, það hefur aðeins skorað 38 mörk. Þrátt fyrir að gengi liðsins hafi oftar en ekki verið skelfilegt undanfarin ár hefur Man United aldrei endað á neðri hluta töflunnar. Tímabilið 2023-24, þegar framtíð Ten Hag hékk á bláþræði, endaði liðið samt sem áður með 60 stig í 8. sæti. Amorim hefur sagt að félagið þurfi að sætta sig við stöðuna og halda áfram. Eina sem gæti „bjargað“ tímabilinu sé að vinna Evrópudeildina því þá kæmist liðið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur virðist það fjarlægur draumur.
Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira