Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. apríl 2025 09:44 Stél þyrlunnar sprakk af í miðju flugi og hrapaði hún síðan á hvolfi ofan í Hudson-á. Ap Íslenskir feðgar fóru í útsýnisflug með þyrlunni sem hrapaði í Hudson-ánna á fimmtudag. Skömmu eftir að þeir flugu yfir borgina hrapaði þyrlan til jarðar og létust allir sex um borð. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um þyrluslysið. Rafn Herlufsen og fjórtán ára sonur hans voru á ferðalagi um New York í tilefni þess að sonurinn var að fermast. Á þriðjudeginum fóru þeir í Madison Square Garden að fylgjast með æsispennandi leik New York Knicks og Boston Celtics sem endaði með tveggja stiga tapi heimamanna, 117-119. Á fimmtudaginn fóru þeir í útsýnisflug með Bell 206-þyrlu hjá New York Helicopter Tours. Rafn flaug í annað skiptið með fyrirtækinu en sonurinn í fyrsta sinn. Þeir fengu mynd af sér með þyrlunni, rétt eins og fjölskyldan sem lést í slysinu og flugu síðan yfir Frelsisstyttuna, Ellis-eyju og One World Trade Center. „Ég elska borgina,“ sagði Rafn við New York Times. Ekki kemur fram nákvæmlega hvenær fegarnir flugu með þyrlunni en það virðist hafa verið nokkrum klukkustundum áður en þyrlan hrapaði til jarðar. Escobar-fjölskyldan, hjónin Agustin og Mercé og þrjú börn þeirra, mættu á þyrlupallinn klukkan 15, fengu mynd af sér og fóru í kjölfarið upp í þyrluna. Eftir rúmlega korterstúr þá splundraðist þyrlan í loftinu og hrapaði ofan í Hudson-á með þeim afleiðingum að allir létust. Síminn logaði eftir slysið Rafn lýsti því við New York Times að skilaboðum og símtölum hafi byrjað að rigna inn til hans fljótlega eftir slysið. Hann hafi þá fattað að þeir hefðu flogið með sömu þyrlu. Þyrluslysið hafi tekið sérstaklega á son Rafns, það væri erfitt að vera fjórtán ára og upplifa svona mikla nálægð við dauðann. Hins vegar ætluðu þeir feðgarnir að enda ferðina á jákvæðum nótum. „Við eigum einn dag eftir af New York-dvöl okkar,“ sagði Rafn við New York Times á fimmtudag. Hann ætlaði ekki að láta þetta skemma þessa tímamótaferð þeirra feðga. Bandaríkin Íslendingar erlendis Samgönguslys Fréttir af flugi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um þyrluslysið. Rafn Herlufsen og fjórtán ára sonur hans voru á ferðalagi um New York í tilefni þess að sonurinn var að fermast. Á þriðjudeginum fóru þeir í Madison Square Garden að fylgjast með æsispennandi leik New York Knicks og Boston Celtics sem endaði með tveggja stiga tapi heimamanna, 117-119. Á fimmtudaginn fóru þeir í útsýnisflug með Bell 206-þyrlu hjá New York Helicopter Tours. Rafn flaug í annað skiptið með fyrirtækinu en sonurinn í fyrsta sinn. Þeir fengu mynd af sér með þyrlunni, rétt eins og fjölskyldan sem lést í slysinu og flugu síðan yfir Frelsisstyttuna, Ellis-eyju og One World Trade Center. „Ég elska borgina,“ sagði Rafn við New York Times. Ekki kemur fram nákvæmlega hvenær fegarnir flugu með þyrlunni en það virðist hafa verið nokkrum klukkustundum áður en þyrlan hrapaði til jarðar. Escobar-fjölskyldan, hjónin Agustin og Mercé og þrjú börn þeirra, mættu á þyrlupallinn klukkan 15, fengu mynd af sér og fóru í kjölfarið upp í þyrluna. Eftir rúmlega korterstúr þá splundraðist þyrlan í loftinu og hrapaði ofan í Hudson-á með þeim afleiðingum að allir létust. Síminn logaði eftir slysið Rafn lýsti því við New York Times að skilaboðum og símtölum hafi byrjað að rigna inn til hans fljótlega eftir slysið. Hann hafi þá fattað að þeir hefðu flogið með sömu þyrlu. Þyrluslysið hafi tekið sérstaklega á son Rafns, það væri erfitt að vera fjórtán ára og upplifa svona mikla nálægð við dauðann. Hins vegar ætluðu þeir feðgarnir að enda ferðina á jákvæðum nótum. „Við eigum einn dag eftir af New York-dvöl okkar,“ sagði Rafn við New York Times á fimmtudag. Hann ætlaði ekki að láta þetta skemma þessa tímamótaferð þeirra feðga.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Samgönguslys Fréttir af flugi Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira