Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 06:34 Markaðir í Kína tóku dýfu eins og annars staðar í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir. Vísir/EPA Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. Kína tilkynnti í vikunni að þau ætluðu að setja 34 prósent tolla á vörur frá Bandaríkjunum eins og Bandaríkin ætla að gera við vörur frá þeim. Trump svaraði því svo í gær með því að tilkynna að tollar á Kína myndu þá hækka um 50 prósent myndi Kína ekki láta af sínum tollum. Hann gaf þeim frest út daginn í dag en hærri tollar taka gildi á morgun verði Kína ekki af tollahækkunum sínum. Þá sagði Trump sömuleiðis að öllum samningaviðræðum við Kína verði lokið hætti Kína ekki við. Í frétt Guardian um málið segir að staðan á asískum mörkuðum virtist hafa batnað örlítið í morgunsárið eftir erfiða síðustu daga í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir í síðustu viku. Traust hlutabréf í Kína hækkuðu um 0,7 prósent í gær, mánudag, sem er þó aðeins lítill hluti af þeim sjö prósentum sem þau féllu um sama dag. Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu um tvö prósent eftir að kauphöllin þar átti sinn versta dag síðan 1997 samkvæmt frétt Guardian. Þar kemur einnig fram að hlutabréf í Bandaríkjunum hafi hækkað örlítið eftir að hafa hríðfallið síðustu daga. Þá kemur einnig fram að hlutabréf í Japan hafi hækkað um sex prósent og þannig aðeins jafnað sig en þau höfðu ekki verið lægri í 18 mánuði. Grunntollar Trump, 10 prósent, á flestar þjóðir tóku gildi um helgina en hækka svo á morgun og eru ólíkir eftir löndum. Kína er ekki eina landið sem hefur svarað þessum tollahækkunum. Evrópuráðið hefur lagt til að tollum Trump verði svarað með 25 prósenta tollum á ákveðnar vörur frá Bandaríkjunum, svo sem sojabaunir, hnetur, pylsur á sama tíma og þau hafa sagst tilbúin að ræða við Trump um að falla frá tollum geri hann það sama. Maros Sefcovic , viðskiptaráðherra Evrópusambandsins, sagði á ráðstefnu í vikunni að fyrr eða síðar myndu þau sitja við samningaborðið með Bandaríkjunum og finna einhverja leið til að málamiðla. Tollar hafa þegar verið hækkaði á ákveðnar vörur frá Evrópusambandinu, eins og bíla og málma. Á morgun, miðvikudag, hækka tollar svo á fleiri vörur. Trump hefur sömuleiðis hótað að hækka tolla á áfengi sem flutt er inn til Bandaríkjanna frá Evrópu. Markaðir í Taívan hríðféllu í gær. Lai Ching, forseti landsins, sagði í gær að þau væru tilbúin til samningaviðræðna og lagði til að tollar yrðu afnumdir og að Taívan myndi auka fjárfestingar í Bandaríkjunum. Leggja á 32 prósenta toll á innfluttar vörur frá Taívan. Bandaríkin Kína Skattar og tollar Evrópusambandið Taívan Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Kína tilkynnti í vikunni að þau ætluðu að setja 34 prósent tolla á vörur frá Bandaríkjunum eins og Bandaríkin ætla að gera við vörur frá þeim. Trump svaraði því svo í gær með því að tilkynna að tollar á Kína myndu þá hækka um 50 prósent myndi Kína ekki láta af sínum tollum. Hann gaf þeim frest út daginn í dag en hærri tollar taka gildi á morgun verði Kína ekki af tollahækkunum sínum. Þá sagði Trump sömuleiðis að öllum samningaviðræðum við Kína verði lokið hætti Kína ekki við. Í frétt Guardian um málið segir að staðan á asískum mörkuðum virtist hafa batnað örlítið í morgunsárið eftir erfiða síðustu daga í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir í síðustu viku. Traust hlutabréf í Kína hækkuðu um 0,7 prósent í gær, mánudag, sem er þó aðeins lítill hluti af þeim sjö prósentum sem þau féllu um sama dag. Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu um tvö prósent eftir að kauphöllin þar átti sinn versta dag síðan 1997 samkvæmt frétt Guardian. Þar kemur einnig fram að hlutabréf í Bandaríkjunum hafi hækkað örlítið eftir að hafa hríðfallið síðustu daga. Þá kemur einnig fram að hlutabréf í Japan hafi hækkað um sex prósent og þannig aðeins jafnað sig en þau höfðu ekki verið lægri í 18 mánuði. Grunntollar Trump, 10 prósent, á flestar þjóðir tóku gildi um helgina en hækka svo á morgun og eru ólíkir eftir löndum. Kína er ekki eina landið sem hefur svarað þessum tollahækkunum. Evrópuráðið hefur lagt til að tollum Trump verði svarað með 25 prósenta tollum á ákveðnar vörur frá Bandaríkjunum, svo sem sojabaunir, hnetur, pylsur á sama tíma og þau hafa sagst tilbúin að ræða við Trump um að falla frá tollum geri hann það sama. Maros Sefcovic , viðskiptaráðherra Evrópusambandsins, sagði á ráðstefnu í vikunni að fyrr eða síðar myndu þau sitja við samningaborðið með Bandaríkjunum og finna einhverja leið til að málamiðla. Tollar hafa þegar verið hækkaði á ákveðnar vörur frá Evrópusambandinu, eins og bíla og málma. Á morgun, miðvikudag, hækka tollar svo á fleiri vörur. Trump hefur sömuleiðis hótað að hækka tolla á áfengi sem flutt er inn til Bandaríkjanna frá Evrópu. Markaðir í Taívan hríðféllu í gær. Lai Ching, forseti landsins, sagði í gær að þau væru tilbúin til samningaviðræðna og lagði til að tollar yrðu afnumdir og að Taívan myndi auka fjárfestingar í Bandaríkjunum. Leggja á 32 prósenta toll á innfluttar vörur frá Taívan.
Bandaríkin Kína Skattar og tollar Evrópusambandið Taívan Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira