Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. apríl 2025 18:52 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók á móti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fyrir utan Hvíta húsið. EPA Blaðamannafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem halda átti í kvöld hefur verið aflýst. Þeir munu svara spurningum útvaldra blaða- og fréttamanna. Trump tók á móti Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið á sjötta tímanum að íslenskum tíma. Fyrir fundinum lá að ræða um stríðið á Gasa, gísla sem enn eru í haldi og tollamál samkvæmt umfjöllun BBC. Til stóð að halda blaðamannafund að fundi þeirra loknum en honum var aflýst. Talsmenn Hvíta hússins sögðu að ekki væri verið að aflýsa blaðamannafundinum heldur einungis færa hann. Samkvæmt umfjöllun New York Times var í staðinn fyrir blaðamannafundinn ákveðið að Netanjahú og Trump myndu svara nokkrum spurningum á skrifstofu forsetans. Skrifstofan sé mun minni heldur en fjölmiðlaherbergið þar sem blaðamannafundurinn átti að vera og því komast mun færri blaðamenn að. Þá velja forsvarsmenn Hvíta hússins sérstaklega hvaða blaðamenn fá að vera viðstaddir og spyrja spurninga. Talið er að álag á forseta Bandaríkjanna vegna tollamálanna og aðkallandi spurninga sem Netanjahú þarf að svara, eftir blóðuga árás ísraelskra hermanna á fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasa, valdi því að hætt hafi verið við blaðamannafundinn. Einungis fjórir dagar eru síðan Trump lagði á tollgjöld á öll ríki heimsins, til að mynda tíu prósenta tollgjöld á íslenskar vörur og tuttugu prósent á Evrópusambandið. Mikið verðfall hefur verið á mörkuðum heimsins. Þá myrti ísraelski herinn fimmtán hjálparstarfsmenn, grófu þá í fjöldagröfum og lugu svo til um aðdraganda árásarinnar. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Trump tók á móti Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið á sjötta tímanum að íslenskum tíma. Fyrir fundinum lá að ræða um stríðið á Gasa, gísla sem enn eru í haldi og tollamál samkvæmt umfjöllun BBC. Til stóð að halda blaðamannafund að fundi þeirra loknum en honum var aflýst. Talsmenn Hvíta hússins sögðu að ekki væri verið að aflýsa blaðamannafundinum heldur einungis færa hann. Samkvæmt umfjöllun New York Times var í staðinn fyrir blaðamannafundinn ákveðið að Netanjahú og Trump myndu svara nokkrum spurningum á skrifstofu forsetans. Skrifstofan sé mun minni heldur en fjölmiðlaherbergið þar sem blaðamannafundurinn átti að vera og því komast mun færri blaðamenn að. Þá velja forsvarsmenn Hvíta hússins sérstaklega hvaða blaðamenn fá að vera viðstaddir og spyrja spurninga. Talið er að álag á forseta Bandaríkjanna vegna tollamálanna og aðkallandi spurninga sem Netanjahú þarf að svara, eftir blóðuga árás ísraelskra hermanna á fimmtán hjálparstarfsmenn á Gasa, valdi því að hætt hafi verið við blaðamannafundinn. Einungis fjórir dagar eru síðan Trump lagði á tollgjöld á öll ríki heimsins, til að mynda tíu prósenta tollgjöld á íslenskar vörur og tuttugu prósent á Evrópusambandið. Mikið verðfall hefur verið á mörkuðum heimsins. Þá myrti ísraelski herinn fimmtán hjálparstarfsmenn, grófu þá í fjöldagröfum og lugu svo til um aðdraganda árásarinnar.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira