Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 15:29 Skjáskot úr myndbandi sem einn bráðaliðanna náði á vettvangi og sýnir hvernig Ísraelsher laug til um að hafa myrt bráðaliðana. AP Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa og því hafi hermenn skotið á hana. Myndband af vettvangi afsannaði það og þurftu Ísraelar að leiðrétta rangfærslur sínar. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Ísraelar hafa haldið því fram að sex mannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Spörkuðu honum úr bílnum og létu afklæðast „Við vorum á vakt á breska bráðabirgðaspítalanum þegar við fengum neyðarkall um að ráðist hefði verið á Hashasheen-hverfið í Rafah. Við lögðum af stað, ég og kollegar mínir, Mustafa Khafaga and Ezzeddin Shaath, bráðaliði,“ sagði Munzer Abed, bráðaliði sem lifði af árásina, í viðtali við AP. Þegar bílalestin var stödd á milli Shakoush-strætis og Qadisiyah-svæðis hóf Ísraelsher skothríð á bílana án nokkurrar aðvörunar. „Ég fór í skjól, fór niður í aftursætinu til að verja mig fyrir skothríðinni. Ég heyrði ekki múkk í kollegum mínúm, megi Guð vera þeim náðugur, nema þegar þeir gáfu upp öndina,“ sagði Abed. Ísraelskir sérsveitarhermenn í einkennisbúningum og með næturkíkja hafi þá opnað dyrnar og tekið hann. „Þeir spörkuðu mér út úr bílnum. Þeir létu mig taka öll fötin af mér, síðan leyfðu þeir mér að fara aftur í nærföt,“ sagði Abed. Afklæddu hann, börðu og pyntuðu Abed lýsir því hvernig hermennirnir börðu hann, pyntuðu og skyrptu á hann. „Þeir sögðu öll möguleg blótsyrði við mig. Og börðu mig með riffilskeftunum. Þeir börðu á mér allan líkamann. Þeir bundu [hendur mínar] fyrir aftan bak. Þeir yfirheyrðu mig. Á einum tímapunkti þrýstu þeir M-16-riffli fast að hálsinum á mér. Aðeins fastar og þeir hefðu drepið mig,“ segir hann. Annar hermaður hafi þrýst hníf upp að höndinni á honum og næstum skorið á honum æðarnar. Þriðji hermaðurinn hafi þá stoppað hina tvo. „Hann neyddi mig síðan á jörðina og potaði byssunni í bakið á mér. Hann og þeir sem voru með honum, allir á svæðinu, hófu að skjóta beint á bílana, sem voru þá stopp. Það sem ég sá í myrkrinu var stóri slökkviliðsbíll varnarsveitanna og sjúkrabíll þeirra. Þeir skutu beint á þá en ég sá ekki, á þeim tíma, hvort einhver komst út úr bílunum,“ sagði Abed. Fyrir utan Abed er eins sjúkraflutningamanns, Assaad al-Nassasra, enn saknað. Abed sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ekki er vitað hvort hann var drepinn eins og hinir mennirnir eða er í haldi Ísraelshers. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest sem samanstóð af sjúkrabílum, bíl Sameinuðu þjóðanna og slökkviliðsbíl hafi ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa og því hafi hermenn skotið á hana. Myndband af vettvangi afsannaði það og þurftu Ísraelar að leiðrétta rangfærslur sínar. Lík hjálparstarfsmannanna fimmtán fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðasta mánuði. Ísraelar hafa haldið því fram að sex mannanna séu tengdir Hamas en hafa ekki getað sýnt fram á sönnur þess efnis. Spörkuðu honum úr bílnum og létu afklæðast „Við vorum á vakt á breska bráðabirgðaspítalanum þegar við fengum neyðarkall um að ráðist hefði verið á Hashasheen-hverfið í Rafah. Við lögðum af stað, ég og kollegar mínir, Mustafa Khafaga and Ezzeddin Shaath, bráðaliði,“ sagði Munzer Abed, bráðaliði sem lifði af árásina, í viðtali við AP. Þegar bílalestin var stödd á milli Shakoush-strætis og Qadisiyah-svæðis hóf Ísraelsher skothríð á bílana án nokkurrar aðvörunar. „Ég fór í skjól, fór niður í aftursætinu til að verja mig fyrir skothríðinni. Ég heyrði ekki múkk í kollegum mínúm, megi Guð vera þeim náðugur, nema þegar þeir gáfu upp öndina,“ sagði Abed. Ísraelskir sérsveitarhermenn í einkennisbúningum og með næturkíkja hafi þá opnað dyrnar og tekið hann. „Þeir spörkuðu mér út úr bílnum. Þeir létu mig taka öll fötin af mér, síðan leyfðu þeir mér að fara aftur í nærföt,“ sagði Abed. Afklæddu hann, börðu og pyntuðu Abed lýsir því hvernig hermennirnir börðu hann, pyntuðu og skyrptu á hann. „Þeir sögðu öll möguleg blótsyrði við mig. Og börðu mig með riffilskeftunum. Þeir börðu á mér allan líkamann. Þeir bundu [hendur mínar] fyrir aftan bak. Þeir yfirheyrðu mig. Á einum tímapunkti þrýstu þeir M-16-riffli fast að hálsinum á mér. Aðeins fastar og þeir hefðu drepið mig,“ segir hann. Annar hermaður hafi þrýst hníf upp að höndinni á honum og næstum skorið á honum æðarnar. Þriðji hermaðurinn hafi þá stoppað hina tvo. „Hann neyddi mig síðan á jörðina og potaði byssunni í bakið á mér. Hann og þeir sem voru með honum, allir á svæðinu, hófu að skjóta beint á bílana, sem voru þá stopp. Það sem ég sá í myrkrinu var stóri slökkviliðsbíll varnarsveitanna og sjúkrabíll þeirra. Þeir skutu beint á þá en ég sá ekki, á þeim tíma, hvort einhver komst út úr bílunum,“ sagði Abed. Fyrir utan Abed er eins sjúkraflutningamanns, Assaad al-Nassasra, enn saknað. Abed sagðist hafa séð ísraelska hermenn leiða hann af vettvangi með bundið fyrir augun. Ekki er vitað hvort hann var drepinn eins og hinir mennirnir eða er í haldi Ísraelshers. Þá hefur Ísraelsher lofað ítarlegri rannsókn á atvikinu en Rauði hálfmáninn og önnur alþjóðleg samtök hafa kallað eftir því að gerð verði sjálfstæð óháð rannsókn á atvikinu.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira