Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2025 08:52 Starfsmenn Rauða hálfmánans á Gasa syrgja félaga sína sem voru drepnir nærri Rafah í síðasta mánuði. Lík þeirra sem fundust í grunnri fjöldagröf. AP/Abdel Kareem Hana Ísraelsher rannsakar nú dráp á hópi starfsmanna alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gasaströndinni sem hafa vakið mikla reiði. Talsmaður hersins hafnar ásökunum um að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Lík fimmtán starfsmanna Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðsta mánuði. Forsvarsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu segja að átta starfsmenn samtakanna séu á meðal þeirra sem voru drepnir. Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur krafið ísraelsk stjórnvöld svara um hvað gerðist og fullyrti að ísraelskir hermenn hefðu drepið mennina sem voru enn í sjúkraliðabúningum og með hanska þegar þeir fundust látnir. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökunum um að hermenn hafi drepið hjálparstarfsmenn viljandi. Samkvæmt lýsingu hersins skutu ísraelskir hermenn á bíla sem voru merktir Rauða hálfmánanum nærri borginni Rafah 23. mars. Þeir hafi fellt níu liðsmenn palestínskra vígahópa. „Niðurstaða frumrannsóknar okkar er að það hafi verið hryðjuverkamenn í þessum bílum, sem notuðu þessa bíla Rauða hálfmánans,“ sagði Nadav Shoshani, undirofursti í Ísraelsher, við fréttamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spurður að því hvernig herinn hefði vitað að hryðjuverkamenn væru í bílunum sagði Shoshani að hann hefði ýmsar njósnir um það auk upplýsinga sem hefði verið aflað á vettvangi. Hermenn hefðu seinna skotið á aðrar ómerktar bifreiðar sem hefðu nálgast vettvang án neyðarljósa eða samráðs við herinn. „Ég get ekki farið út í rökstuðninginn og hvað þeir gerðu því það er til rannsóknar. Við munum rannsaka þennan atburð og þegar við höfum svörin munum við birta þau með skýrum hætti og greina frá öllu sem við vitum og öllu sem við höfum komist að,“ sagði Shoshani. Sameinuðu þjóðirnar segja að hjálparstarfsmennirnir sem voru drepnir hafi verið sendir til Rafah eftir að Ísraelsher hóf sókn þangað á dögnum. Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasa 18. mars, fimm dögum áður en hjálparstarfsmennirnir voru drepnir, eftir um tveggja mánaða vopnahlé. Ísrael Hernaður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Lík fimmtán starfsmanna Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðsta mánuði. Forsvarsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu segja að átta starfsmenn samtakanna séu á meðal þeirra sem voru drepnir. Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur krafið ísraelsk stjórnvöld svara um hvað gerðist og fullyrti að ísraelskir hermenn hefðu drepið mennina sem voru enn í sjúkraliðabúningum og með hanska þegar þeir fundust látnir. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökunum um að hermenn hafi drepið hjálparstarfsmenn viljandi. Samkvæmt lýsingu hersins skutu ísraelskir hermenn á bíla sem voru merktir Rauða hálfmánanum nærri borginni Rafah 23. mars. Þeir hafi fellt níu liðsmenn palestínskra vígahópa. „Niðurstaða frumrannsóknar okkar er að það hafi verið hryðjuverkamenn í þessum bílum, sem notuðu þessa bíla Rauða hálfmánans,“ sagði Nadav Shoshani, undirofursti í Ísraelsher, við fréttamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spurður að því hvernig herinn hefði vitað að hryðjuverkamenn væru í bílunum sagði Shoshani að hann hefði ýmsar njósnir um það auk upplýsinga sem hefði verið aflað á vettvangi. Hermenn hefðu seinna skotið á aðrar ómerktar bifreiðar sem hefðu nálgast vettvang án neyðarljósa eða samráðs við herinn. „Ég get ekki farið út í rökstuðninginn og hvað þeir gerðu því það er til rannsóknar. Við munum rannsaka þennan atburð og þegar við höfum svörin munum við birta þau með skýrum hætti og greina frá öllu sem við vitum og öllu sem við höfum komist að,“ sagði Shoshani. Sameinuðu þjóðirnar segja að hjálparstarfsmennirnir sem voru drepnir hafi verið sendir til Rafah eftir að Ísraelsher hóf sókn þangað á dögnum. Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasa 18. mars, fimm dögum áður en hjálparstarfsmennirnir voru drepnir, eftir um tveggja mánaða vopnahlé.
Ísrael Hernaður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira