Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2025 08:52 Starfsmenn Rauða hálfmánans á Gasa syrgja félaga sína sem voru drepnir nærri Rafah í síðasta mánuði. Lík þeirra sem fundust í grunnri fjöldagröf. AP/Abdel Kareem Hana Ísraelsher rannsakar nú dráp á hópi starfsmanna alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gasaströndinni sem hafa vakið mikla reiði. Talsmaður hersins hafnar ásökunum um að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Lík fimmtán starfsmanna Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðsta mánuði. Forsvarsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu segja að átta starfsmenn samtakanna séu á meðal þeirra sem voru drepnir. Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur krafið ísraelsk stjórnvöld svara um hvað gerðist og fullyrti að ísraelskir hermenn hefðu drepið mennina sem voru enn í sjúkraliðabúningum og með hanska þegar þeir fundust látnir. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökunum um að hermenn hafi drepið hjálparstarfsmenn viljandi. Samkvæmt lýsingu hersins skutu ísraelskir hermenn á bíla sem voru merktir Rauða hálfmánanum nærri borginni Rafah 23. mars. Þeir hafi fellt níu liðsmenn palestínskra vígahópa. „Niðurstaða frumrannsóknar okkar er að það hafi verið hryðjuverkamenn í þessum bílum, sem notuðu þessa bíla Rauða hálfmánans,“ sagði Nadav Shoshani, undirofursti í Ísraelsher, við fréttamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spurður að því hvernig herinn hefði vitað að hryðjuverkamenn væru í bílunum sagði Shoshani að hann hefði ýmsar njósnir um það auk upplýsinga sem hefði verið aflað á vettvangi. Hermenn hefðu seinna skotið á aðrar ómerktar bifreiðar sem hefðu nálgast vettvang án neyðarljósa eða samráðs við herinn. „Ég get ekki farið út í rökstuðninginn og hvað þeir gerðu því það er til rannsóknar. Við munum rannsaka þennan atburð og þegar við höfum svörin munum við birta þau með skýrum hætti og greina frá öllu sem við vitum og öllu sem við höfum komist að,“ sagði Shoshani. Sameinuðu þjóðirnar segja að hjálparstarfsmennirnir sem voru drepnir hafi verið sendir til Rafah eftir að Ísraelsher hóf sókn þangað á dögnum. Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasa 18. mars, fimm dögum áður en hjálparstarfsmennirnir voru drepnir, eftir um tveggja mánaða vopnahlé. Ísrael Hernaður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Lík fimmtán starfsmanna Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna fundust grafin í grunnri gröf nærri flökum bifreiða þeirra á sunnanverðri Gasaströndinni í síðsta mánuði. Forsvarsmenn Rauða hálfmánans í Palestínu segja að átta starfsmenn samtakanna séu á meðal þeirra sem voru drepnir. Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna hefur krafið ísraelsk stjórnvöld svara um hvað gerðist og fullyrti að ísraelskir hermenn hefðu drepið mennina sem voru enn í sjúkraliðabúningum og með hanska þegar þeir fundust látnir. Ísraelsher hefur ekki svarað ásökunum um að hermenn hafi drepið hjálparstarfsmenn viljandi. Samkvæmt lýsingu hersins skutu ísraelskir hermenn á bíla sem voru merktir Rauða hálfmánanum nærri borginni Rafah 23. mars. Þeir hafi fellt níu liðsmenn palestínskra vígahópa. „Niðurstaða frumrannsóknar okkar er að það hafi verið hryðjuverkamenn í þessum bílum, sem notuðu þessa bíla Rauða hálfmánans,“ sagði Nadav Shoshani, undirofursti í Ísraelsher, við fréttamenn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Spurður að því hvernig herinn hefði vitað að hryðjuverkamenn væru í bílunum sagði Shoshani að hann hefði ýmsar njósnir um það auk upplýsinga sem hefði verið aflað á vettvangi. Hermenn hefðu seinna skotið á aðrar ómerktar bifreiðar sem hefðu nálgast vettvang án neyðarljósa eða samráðs við herinn. „Ég get ekki farið út í rökstuðninginn og hvað þeir gerðu því það er til rannsóknar. Við munum rannsaka þennan atburð og þegar við höfum svörin munum við birta þau með skýrum hætti og greina frá öllu sem við vitum og öllu sem við höfum komist að,“ sagði Shoshani. Sameinuðu þjóðirnar segja að hjálparstarfsmennirnir sem voru drepnir hafi verið sendir til Rafah eftir að Ísraelsher hóf sókn þangað á dögnum. Ísraelsher hóf hernaðaraðgerðir á Gasa 18. mars, fimm dögum áður en hjálparstarfsmennirnir voru drepnir, eftir um tveggja mánaða vopnahlé.
Ísrael Hernaður Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira