Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 12:16 Anthony Elanga fagnar eftir að flautað var til leiksloka í viðureign Nottingham Forest og Manchester United. getty/Mike Egerton Eftir sigur Nottingham Forest á Manchester United í gær, 1-0, vildi Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, ekki viðurkenna að það hefðu verið mistök að selja Anthony Elanga. Hann skoraði eina mark leiksins á City Ground. Sænski kantmaðurinn hefur leikið einkar vel fyrir Forest í vetur og á stóran þátt í því að liðið er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Forest keypti Elanga frá United fyrir tveimur árum. Hann gerði gamla félaginu sínu grikk í gær þegar hann skoraði eftir mikinn sprett fram völlinn strax á 5. mínútu. Eftir leikinn var Amorim spurður að því hvort forveri hans í starfi, Erik ten Hag, hefði gert mistök með því að losa sig við Elanga. „Við tölum mikið um það sem menn sem voru hjá United eru að gera en þeir fengu tækifæri hérna,“ sagði Amorim. „Hjá Manchester United hefurðu ekki tímann. Ég fæ ekki tíma. Við verðum að laga hlutina strax. Við erum ekki að tala um leikmenn sem spiluðu ekki fyrir United. Þeir spiluðu hérna. Stundum er pressan hérna of mikil, stundum færðu ekki tímann og þú ættir að fá tíma til að þessir ungu leikmenn geti þroskast. En þú þarft traustan grunn og ef þú hefur hann ekki getum við ekki hjálpað þessum krökkum. Þeir fengu sín tækifæri og stundum er fótboltinn þannig og pressan að spila fyrir Manchester United er mikil.“ Elanga hefur skorað sex mörk og lagt upp átta í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur alls komið að 28 mörkum á tveimur tímabilum með Forest. Elanga, sem verður 23 ára í lok mánaðarins, lék alls 55 leiki fyrir United, flesta undir stjórn Ralfs Rangnick, og skoraði fjögur mörk. Hann fékk fá tækifæri hjá Ten Hag og var svo seldur til Forest sumarið 2023. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Sjá meira
Sænski kantmaðurinn hefur leikið einkar vel fyrir Forest í vetur og á stóran þátt í því að liðið er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Forest keypti Elanga frá United fyrir tveimur árum. Hann gerði gamla félaginu sínu grikk í gær þegar hann skoraði eftir mikinn sprett fram völlinn strax á 5. mínútu. Eftir leikinn var Amorim spurður að því hvort forveri hans í starfi, Erik ten Hag, hefði gert mistök með því að losa sig við Elanga. „Við tölum mikið um það sem menn sem voru hjá United eru að gera en þeir fengu tækifæri hérna,“ sagði Amorim. „Hjá Manchester United hefurðu ekki tímann. Ég fæ ekki tíma. Við verðum að laga hlutina strax. Við erum ekki að tala um leikmenn sem spiluðu ekki fyrir United. Þeir spiluðu hérna. Stundum er pressan hérna of mikil, stundum færðu ekki tímann og þú ættir að fá tíma til að þessir ungu leikmenn geti þroskast. En þú þarft traustan grunn og ef þú hefur hann ekki getum við ekki hjálpað þessum krökkum. Þeir fengu sín tækifæri og stundum er fótboltinn þannig og pressan að spila fyrir Manchester United er mikil.“ Elanga hefur skorað sex mörk og lagt upp átta í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur alls komið að 28 mörkum á tveimur tímabilum með Forest. Elanga, sem verður 23 ára í lok mánaðarins, lék alls 55 leiki fyrir United, flesta undir stjórn Ralfs Rangnick, og skoraði fjögur mörk. Hann fékk fá tækifæri hjá Ten Hag og var svo seldur til Forest sumarið 2023.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn