Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2025 09:06 Marine Le Pen í dómshúsinu í París í morgun. Vísir/EPA Franskur dómstóll sakfelldi Marine Le Pen, leiðtoga harðlínuhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, fyrir fjársvik í morgun. Henni er jafnframt bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Le Pen og 24 aðrir stjórnendur Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Féð átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu en var í staðinn notað til þess að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016. Með dómnum er Le Pen bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Það þýðir að hún getur ekki boðið sig fram til forseta árið 2027. Le Pen hefur sagt að það yrði pólitískur dauðadómur yfir henni ef henni yrði bannað að bjóða sig fram. Stjórnlagadómstóll Frakklands úrskurðaði á föstudag að bannið tæki gildi strax, jafnvel þótt Le Pen áfrýjaði dómnum. Þá var Le Pen dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir fjárdráttinn en tvö ár eru skilorðsbundin samkvæmt franska blaðið Le Parisien. Breska ríkisútvarpið segir engu að síður óljóst hvort Le Pen þurfi að sitja inni eða hvort hún þurfi að sæta einhvers konar takmörkunum á frelsi sínu eins og að sæta rafrænu eftirliti. Le Pen neitaði því að hún hefði gert nokkuð rangt fyrir dómi. Fullkomlega eðlilegt hafi verið að láta aðstoðarmenn á Evrópuþinginu sem fengu greitt frá Evrópusambandinu vinna önnur störf fyrir flokkinn. Dómstóllinn var ekki á sama máli. Í ljós hefð komið að fólk sem fékk greitt með fjármunum ESB hefði unnið fyrir flokkinn og ekki fengið nein verkefni frá Evrópuþingmönnum hans. Ekki hefði verið um mistök að ræða heldur kerfisbundinn fjárdrátt til þess að draga úr kostnaði við rekstur flokksins. Franskt lýðræði „tekið af lífi“ Le Pen stormaði úr dómsal áður en uppkvaðningunni lauk. Hún hélt í höfuðstöðvar flokksins þar sem hún er sögð ætla að hitta Jordan Bardella, forseta flokksins. Bardella er talinn líklegur til þess að verða forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar geti Le Pen ekki boðið sig fram. Bardella lýsti yfir dauða lýðræðsins í Frakklandi þegar hann mætti til fundarins. „Í dag er það ekki aðeins Marine Le Pen sem er ranglega sakfelld heldur er það franskt lýðræði sem hefur verið tekið af lífi,“ sagði hann við fréttamenn. Stuðningur frá Kreml og Orbán Pólitískir bandamenn Le Pen lýstu yfir stuðningi við hana og gagnrýndu dóminn eftir að hann féll. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sakaði Evrópuríki um að „traðka á lýðræðislegum leikreglum“ en ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina útilokað mögulega keppinauta Vladímírs Pútín forseta frá því að bjóða sig fram gegn honum. Þá vísaði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, til slagorðs sem varð vinsælt eftir að íslamskir öfgamenn frömdu hryðjuverk á ritstjórnarskrifstofum fransks skopblaðs árið 2015, þegar hann lýsti yfir stuðningi við Le Pen á samfélagsmiðli. „Je suis Marine!“ skrifaði Orbán, „Ég er Marine!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Le Pen og 24 aðrir stjórnendur Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Féð átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu en var í staðinn notað til þess að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016. Með dómnum er Le Pen bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Það þýðir að hún getur ekki boðið sig fram til forseta árið 2027. Le Pen hefur sagt að það yrði pólitískur dauðadómur yfir henni ef henni yrði bannað að bjóða sig fram. Stjórnlagadómstóll Frakklands úrskurðaði á föstudag að bannið tæki gildi strax, jafnvel þótt Le Pen áfrýjaði dómnum. Þá var Le Pen dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir fjárdráttinn en tvö ár eru skilorðsbundin samkvæmt franska blaðið Le Parisien. Breska ríkisútvarpið segir engu að síður óljóst hvort Le Pen þurfi að sitja inni eða hvort hún þurfi að sæta einhvers konar takmörkunum á frelsi sínu eins og að sæta rafrænu eftirliti. Le Pen neitaði því að hún hefði gert nokkuð rangt fyrir dómi. Fullkomlega eðlilegt hafi verið að láta aðstoðarmenn á Evrópuþinginu sem fengu greitt frá Evrópusambandinu vinna önnur störf fyrir flokkinn. Dómstóllinn var ekki á sama máli. Í ljós hefð komið að fólk sem fékk greitt með fjármunum ESB hefði unnið fyrir flokkinn og ekki fengið nein verkefni frá Evrópuþingmönnum hans. Ekki hefði verið um mistök að ræða heldur kerfisbundinn fjárdrátt til þess að draga úr kostnaði við rekstur flokksins. Franskt lýðræði „tekið af lífi“ Le Pen stormaði úr dómsal áður en uppkvaðningunni lauk. Hún hélt í höfuðstöðvar flokksins þar sem hún er sögð ætla að hitta Jordan Bardella, forseta flokksins. Bardella er talinn líklegur til þess að verða forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar geti Le Pen ekki boðið sig fram. Bardella lýsti yfir dauða lýðræðsins í Frakklandi þegar hann mætti til fundarins. „Í dag er það ekki aðeins Marine Le Pen sem er ranglega sakfelld heldur er það franskt lýðræði sem hefur verið tekið af lífi,“ sagði hann við fréttamenn. Stuðningur frá Kreml og Orbán Pólitískir bandamenn Le Pen lýstu yfir stuðningi við hana og gagnrýndu dóminn eftir að hann féll. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sakaði Evrópuríki um að „traðka á lýðræðislegum leikreglum“ en ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina útilokað mögulega keppinauta Vladímírs Pútín forseta frá því að bjóða sig fram gegn honum. Þá vísaði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, til slagorðs sem varð vinsælt eftir að íslamskir öfgamenn frömdu hryðjuverk á ritstjórnarskrifstofum fransks skopblaðs árið 2015, þegar hann lýsti yfir stuðningi við Le Pen á samfélagsmiðli. „Je suis Marine!“ skrifaði Orbán, „Ég er Marine!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira