Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2025 09:06 Marine Le Pen í dómshúsinu í París í morgun. Vísir/EPA Franskur dómstóll sakfelldi Marine Le Pen, leiðtoga harðlínuhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, fyrir fjársvik í morgun. Henni er jafnframt bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Le Pen og 24 aðrir stjórnendur Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Féð átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu en var í staðinn notað til þess að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016. Með dómnum er Le Pen bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Það þýðir að hún getur ekki boðið sig fram til forseta árið 2027. Le Pen hefur sagt að það yrði pólitískur dauðadómur yfir henni ef henni yrði bannað að bjóða sig fram. Stjórnlagadómstóll Frakklands úrskurðaði á föstudag að bannið tæki gildi strax, jafnvel þótt Le Pen áfrýjaði dómnum. Þá var Le Pen dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir fjárdráttinn en tvö ár eru skilorðsbundin samkvæmt franska blaðið Le Parisien. Breska ríkisútvarpið segir engu að síður óljóst hvort Le Pen þurfi að sitja inni eða hvort hún þurfi að sæta einhvers konar takmörkunum á frelsi sínu eins og að sæta rafrænu eftirliti. Le Pen neitaði því að hún hefði gert nokkuð rangt fyrir dómi. Fullkomlega eðlilegt hafi verið að láta aðstoðarmenn á Evrópuþinginu sem fengu greitt frá Evrópusambandinu vinna önnur störf fyrir flokkinn. Dómstóllinn var ekki á sama máli. Í ljós hefð komið að fólk sem fékk greitt með fjármunum ESB hefði unnið fyrir flokkinn og ekki fengið nein verkefni frá Evrópuþingmönnum hans. Ekki hefði verið um mistök að ræða heldur kerfisbundinn fjárdrátt til þess að draga úr kostnaði við rekstur flokksins. Franskt lýðræði „tekið af lífi“ Le Pen stormaði úr dómsal áður en uppkvaðningunni lauk. Hún hélt í höfuðstöðvar flokksins þar sem hún er sögð ætla að hitta Jordan Bardella, forseta flokksins. Bardella er talinn líklegur til þess að verða forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar geti Le Pen ekki boðið sig fram. Bardella lýsti yfir dauða lýðræðsins í Frakklandi þegar hann mætti til fundarins. „Í dag er það ekki aðeins Marine Le Pen sem er ranglega sakfelld heldur er það franskt lýðræði sem hefur verið tekið af lífi,“ sagði hann við fréttamenn. Stuðningur frá Kreml og Orbán Pólitískir bandamenn Le Pen lýstu yfir stuðningi við hana og gagnrýndu dóminn eftir að hann féll. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sakaði Evrópuríki um að „traðka á lýðræðislegum leikreglum“ en ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina útilokað mögulega keppinauta Vladímírs Pútín forseta frá því að bjóða sig fram gegn honum. Þá vísaði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, til slagorðs sem varð vinsælt eftir að íslamskir öfgamenn frömdu hryðjuverk á ritstjórnarskrifstofum fransks skopblaðs árið 2015, þegar hann lýsti yfir stuðningi við Le Pen á samfélagsmiðli. „Je suis Marine!“ skrifaði Orbán, „Ég er Marine!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Le Pen og 24 aðrir stjórnendur Þjóðfylkingarinnar voru ákærðir fyrir misferli með fjármuni frá Evrópusambandinu. Féð átti að standa undir kostnaði við aðstoðarmenn þingflokks Þjóðfylkingarinnar á Evrópuþinginu en var í staðinn notað til þess að greiða almennum starfsmönnum flokksins á árunum 2004 til 2016. Með dómnum er Le Pen bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Það þýðir að hún getur ekki boðið sig fram til forseta árið 2027. Le Pen hefur sagt að það yrði pólitískur dauðadómur yfir henni ef henni yrði bannað að bjóða sig fram. Stjórnlagadómstóll Frakklands úrskurðaði á föstudag að bannið tæki gildi strax, jafnvel þótt Le Pen áfrýjaði dómnum. Þá var Le Pen dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir fjárdráttinn en tvö ár eru skilorðsbundin samkvæmt franska blaðið Le Parisien. Breska ríkisútvarpið segir engu að síður óljóst hvort Le Pen þurfi að sitja inni eða hvort hún þurfi að sæta einhvers konar takmörkunum á frelsi sínu eins og að sæta rafrænu eftirliti. Le Pen neitaði því að hún hefði gert nokkuð rangt fyrir dómi. Fullkomlega eðlilegt hafi verið að láta aðstoðarmenn á Evrópuþinginu sem fengu greitt frá Evrópusambandinu vinna önnur störf fyrir flokkinn. Dómstóllinn var ekki á sama máli. Í ljós hefð komið að fólk sem fékk greitt með fjármunum ESB hefði unnið fyrir flokkinn og ekki fengið nein verkefni frá Evrópuþingmönnum hans. Ekki hefði verið um mistök að ræða heldur kerfisbundinn fjárdrátt til þess að draga úr kostnaði við rekstur flokksins. Franskt lýðræði „tekið af lífi“ Le Pen stormaði úr dómsal áður en uppkvaðningunni lauk. Hún hélt í höfuðstöðvar flokksins þar sem hún er sögð ætla að hitta Jordan Bardella, forseta flokksins. Bardella er talinn líklegur til þess að verða forsetaframbjóðandi Þjóðfylkingarinnar geti Le Pen ekki boðið sig fram. Bardella lýsti yfir dauða lýðræðsins í Frakklandi þegar hann mætti til fundarins. „Í dag er það ekki aðeins Marine Le Pen sem er ranglega sakfelld heldur er það franskt lýðræði sem hefur verið tekið af lífi,“ sagði hann við fréttamenn. Stuðningur frá Kreml og Orbán Pólitískir bandamenn Le Pen lýstu yfir stuðningi við hana og gagnrýndu dóminn eftir að hann féll. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sakaði Evrópuríki um að „traðka á lýðræðislegum leikreglum“ en ríkisstjórn hans hefur í gegnum tíðina útilokað mögulega keppinauta Vladímírs Pútín forseta frá því að bjóða sig fram gegn honum. Þá vísaði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, til slagorðs sem varð vinsælt eftir að íslamskir öfgamenn frömdu hryðjuverk á ritstjórnarskrifstofum fransks skopblaðs árið 2015, þegar hann lýsti yfir stuðningi við Le Pen á samfélagsmiðli. „Je suis Marine!“ skrifaði Orbán, „Ég er Marine!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira