Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 13:44 Efla á sænska herinn með stórauknum framlögum við endurvopnunar Svíþjóðar sem ríkisstjórn landsins kynnti í dag. Vísir/EPA Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún ætlaði að taka þrjú hundruð milljarða sænskra að láni til þess að endurnýja vopnabúnað Svíþjóðar. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu frá tímum kalda stríðsins, að sögn Ulfs Kristersson, forsætisráðherra. Fjárfestingin í hernum, sem gæti numið allt að fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna til ársins 2035, verður fjármögnuð með nýrri lántöku. Kristersson sagði á blaðamannafundi í dag að sú leið væri farin til þess að ekki þurfi að skera niður framlög til velferðarmála eða innra öryggis. „Þetta verður umfangsmesta endurnýjun vopnabúnaðar frá kalda stríðinu,“ sagði forsætisráðherra minnihlutastjórnar hægri flokka sem þarf að reiða sig á stuðning hægrijaðarflokksins Svíþjóðardemókrata. Stjórn Kristersson tilkynnti einnig um frekari aðgerðir til að efla varnir Svíþjóða og styðja Úkraínu í baráttunni gegn innrás Rússlands. Viðbótarfjármagni verður varið í að verjast svonefndum blönduðum ógnum, strandgæslan fær aukið fjármagn og fjárheimildir til þess að kaupa varnartengdan búnað verða rýmkaðar. Stuðningur Svíþjóðar verður aukinn töluvert frá því sem áður hafði verið ákveðið. Ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa fimmtán milljörðum sænskra króna, jafnvirði um 199 milljarða íslenskra króna, af fjármálaáætlun næsta árs á þessu ári til að styðja Úkraínu frekar. „Við verðum að gera það sem við getum til þess að styrkja frekar varnargetu Úkraínu hér og nú,“ sagði Johan Pehrson, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum. Stóraukin áhersla á varnarmál í Evrópu Evrópuríki leggja nú stóraukna áherslu á öryggis- og varnarmál, bæði vegna stríðsins í Úkraínu en einnig vegna fullyrðinga fultrúa Bandaríkjastjórnar sem benda til þess að Bandaríkin gætu að miklu leyti dregið sig út úr þátttöku í vörnum álfunnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti fyrr í þessum mánuði að auka ætti fjárfestingu í vörnum Evrópu um 800 milljarða evra fyrir lok áratugsins, meira en 115 þúsund milljarða íslenskra króna. Varað var við því að Evrópa stæði frammi fyrir aðsteðjandi og vaxandi ógn, meðal annars af heimsvaldastefnu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, í hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um varnarviðbúnað Evrópu sem var birt í síðustu viku. Evrópuríki þyrftu að leggja gríðarlega fjármuni í að byggja upp vopnabúr sín og heri næstu árin til þess að bæta upp fyrir áratugalanga vanfjármögnun þeirra eftir kalda stríðið. Svíþjóð Öryggis- og varnarmál Hernaður Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Fjárfestingin í hernum, sem gæti numið allt að fjögur þúsund milljörðum íslenskra króna til ársins 2035, verður fjármögnuð með nýrri lántöku. Kristersson sagði á blaðamannafundi í dag að sú leið væri farin til þess að ekki þurfi að skera niður framlög til velferðarmála eða innra öryggis. „Þetta verður umfangsmesta endurnýjun vopnabúnaðar frá kalda stríðinu,“ sagði forsætisráðherra minnihlutastjórnar hægri flokka sem þarf að reiða sig á stuðning hægrijaðarflokksins Svíþjóðardemókrata. Stjórn Kristersson tilkynnti einnig um frekari aðgerðir til að efla varnir Svíþjóða og styðja Úkraínu í baráttunni gegn innrás Rússlands. Viðbótarfjármagni verður varið í að verjast svonefndum blönduðum ógnum, strandgæslan fær aukið fjármagn og fjárheimildir til þess að kaupa varnartengdan búnað verða rýmkaðar. Stuðningur Svíþjóðar verður aukinn töluvert frá því sem áður hafði verið ákveðið. Ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa fimmtán milljörðum sænskra króna, jafnvirði um 199 milljarða íslenskra króna, af fjármálaáætlun næsta árs á þessu ári til að styðja Úkraínu frekar. „Við verðum að gera það sem við getum til þess að styrkja frekar varnargetu Úkraínu hér og nú,“ sagði Johan Pehrson, menntamálaráðherra, á blaðamannafundinum. Stóraukin áhersla á varnarmál í Evrópu Evrópuríki leggja nú stóraukna áherslu á öryggis- og varnarmál, bæði vegna stríðsins í Úkraínu en einnig vegna fullyrðinga fultrúa Bandaríkjastjórnar sem benda til þess að Bandaríkin gætu að miklu leyti dregið sig út úr þátttöku í vörnum álfunnar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti fyrr í þessum mánuði að auka ætti fjárfestingu í vörnum Evrópu um 800 milljarða evra fyrir lok áratugsins, meira en 115 þúsund milljarða íslenskra króna. Varað var við því að Evrópa stæði frammi fyrir aðsteðjandi og vaxandi ógn, meðal annars af heimsvaldastefnu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, í hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um varnarviðbúnað Evrópu sem var birt í síðustu viku. Evrópuríki þyrftu að leggja gríðarlega fjármuni í að byggja upp vopnabúr sín og heri næstu árin til þess að bæta upp fyrir áratugalanga vanfjármögnun þeirra eftir kalda stríðið.
Svíþjóð Öryggis- og varnarmál Hernaður Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira