Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2025 12:02 Rannsakendur virða fyrir sér persónulega muni sem fundust á Izaguiire-búgarðinum nærri borginni Teuchitlán í Jalisco-ríki í Mexíkó. AP/ríkissaksóknari Jalisco Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó Sjálfboðaliðasamtök sem leita að fólki sem er saknað römbuðu á yfirgefinn búgarðinn í Jalisco-ríki fyrr í þessum mánuði. Þar fundu þeir meðal annars líkbrennsluofna, brenndar líkamsleifar, beinflísar og fjölda persónulegra muna sem lögreglu yfirsást þegar hún leitaði á búgarðinum í haust. Búgarðinum var í kjölfarið lýst sem „útrýmingarbúðum“ og talið líklegt að eitthvert þeirra harðsvíruðu glæpasamtaka sem halda Mexíkó í heljargreipum hefði átt hann. Nú segir Omar García Harfuch, öryggismálaráðherra Mexíkó, að ekkert bendir til þess að kerfisbundin dráp á fjölda fólks hafi farið fram á búgarðinum jafnvel þótt að fólk hafi verið myrt og pyntað þar. „Á þessari stundu endurtek ég að við höfum engar vísbendingar um að þetta hafi verið útrýmingarbúðir heldur frekar þjálfunarbúðir,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir ráðherranum. Alríkislögreglan tók yfir rannsókn á búgarðinum eftir að saksóknari sagði að ríkisyfirvöld í Jalisco hefðu klúðrað henni. Eftir að ríkislögreglumenn skoðuðu búgarðinn í september var hann skilinn eftir án eftirlits þar til sjálfboðaliðahópurinn fann hann eftir að honum barst nafnlaus ábending um hann. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Hann er sakaður um að hafa stýrt liðssöfnun fyrir glæpasamtökin Ný kynslóð glæpahrings Jalisco (CJNG). Menn hafi verið tældir á búgarðinn með fölskum loforðum um atvinnutækifæri. Þeir sem hafi neitað að hljóta þjálfun og ganga í samtökin eða reynt að flýja hafi verið myrtir eða pyntaðir. Varlega áætlað er vel á annað hundrað þúsund manna saknað eftir að hafa horfið sporlaust í Mexíkó. Fáir finnast nokkru sinni, lífs eða liðnir. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtök sem leita að fólki sem er saknað römbuðu á yfirgefinn búgarðinn í Jalisco-ríki fyrr í þessum mánuði. Þar fundu þeir meðal annars líkbrennsluofna, brenndar líkamsleifar, beinflísar og fjölda persónulegra muna sem lögreglu yfirsást þegar hún leitaði á búgarðinum í haust. Búgarðinum var í kjölfarið lýst sem „útrýmingarbúðum“ og talið líklegt að eitthvert þeirra harðsvíruðu glæpasamtaka sem halda Mexíkó í heljargreipum hefði átt hann. Nú segir Omar García Harfuch, öryggismálaráðherra Mexíkó, að ekkert bendir til þess að kerfisbundin dráp á fjölda fólks hafi farið fram á búgarðinum jafnvel þótt að fólk hafi verið myrt og pyntað þar. „Á þessari stundu endurtek ég að við höfum engar vísbendingar um að þetta hafi verið útrýmingarbúðir heldur frekar þjálfunarbúðir,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir ráðherranum. Alríkislögreglan tók yfir rannsókn á búgarðinum eftir að saksóknari sagði að ríkisyfirvöld í Jalisco hefðu klúðrað henni. Eftir að ríkislögreglumenn skoðuðu búgarðinn í september var hann skilinn eftir án eftirlits þar til sjálfboðaliðahópurinn fann hann eftir að honum barst nafnlaus ábending um hann. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsóknina. Hann er sakaður um að hafa stýrt liðssöfnun fyrir glæpasamtökin Ný kynslóð glæpahrings Jalisco (CJNG). Menn hafi verið tældir á búgarðinn með fölskum loforðum um atvinnutækifæri. Þeir sem hafi neitað að hljóta þjálfun og ganga í samtökin eða reynt að flýja hafi verið myrtir eða pyntaðir. Varlega áætlað er vel á annað hundrað þúsund manna saknað eftir að hafa horfið sporlaust í Mexíkó. Fáir finnast nokkru sinni, lífs eða liðnir.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira