24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2025 11:40 Gounsa-hofið, einnig kallað Unramsa, brann til kaldra kola í eldunum. AP/Yonhap/Baek Seung-reol/Kim Do-hoon Að minnsta kosti 24 hafa látist í skógareldum í Suður-Kóreu, sem stjórnvöld segja fordæmalausa. Flestir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þá eru 26 særðir, þar af tólf lífshættulega. Yfir 23 þúsund manns hafa neyðst til að flýja eldana í suðausturhluta landsins. Þá brann Gounsa-musterið í Uiseong borg, sem er talið hafa verið reist árið 618. Munkar á staðnum, sem einnig er kallað Unramsa-hofið, eru sagðir hafa náð að bjarga nokkrum trúarlegum minjum og flytja á öruggan stað. Han Duck-soo, starfandi forseti, segir neyðarástand ríkja og að eldarnir séu að „endurskrifa metabækurnar“ um elda í landinu. 1000 year old Temple consumed by wildfireThousand-year-old Unramsa Temple on Cheondeungsan Mountain South Korea, was completely destroyed by a forest fire yesterday. It quickly spread due to strong winds, burning down both the main building and its outbuildings. “Before the… pic.twitter.com/din0YMNE1v— Global Index (@TheGlobal_Index) March 25, 2025 Gróðureldarnir hófust í Sancheong-sýslu á föstudag og náðu síðar inn í Uiseong-sýslu. Þá sækja þeir nú í átt að fjórum öðrum nálægum sýslum. Reuters hefur eftir sérfræðingi í skógarhamförum að eldurinn í Uiseong hafi breiðst út á „óhugsandi“ hraða. Þúsundir slökkviliðsmanna og um 5.000 hermenn hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana og þá hefur einnig verið notast við þyrlur frá bandaríska hernum. Þyrla sem var við björgunarstörf í dag, hrapaði í Uiseong. Björgunarmenn virða fyrir sér bjöllu sem hékk í bjöllusal Gounsa-hofsins.AP/Yonhap/Kim Do-hoon AFP hefur eftir eplabóndanum Cho Jae-oak að hann og eiginkona hans hafi freistað þess að „vökva“ heimili sitt til að forða því frá eldunum. Þau neyddust hins vegar að lokum til að flýja. Veður hefur verið þurrt í Suður-Kóreu það sem af er ári og 244 gróðureldar kviknað, 2,4 sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Gróðureldar Náttúruhamfarir Suður-Kórea Loftslagsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Yfir 23 þúsund manns hafa neyðst til að flýja eldana í suðausturhluta landsins. Þá brann Gounsa-musterið í Uiseong borg, sem er talið hafa verið reist árið 618. Munkar á staðnum, sem einnig er kallað Unramsa-hofið, eru sagðir hafa náð að bjarga nokkrum trúarlegum minjum og flytja á öruggan stað. Han Duck-soo, starfandi forseti, segir neyðarástand ríkja og að eldarnir séu að „endurskrifa metabækurnar“ um elda í landinu. 1000 year old Temple consumed by wildfireThousand-year-old Unramsa Temple on Cheondeungsan Mountain South Korea, was completely destroyed by a forest fire yesterday. It quickly spread due to strong winds, burning down both the main building and its outbuildings. “Before the… pic.twitter.com/din0YMNE1v— Global Index (@TheGlobal_Index) March 25, 2025 Gróðureldarnir hófust í Sancheong-sýslu á föstudag og náðu síðar inn í Uiseong-sýslu. Þá sækja þeir nú í átt að fjórum öðrum nálægum sýslum. Reuters hefur eftir sérfræðingi í skógarhamförum að eldurinn í Uiseong hafi breiðst út á „óhugsandi“ hraða. Þúsundir slökkviliðsmanna og um 5.000 hermenn hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana og þá hefur einnig verið notast við þyrlur frá bandaríska hernum. Þyrla sem var við björgunarstörf í dag, hrapaði í Uiseong. Björgunarmenn virða fyrir sér bjöllu sem hékk í bjöllusal Gounsa-hofsins.AP/Yonhap/Kim Do-hoon AFP hefur eftir eplabóndanum Cho Jae-oak að hann og eiginkona hans hafi freistað þess að „vökva“ heimili sitt til að forða því frá eldunum. Þau neyddust hins vegar að lokum til að flýja. Veður hefur verið þurrt í Suður-Kóreu það sem af er ári og 244 gróðureldar kviknað, 2,4 sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra.
Gróðureldar Náttúruhamfarir Suður-Kórea Loftslagsmál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira