Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 24. mars 2025 06:58 Yfir 600 hafa látist í árásum Ísraelshers frá því að Ísraelsmenn rufu vopnahléið. Getty/NurPhoto/Majdi Fathi Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. Þá segir heilbrigðisráðuneytið 113 þúsund hafa særst. Engin leið er til að staðfesta fjölda látinna né særðra og þá hefur ráðuneytið ekki gefið upp hversu stórt hlutfall eru almennir borgarar og hversu stórt hlutfall eru bardagamenn Hamas. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í heilbrigðistímaritinu Lancet í janúar er hins vegar talið að fjöldinn gæti verið allt að 40 prósent meiri en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út. Þá greindi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember að nærri 70 prósent af staðfestum fórnarlömbum á undanförnum sex mánuðum hefðu verið börn og konur. Ísraelsher gerði í nótt loftárás á stærsta sjúkrahúsið á suðurhluta Gasa strandarinnar. Tveir eru sagðir hafa látist í árásinni, annar þeirra háttsettur Hamas-liði. Mikill eldur kom upp í byggingunni sem hýsti skurðstofur spítalans en AP fréttaveitan segir húsið hafa verið fullt af fólki eftir árásir síðustu daga. Ísraelar hafa þegar staðfest árásina og segja hana hafa beinst að Hamas-liðanum, sem var í meðferð á spítalanum. Ísrelar gefa lítið fyrir gagnrýni á árás á sjúkrastofnun og segja Hamas starfa í skjóli slíkra bygginga og innan um almenna borgara. Stríðrekstur Benjamin Netanjahús forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans verður hins vegar æ óvinsælli heimafyrir og í gærkvöldi voru fjölmenn mótmæli fyrir utan skrifstofur forsætisráðherrans. Þrír voru handteknir. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Þá segir heilbrigðisráðuneytið 113 þúsund hafa særst. Engin leið er til að staðfesta fjölda látinna né særðra og þá hefur ráðuneytið ekki gefið upp hversu stórt hlutfall eru almennir borgarar og hversu stórt hlutfall eru bardagamenn Hamas. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem voru birtar í heilbrigðistímaritinu Lancet í janúar er hins vegar talið að fjöldinn gæti verið allt að 40 prósent meiri en heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út. Þá greindi Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna frá því í nóvember að nærri 70 prósent af staðfestum fórnarlömbum á undanförnum sex mánuðum hefðu verið börn og konur. Ísraelsher gerði í nótt loftárás á stærsta sjúkrahúsið á suðurhluta Gasa strandarinnar. Tveir eru sagðir hafa látist í árásinni, annar þeirra háttsettur Hamas-liði. Mikill eldur kom upp í byggingunni sem hýsti skurðstofur spítalans en AP fréttaveitan segir húsið hafa verið fullt af fólki eftir árásir síðustu daga. Ísraelar hafa þegar staðfest árásina og segja hana hafa beinst að Hamas-liðanum, sem var í meðferð á spítalanum. Ísrelar gefa lítið fyrir gagnrýni á árás á sjúkrastofnun og segja Hamas starfa í skjóli slíkra bygginga og innan um almenna borgara. Stríðrekstur Benjamin Netanjahús forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans verður hins vegar æ óvinsælli heimafyrir og í gærkvöldi voru fjölmenn mótmæli fyrir utan skrifstofur forsætisráðherrans. Þrír voru handteknir.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira