Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2025 14:29 Saúl Luciano Lliuya ræktar korn, bygg og kartöflur fyrir utan bæinn Huaraz í Andesfjöllum. Hann telur þýskt kolaorkufyrirtæki ábyrgt fyrir vaxandi flóðahættu af völdum bráðnunar jökla vegna hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum. Mál Saúl Luciano Lliuya gegn þýska orkufyrirtækinu RWE er áratugsgamalt en réttarhöld eru nú hafin í því í Hamm í Þýskalandi. Hann byggir á því að brennsla RWE á kolum hafi aukið flóðahættu þar sem hann býr í borginni Huaraz í Andesfjöll. „Vegna loftslagsneyðarinnar í Huaraz eru fjöllin, eru jöklarnir að bráðna. Ég er hér til að biðja um loftslagsréttlæti,“ sagði Lliuya sem er studdur aðgerðahópnum Germanwatch, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hættan sem Lliuya vísar til er bráðnunarvatn sem rennur úr fjöllunum í Palcacocha-vatn og skapar hættu á flóðum. Hann segist hafa ákveðið að stefna RWE vegna þess að það sé einn stærsti mengandinn í Evrópu. Fyrirtækið hafi losað um 0,5 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem mannkynið hefur sleppt út í andrúmsloftið frá iðnbyltingu. Það ætti þess vegna að greiða samsvarandi hlutdeild í kostnaði sem fylgir því að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem hafa orðið. Krefst Lliuya þess að RWE greiði um 17.000 evrur, jafnvirði tæpra 2,5 milljóna króna, í flóðavörnum. Lögmenn RWE byggja á því að ekki sé hægt að láta einn losanda gróðurhúsalofttegunda sæta ábyrgð á hnattrænni hlýnun. Með sömu rökum væri hægt að lögsækja hvern einasta ökumann í landinu. Perú Loftslagsmál Þýskaland Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Mál Saúl Luciano Lliuya gegn þýska orkufyrirtækinu RWE er áratugsgamalt en réttarhöld eru nú hafin í því í Hamm í Þýskalandi. Hann byggir á því að brennsla RWE á kolum hafi aukið flóðahættu þar sem hann býr í borginni Huaraz í Andesfjöll. „Vegna loftslagsneyðarinnar í Huaraz eru fjöllin, eru jöklarnir að bráðna. Ég er hér til að biðja um loftslagsréttlæti,“ sagði Lliuya sem er studdur aðgerðahópnum Germanwatch, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hættan sem Lliuya vísar til er bráðnunarvatn sem rennur úr fjöllunum í Palcacocha-vatn og skapar hættu á flóðum. Hann segist hafa ákveðið að stefna RWE vegna þess að það sé einn stærsti mengandinn í Evrópu. Fyrirtækið hafi losað um 0,5 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem mannkynið hefur sleppt út í andrúmsloftið frá iðnbyltingu. Það ætti þess vegna að greiða samsvarandi hlutdeild í kostnaði sem fylgir því að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem hafa orðið. Krefst Lliuya þess að RWE greiði um 17.000 evrur, jafnvirði tæpra 2,5 milljóna króna, í flóðavörnum. Lögmenn RWE byggja á því að ekki sé hægt að láta einn losanda gróðurhúsalofttegunda sæta ábyrgð á hnattrænni hlýnun. Með sömu rökum væri hægt að lögsækja hvern einasta ökumann í landinu.
Perú Loftslagsmál Þýskaland Dómsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira