Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 12:05 Eins og sjá má er Michail Antonio hreinlega heppinn að vera á lífi eftir slysið, því bíllinn hans gjöreyðilagðist. Twitter/Getty Fótboltamaðurinn Michail Antonio segir það hafa verið erfiðast, við lífshættulegt bílslys sitt, að hugsa til barnanna sinna og að hann yrði ekki til staðar fyrir þau. Bati hans gengur hins vegar betur en búist var við og framherjinn er staðráðinn í að skora fleiri mörk á ferlinum. „Þegar lögreglan kom og fann mig þá var ég á milli framsætanna. Ég var í rauninni ekki í ökumannssætinu. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var svo mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig,“ segir Antonio í viðtali við BBC. Þessi 34 ára framherji West Ham var að aka Ferrari-bifreið sinni heim af æfingu þegar hann klessti harkalega á tré í slæmu veðri. „Ég var nálægt því að deyja,“ segir Antonio sem er þakklátur fyrir að hafa nú fengið nýtt tækifæri í lífinu. Hann varði þremur vikum á sjúkrahúsi og á fyrir höndum langan veg í átt að fullum bata en þangað stefnir hann. Framherjinn hafði verið að velta fyrir sér að skipta um bíl en ekki látið verða af því. „Afturhlutinn á bílnum hafði verið að sveiflast til svo mér fannst ég ekki vera öruggur. Ég hafði átt bílinn í þrjár vikur og var strax farinn að hugsa um að skila honum,“ sagði Antonio sem segist hins vegar „ekkert“ muna eftir slysinu sjálfu. „Það er svo skrýtið því í gegnum þetta allt saman er mér sagt að ég hafi talað við alla; lögregluna, fólkið og manneskjuna sem fann mig. Fóturinn minn var algjörlega í tætlum en þeir komu mér út og settu spelku á hann við bílinn. Það héldu allir að ég hefði fengið þyrluflug á sjúkrahúsið en það var ekki hægt vegna stormsins svo að mér var ekið þangað,“ sagði Antonio. Til að kveða niður kjaftasögur um vímuefnanotkun segir hann: „Ég var á leið heim af æfingu og svo hef ég aldrei tekið eiturlyfi á ævinni. Ég kann alveg við að fá mér drykk en þarna voru engin eiturlyfi eða áfengi. Það hefur verið staðfest af lögreglunni.“ Aðspurður hvort að hann gæti spilað fótbolta aftur segir Antonio: „Já, 100 prósent. Ég mun spila aftur,“ en hann efaðist þó í eitt sinn fyrir tveimur vikum þegar sjúkraþjálfarinn spurði hvort að hann væri með tryggingu vegna meiðsla sem myndu binda enda á ferilinn: „Ég svaf ekki dúr þá nótt,“ sagði Antonio léttur. Hann segir að talið sé að það taki 6-12 mánuði fyrir fótinn að ná fullum bata. „Það erfiðasta við þetta var að ég yrði ekki til staðar fyrir börnin mín. Ég er svo ánægður með hvernig fór, jákvæður varðandi lífið og að hafa fengið annað tækifæri. Við héldum þessu frá börnunum til að byrja með. Elsti sonur minn sá þó hvað gerðist og átti erfitt með það. Hann er 13 ára og sá auðvitað myndir af bílnum hjá fólki. Hann kom því að sjá mig á sjúkrahúsinu. En þau yngri fengu í raun aldrei að vita hvað staðan var slæm. Við forðuðumst að leyfa þeim að fara á internetið,“ sagði Antonio. Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira
„Þegar lögreglan kom og fann mig þá var ég á milli framsætanna. Ég var í rauninni ekki í ökumannssætinu. Þeir sögðu að ég hefði reynt að klifra út um gluggann en fóturinn minn var svo mölbrotinn að sársaukinn stöðvaði mig,“ segir Antonio í viðtali við BBC. Þessi 34 ára framherji West Ham var að aka Ferrari-bifreið sinni heim af æfingu þegar hann klessti harkalega á tré í slæmu veðri. „Ég var nálægt því að deyja,“ segir Antonio sem er þakklátur fyrir að hafa nú fengið nýtt tækifæri í lífinu. Hann varði þremur vikum á sjúkrahúsi og á fyrir höndum langan veg í átt að fullum bata en þangað stefnir hann. Framherjinn hafði verið að velta fyrir sér að skipta um bíl en ekki látið verða af því. „Afturhlutinn á bílnum hafði verið að sveiflast til svo mér fannst ég ekki vera öruggur. Ég hafði átt bílinn í þrjár vikur og var strax farinn að hugsa um að skila honum,“ sagði Antonio sem segist hins vegar „ekkert“ muna eftir slysinu sjálfu. „Það er svo skrýtið því í gegnum þetta allt saman er mér sagt að ég hafi talað við alla; lögregluna, fólkið og manneskjuna sem fann mig. Fóturinn minn var algjörlega í tætlum en þeir komu mér út og settu spelku á hann við bílinn. Það héldu allir að ég hefði fengið þyrluflug á sjúkrahúsið en það var ekki hægt vegna stormsins svo að mér var ekið þangað,“ sagði Antonio. Til að kveða niður kjaftasögur um vímuefnanotkun segir hann: „Ég var á leið heim af æfingu og svo hef ég aldrei tekið eiturlyfi á ævinni. Ég kann alveg við að fá mér drykk en þarna voru engin eiturlyfi eða áfengi. Það hefur verið staðfest af lögreglunni.“ Aðspurður hvort að hann gæti spilað fótbolta aftur segir Antonio: „Já, 100 prósent. Ég mun spila aftur,“ en hann efaðist þó í eitt sinn fyrir tveimur vikum þegar sjúkraþjálfarinn spurði hvort að hann væri með tryggingu vegna meiðsla sem myndu binda enda á ferilinn: „Ég svaf ekki dúr þá nótt,“ sagði Antonio léttur. Hann segir að talið sé að það taki 6-12 mánuði fyrir fótinn að ná fullum bata. „Það erfiðasta við þetta var að ég yrði ekki til staðar fyrir börnin mín. Ég er svo ánægður með hvernig fór, jákvæður varðandi lífið og að hafa fengið annað tækifæri. Við héldum þessu frá börnunum til að byrja með. Elsti sonur minn sá þó hvað gerðist og átti erfitt með það. Hann er 13 ára og sá auðvitað myndir af bílnum hjá fólki. Hann kom því að sjá mig á sjúkrahúsinu. En þau yngri fengu í raun aldrei að vita hvað staðan var slæm. Við forðuðumst að leyfa þeim að fara á internetið,“ sagði Antonio.
Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira