Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 10:28 Vaislav Torden eða Jan Petrovskij barðist sem málaliði bæði í Úkraínu og í Sýrlandi. AP/Markku Ulander Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015. Torden, fæddur 1987, er hálfur Rússi og hálfur Norðmaður og yfirlýstur ný-nasisti, samkvæmt frétt NRK. Hann barðist á árum áður með alræmdum hópi sem kallast „Rusich“ og barðist með aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Torden er talinn hafa verið einn af leiðtogum Rusich. Torden, sem gengur einnig undir nafninu Jan Petrovskij, bjó í Noregi milli 2004 til 2016 en var vísað úr landi þar sem hann var talinn ógna þjóðaröryggi Noregs. Eftir að hann barðist í Úkraínu fór Torden til Sýrlands þar sem hann gekk undir nafninu „Norðmaður“, eins og NRK hefur fjallað ítarlega um áður. Birti mynd af sér með logandi líki Hann var sakfelldur í fjórum ákæruliðum fyrir stríðsglæpi og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Það þýðir að hann geti sóst eftir reynslulausn eftir tólf ára fangelsisvist. Hann var ákærður í fimm liðum en einn þeirra var felldur niður af dómstólnum. Samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands (YLE) var Torden dæmdur fyrir aðkomu sína að árásum á úkraínska hermenn í Luhansk í Úkraínu þann 5. september 2014. Hann er sagður hafa banað að minnsta kosti einum hermanni, tekið myndir af líkinu og birt á samfélagsmiðlum, með skilaboðum um að meðlimir Rusich myndu ekki sýna neina miskunn. Eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og hernámu landsvæðið studdu þeir við bakið á aðskilnaðarsinnum í Dónetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu. Sá stuðningur var í formi hergagna, fjármagns og manna, svo eitthvað sé nefnt. Rússneski herinn aðstoðaði aðskilnaðarsinnana með beinum hætti. Ákæran sem felld var niður sneri að því að Torden, sem var næstráðandi í Rusich, bæri ábyrgð á umsátri sem úkraínsku hermennirnir voru felldir í en fleiri hópar en Rusich tóku þátt í því. Umsátrið fór þannig fram að málaliðarnir og hinar sveitirnar sem börðust með aðskilnaðarsinnunum höfðu dregið úkraínska fánann að húni í varðstöð sem þeir héldu og þegar úkraínska hermenn bar að garði sátu þeir fyrir þeim. Torden var handtekinn í Finnlandi árið 2023 og var upprunalega sakaður um að brjóta innflytjendalög. Yfirvöld í Úkraínu höfðu farið fram á að Torden yrði framseldur en því höfnuðu Finnar. Ætlar að áfrýja YLE hefur eftir lögmanni Tordens að hann muni áfrýja dómnum, sem hafi komið málaliðanum fyrrverandi í opna skjöldu. Hann hefði ekki banað særðum úkraínskum hermönnum og ekki gefið skipun um að slíkt yrði gert. Lögmaðurinn segir Torden vera fórnarlamb pólitískra ofsókna. Finnland Noregur Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sýrland Hernaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Torden, fæddur 1987, er hálfur Rússi og hálfur Norðmaður og yfirlýstur ný-nasisti, samkvæmt frétt NRK. Hann barðist á árum áður með alræmdum hópi sem kallast „Rusich“ og barðist með aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Torden er talinn hafa verið einn af leiðtogum Rusich. Torden, sem gengur einnig undir nafninu Jan Petrovskij, bjó í Noregi milli 2004 til 2016 en var vísað úr landi þar sem hann var talinn ógna þjóðaröryggi Noregs. Eftir að hann barðist í Úkraínu fór Torden til Sýrlands þar sem hann gekk undir nafninu „Norðmaður“, eins og NRK hefur fjallað ítarlega um áður. Birti mynd af sér með logandi líki Hann var sakfelldur í fjórum ákæruliðum fyrir stríðsglæpi og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Það þýðir að hann geti sóst eftir reynslulausn eftir tólf ára fangelsisvist. Hann var ákærður í fimm liðum en einn þeirra var felldur niður af dómstólnum. Samkvæmt ríkisútvarpi Finnlands (YLE) var Torden dæmdur fyrir aðkomu sína að árásum á úkraínska hermenn í Luhansk í Úkraínu þann 5. september 2014. Hann er sagður hafa banað að minnsta kosti einum hermanni, tekið myndir af líkinu og birt á samfélagsmiðlum, með skilaboðum um að meðlimir Rusich myndu ekki sýna neina miskunn. Eftir að Rússar sendu hermenn til Krímskaga og hernámu landsvæðið studdu þeir við bakið á aðskilnaðarsinnum í Dónetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu. Sá stuðningur var í formi hergagna, fjármagns og manna, svo eitthvað sé nefnt. Rússneski herinn aðstoðaði aðskilnaðarsinnana með beinum hætti. Ákæran sem felld var niður sneri að því að Torden, sem var næstráðandi í Rusich, bæri ábyrgð á umsátri sem úkraínsku hermennirnir voru felldir í en fleiri hópar en Rusich tóku þátt í því. Umsátrið fór þannig fram að málaliðarnir og hinar sveitirnar sem börðust með aðskilnaðarsinnunum höfðu dregið úkraínska fánann að húni í varðstöð sem þeir héldu og þegar úkraínska hermenn bar að garði sátu þeir fyrir þeim. Torden var handtekinn í Finnlandi árið 2023 og var upprunalega sakaður um að brjóta innflytjendalög. Yfirvöld í Úkraínu höfðu farið fram á að Torden yrði framseldur en því höfnuðu Finnar. Ætlar að áfrýja YLE hefur eftir lögmanni Tordens að hann muni áfrýja dómnum, sem hafi komið málaliðanum fyrrverandi í opna skjöldu. Hann hefði ekki banað særðum úkraínskum hermönnum og ekki gefið skipun um að slíkt yrði gert. Lögmaðurinn segir Torden vera fórnarlamb pólitískra ofsókna.
Finnland Noregur Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sýrland Hernaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira