Óttaðist að ánetjast svefntöflum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 23:32 Christian Nörgaard hefur hér fengið spark í leik með Brentford á móti Chelsea á Stamford Bridge AP/Ian Walton Liðsfélagi Hákonar Rafns Valdimarssonar landsliðsmarkvarðar og fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Brentford hefur rætt opinberlega notkun sína á svefntöflum. Hann segir að allir þurfi að passa sig. Christian Nörgaard er 31 árs gamall Dani sem hefur spilað með Brenford frá árinu 2019. Hann óttaðist að ánetjast svefntöflum eftir að hann fór að taka þær til að undirbúa sig sem best fyrir útileiki. Nörgaard segir að vandamálið hafi byrjað þegar hann lék enn með danska liðinu Bröndby. 🐝How Brentford helped midfielder Christian Norgaard avoid a sleeping pill addiction. Fascinating insight on @BBCSport https://t.co/4kz4GJbUS5— Nizaar Kinsella (@NizaarKinsella) March 13, 2025 „Ég mann vel eftir fyrsta skiptinu. Það var fyrir mikilvægan bikarleik í Danmörku og ég fór að hugsa: Ég svaf ekki vel og kem með þær hugsanir inn í leikinn: Hvað ef ég spila ekki vel vegna svefnleysisins,“ sagði Christian Nörgaard við breska ríkisútvarpið. „Ég fór að hugsa á sömu nótum fyrir næsta leik. Ég verð að sofa vel því annars verður þetta martraðarleikur fyrir mig. Ég þarf að komast í veg fyrir að lenda í sama veseni og síðast,“ sagði Nörgaard. Hann fór því að taka inn svefntöflur fyrir mikilvæga leiki til að ná að sofa nægilega vel. Nörgaard gerði sér á endanum grein fyrir vandamálinu og sótti sér aðstoð. Svefnlæknirinn Anna West kom honum til hjálpar og honum tókst að laga þetta án hjálpar svefnlyfjanna. Aaron Lennon, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og Everton, kom fram árið 2023 og sagðist hafa farið í sex mánaða meðferð eftir að hafa ánetjast svefntöflum. Nörgaard hlustaði á sögu Lennon og fór þá að gera sér betur grein fyrir sínu vandamáli. „Það var erfitt að horfa á viðtalið við hann en það snerti mig líka. Þetta var tilfinningaríkt áhorf fyrir mann eins og mig sem var í vandræðum með þetta sjálfur. Ég hefði vel geta orðið háður þessum svefntöflum,“ sagði Nörgaard. „Þetta er vandamál sem fer oft undir radarinn. Ég held samt með því að vekja meiri athygli á þessu, ekki bara í fótboltanum heldur líka í lífinu sjálfur, þá sér fólk betur hversu mikilvægt er að passa sig á þessu,“ sagði Nörgaard. Brentford captain Christian Norgaard has said he feared becoming addicted to sleeping pills after taking the medication to prepare for away games. https://t.co/wBxCQ3s9hr https://t.co/wBxCQ3s9hr— Reuters Sports (@ReutersSports) March 13, 2025 Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira
Christian Nörgaard er 31 árs gamall Dani sem hefur spilað með Brenford frá árinu 2019. Hann óttaðist að ánetjast svefntöflum eftir að hann fór að taka þær til að undirbúa sig sem best fyrir útileiki. Nörgaard segir að vandamálið hafi byrjað þegar hann lék enn með danska liðinu Bröndby. 🐝How Brentford helped midfielder Christian Norgaard avoid a sleeping pill addiction. Fascinating insight on @BBCSport https://t.co/4kz4GJbUS5— Nizaar Kinsella (@NizaarKinsella) March 13, 2025 „Ég mann vel eftir fyrsta skiptinu. Það var fyrir mikilvægan bikarleik í Danmörku og ég fór að hugsa: Ég svaf ekki vel og kem með þær hugsanir inn í leikinn: Hvað ef ég spila ekki vel vegna svefnleysisins,“ sagði Christian Nörgaard við breska ríkisútvarpið. „Ég fór að hugsa á sömu nótum fyrir næsta leik. Ég verð að sofa vel því annars verður þetta martraðarleikur fyrir mig. Ég þarf að komast í veg fyrir að lenda í sama veseni og síðast,“ sagði Nörgaard. Hann fór því að taka inn svefntöflur fyrir mikilvæga leiki til að ná að sofa nægilega vel. Nörgaard gerði sér á endanum grein fyrir vandamálinu og sótti sér aðstoð. Svefnlæknirinn Anna West kom honum til hjálpar og honum tókst að laga þetta án hjálpar svefnlyfjanna. Aaron Lennon, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og Everton, kom fram árið 2023 og sagðist hafa farið í sex mánaða meðferð eftir að hafa ánetjast svefntöflum. Nörgaard hlustaði á sögu Lennon og fór þá að gera sér betur grein fyrir sínu vandamáli. „Það var erfitt að horfa á viðtalið við hann en það snerti mig líka. Þetta var tilfinningaríkt áhorf fyrir mann eins og mig sem var í vandræðum með þetta sjálfur. Ég hefði vel geta orðið háður þessum svefntöflum,“ sagði Nörgaard. „Þetta er vandamál sem fer oft undir radarinn. Ég held samt með því að vekja meiri athygli á þessu, ekki bara í fótboltanum heldur líka í lífinu sjálfur, þá sér fólk betur hversu mikilvægt er að passa sig á þessu,“ sagði Nörgaard. Brentford captain Christian Norgaard has said he feared becoming addicted to sleeping pills after taking the medication to prepare for away games. https://t.co/wBxCQ3s9hr https://t.co/wBxCQ3s9hr— Reuters Sports (@ReutersSports) March 13, 2025
Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira