Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2025 12:00 Upphaflegt tilboð Al-Hilal myndi tryggja Van Dijk 2,9 milljarða króna í árslaun. Getty/Joe Prior Vangaveltur halda áfram um framtíð Virgils van Dijk nú þegar samningur hans við Liverpool rennur brátt út. Hann er með til skoðunar tilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu sem sækir fast að fá Hollendinginn fyrir HM félagsliða í sumar. Hinn virti franski miðill L'Equipe greinir frá þessu og segir að Al-Hilal hafi boðið Van Dijk árslaun upp á 20 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef að Van Dijk samþykkir tilboðið mun hann fá meira en átta milljónir króna á dag í sinn vasa. Van Dijk, sem er 33 ára, er einn þriggja lykilleikmanna Liverpool sem mikil óvissa ríkir um en þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru einnig með samninga sem renna út í sumar. Van Dijk er sagður eiga eftir að bregðast við tilboði Al-Hilal og samkvæmt L'Equipe vill hann fyrst einbeita sér að lokum tímabilsins með Liverpool sem mætir Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag og er á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Það að Liverpool sé úr leik í Meistaradeild Evrópu gæti hins vegar flýtt fyrir ákvörðun hjá honum. Þá sást til Van Dijk ræða við forráðamenn PSG á göngunum á Anfield eftir að Liverpool féll úr leik í fyrrakvöld sem þykir renna stoðum undir að hann gæti verið á förum til franska félagsins. Sjálfur segist Van Dijk ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um sína framtíð og að allt tal um annað sé einfaldlega lygi. Hann hefur spilað með Liverpool frá janúar 2018 og skrifaði undir nýjasta samning sinn í ágúst árið 2021. „Það er engin biðstaða. Við erum ekki að bíða með neitt. Það er ekkert klárt og ég er alltaf að segja það sama,“ sagði Van Dijk í vikunni. „Það eru tíu leikir eftir og ég er að einbeita mér að þeim. Ef það verða einhverja fréttir af þessum málum þá fáið þið að vita það. Ég veit ekkert sjálfur. Allir vita að það eru einhverjar viðræður á bak við tjöldin en það nær ekkert lengra,“ sagði Van Dijk. Al-Hilal hefur einnig reynt að fá Raphinha en þessi 28 ára Brasilíumaður er samningsbundinn Barcelona til 2027 og vill halda kyrru fyrir hjá spænska risanum með HM á næsta ári í huga. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Handbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira
Hinn virti franski miðill L'Equipe greinir frá þessu og segir að Al-Hilal hafi boðið Van Dijk árslaun upp á 20 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef að Van Dijk samþykkir tilboðið mun hann fá meira en átta milljónir króna á dag í sinn vasa. Van Dijk, sem er 33 ára, er einn þriggja lykilleikmanna Liverpool sem mikil óvissa ríkir um en þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru einnig með samninga sem renna út í sumar. Van Dijk er sagður eiga eftir að bregðast við tilboði Al-Hilal og samkvæmt L'Equipe vill hann fyrst einbeita sér að lokum tímabilsins með Liverpool sem mætir Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag og er á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Það að Liverpool sé úr leik í Meistaradeild Evrópu gæti hins vegar flýtt fyrir ákvörðun hjá honum. Þá sást til Van Dijk ræða við forráðamenn PSG á göngunum á Anfield eftir að Liverpool féll úr leik í fyrrakvöld sem þykir renna stoðum undir að hann gæti verið á förum til franska félagsins. Sjálfur segist Van Dijk ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um sína framtíð og að allt tal um annað sé einfaldlega lygi. Hann hefur spilað með Liverpool frá janúar 2018 og skrifaði undir nýjasta samning sinn í ágúst árið 2021. „Það er engin biðstaða. Við erum ekki að bíða með neitt. Það er ekkert klárt og ég er alltaf að segja það sama,“ sagði Van Dijk í vikunni. „Það eru tíu leikir eftir og ég er að einbeita mér að þeim. Ef það verða einhverja fréttir af þessum málum þá fáið þið að vita það. Ég veit ekkert sjálfur. Allir vita að það eru einhverjar viðræður á bak við tjöldin en það nær ekkert lengra,“ sagði Van Dijk. Al-Hilal hefur einnig reynt að fá Raphinha en þessi 28 ára Brasilíumaður er samningsbundinn Barcelona til 2027 og vill halda kyrru fyrir hjá spænska risanum með HM á næsta ári í huga.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Handbolti Fleiri fréttir Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sjá meira