Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 06:32 Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi í Manchester United, sést hér fyrir framan líkan af nýja Manchester United leikvanginum og umhverfi hans. @ManUtd Omar Berrada, framkvæmdastjóri Manchester United, fer ekkert í felur með það að sú ákvörðun félagsins að byggja nýjan stórglæsilegan leikvang gæti haft talsverð áhrif á rekstur félagsins á næstu árum. Manchester United tilkynnti í gær um að félagið ætli að byggja nýjan hundrað þúsund manna leikvang við hlið Old Trafford. Það er búist við því að þessi nýi leikvangur muni kosta meira en tvo milljarða punda eða meira en 353 milljarða íslenskra króna. Old Trafford tekur 74 þúsund manns í dag en hann er kominn til ára sinna og lítið hefur verið gert fyrir hann undanfarin ár. Hann hefur engu að síður verið heimavöllur félagsins frá árinu 1910. „Það er auðvitað áhætta í þessu og við gætum þurft að minnka peninginn sem við höfum til að eyða í nýja leikmenn. Það er samt eitthvað sem við munum samt reyna að forðast,“ sagði Omar Berrada við Reuters. "Game changer for our club, city and region" 💫Manchester United CEO Omar Berrada explains how and why they plan to build the 'most iconic' stadium 🏟️ pic.twitter.com/miXL9feg9I— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2025 Manchester United er aðeins í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf svo sannarlega á liðstyrk að halda í sumar ekki síst til að nýi þjálfarinn, Ruben Amorim, fá réttu leikmennina fyrir leikkerfið sem hann er harður á að spila. „Við viljum alls ekki hætta að fjárfesta í leikmannahópnum og við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæfir á meðan við byggjum nýja leikvanginn,“ sagði Berrada. „Allt sem við höfum verið að gera undanfarna mánuði er bara að bregðast við ástandinu í félaginu í dag sem var það að félagið var að blæða peningum. Þetta eru auðvitað mjög erfiðar ákvarðanir og við hötum það að sjá fólk missa vinnuna,“ sagði Berrada. „Um leið og við hættum að tapa peningum þá getum við farið að koma okkur á betri stað fjárhagslega. Þá höldum við áfram að fjárfesta í liðinu og svo auðvitað að geta hafa það metnaðarfulla markmið að byggja nýjan leikvang,“ sagði Berrada. Hann hefur líka mikla trú á portúgalska þjálfaranum Ruben Amorim eins og eigandinn Sir Jim Ratcliffe. „Ég myndi elska það að opna nýjan leikvang með Ruben enn sem þjálfara liðsins,“ sagði Berrada. Our house. Your home 🏡🥰Omar Berrada explains how our new stadium will keep fans at its heart ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Manchester United tilkynnti í gær um að félagið ætli að byggja nýjan hundrað þúsund manna leikvang við hlið Old Trafford. Það er búist við því að þessi nýi leikvangur muni kosta meira en tvo milljarða punda eða meira en 353 milljarða íslenskra króna. Old Trafford tekur 74 þúsund manns í dag en hann er kominn til ára sinna og lítið hefur verið gert fyrir hann undanfarin ár. Hann hefur engu að síður verið heimavöllur félagsins frá árinu 1910. „Það er auðvitað áhætta í þessu og við gætum þurft að minnka peninginn sem við höfum til að eyða í nýja leikmenn. Það er samt eitthvað sem við munum samt reyna að forðast,“ sagði Omar Berrada við Reuters. "Game changer for our club, city and region" 💫Manchester United CEO Omar Berrada explains how and why they plan to build the 'most iconic' stadium 🏟️ pic.twitter.com/miXL9feg9I— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2025 Manchester United er aðeins í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf svo sannarlega á liðstyrk að halda í sumar ekki síst til að nýi þjálfarinn, Ruben Amorim, fá réttu leikmennina fyrir leikkerfið sem hann er harður á að spila. „Við viljum alls ekki hætta að fjárfesta í leikmannahópnum og við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæfir á meðan við byggjum nýja leikvanginn,“ sagði Berrada. „Allt sem við höfum verið að gera undanfarna mánuði er bara að bregðast við ástandinu í félaginu í dag sem var það að félagið var að blæða peningum. Þetta eru auðvitað mjög erfiðar ákvarðanir og við hötum það að sjá fólk missa vinnuna,“ sagði Berrada. „Um leið og við hættum að tapa peningum þá getum við farið að koma okkur á betri stað fjárhagslega. Þá höldum við áfram að fjárfesta í liðinu og svo auðvitað að geta hafa það metnaðarfulla markmið að byggja nýjan leikvang,“ sagði Berrada. Hann hefur líka mikla trú á portúgalska þjálfaranum Ruben Amorim eins og eigandinn Sir Jim Ratcliffe. „Ég myndi elska það að opna nýjan leikvang með Ruben enn sem þjálfara liðsins,“ sagði Berrada. Our house. Your home 🏡🥰Omar Berrada explains how our new stadium will keep fans at its heart ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dagskráin: Barist um Norður London, NFL-sunnudagur og kvennakarfa Sport Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira