Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2025 19:04 Sir Jim Ratcliffe sést hér mættur á OId Trafford til að fylgjast með liði Manchester United spila. Getty/Plumb Images Sir Jim Ratcliffe hefur verið að taka til hjá Manchester United og niðurskurðarhnífurinn hefur verið á lofti. Hver fréttin hefur rekið aðra um að að það sé verið að spara í rekstri félagsins og um það að fólk innan félagsins sé að missa vinnuna. Leikmennirnir eru margir hins vegar á ofurlaunum en þeir eru ekki að standa undir þeim launaseðlum inn á vellinum. Ratcliffe er sammála því ef marka má nýtt viðtal við hann. Ratcliffe nefndi ákveðna leikmenn í viðtalinu við BBC Sport. Það eru menn eins og miðjumaðurinn Casemiro, framherjinn Rasmus Hojlund, markvörðurinn Andre Onana og vængmennirnir Antony og Jadon Sancho sem eru báðir á láni. Hann talaði um að hafa fengið þessa menn í fangið og þetta sé leifar frá fyrri tíð. Ratcliffe er langtíma stuðningsmaður Manchester United en er ekki beint vinsæll meðal stuðningsmanna þess í dag. Hinn 72 ára gamli stjórnarformaður lyfjafyrirtækisins Ineos eyddi 1,3 milljarði punda í fyrra til að eignast 28,94 prósent hlut í Manchester United. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Ratcliffe ræddi meðal annars slakt gengi United í viðtalinu en liðið er bara í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni og dottið úr báðum bikarkeppnunum. Nefnir nokkra leikmenn sérstaklega „Ef þú skoðar leikmennina sem hafa verið keyptir síðustu misseri. Við vorum að kaupa Antony, við vorum að kaupa Casemiro, við vorum að kaupa Onana, við vorum að kaupa Hojlund og við vorum að kaupa Sancho. Öll þessi kaup tilheyra fortíðinni hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við erfðum þessa leikmenn og þurfum að finna út hvað sé besta að gera með þá,“ sagði Jim Ratcliffe. „Sancho, sem dæmi, hann spilar fyrir Chelsea en við borgum helming launa hans. Það tekur tíma að komast út úr þessu og komast á betri stað í framtíðinni,“ sagði Ratcliffe. „Sumir leikmenn okkar eru ekki nógu góðir og sumir eru líklega með of góð laun. Það mun því taka tíma að móta hópinn en við tökum fulla ábyrgð á því ferli. Við erum að fara í gegnum þetta breytingartímabil til að losa okkur undan fortíðinni og komast inn í framtíðina,“ sagði Ratcliffe. „Það eru nokkrir frábærir leikmenn í hópnum eins og við vitum. Fyrirliðinn er sem dæmi frábær fótboltamaður. Við þurfum nauðsynlega á Bruno að halda því hann er stórkostlegur fótboltamaður,“ sagði Ratcliffe. Segir að Amorim verði lengi hjá félaginu Ratcliffe hefur líka mikla trú á Ruben Amorim, þjálfara liðsins. „Mikil meiðsli hafa gert honum lífið erfitt en hann er að koma inn í erfiða deild og enskan er hans annað mál,“ sagði Ratcliffe. „Ef þið skoðið leikmannahópinn sem stendur Ruben til boða þá finnst mér hann vera að standa sig frábærlega. Ég held að Ruben sé frábær ungur knattspyrnustjóri. Ég geri það virkilega. Hann er mjög góður stóri og ég held að hann verði hjá okkur lengi,“ sagði Ratcliffe. „Við erum að farin að sjá glytta í það sem Ruben getur búið til. Við sáum brot af því á móti Arsemal. Hversu marga leikmenn þekktir þú á varamannabekknum? Það er enginn leikmannahópur eftir. Við eigum bara tíu til ellefu menn úr aðalliðnu eftir í hópnum og Ruben er því að standa sig frábærlega,“ sagði Ratcliffe. Það má sjá allt viðtalið hér. Enski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Hver fréttin hefur rekið aðra um að að það sé verið að spara í rekstri félagsins og um það að fólk innan félagsins sé að missa vinnuna. Leikmennirnir eru margir hins vegar á ofurlaunum en þeir eru ekki að standa undir þeim launaseðlum inn á vellinum. Ratcliffe er sammála því ef marka má nýtt viðtal við hann. Ratcliffe nefndi ákveðna leikmenn í viðtalinu við BBC Sport. Það eru menn eins og miðjumaðurinn Casemiro, framherjinn Rasmus Hojlund, markvörðurinn Andre Onana og vængmennirnir Antony og Jadon Sancho sem eru báðir á láni. Hann talaði um að hafa fengið þessa menn í fangið og þetta sé leifar frá fyrri tíð. Ratcliffe er langtíma stuðningsmaður Manchester United en er ekki beint vinsæll meðal stuðningsmanna þess í dag. Hinn 72 ára gamli stjórnarformaður lyfjafyrirtækisins Ineos eyddi 1,3 milljarði punda í fyrra til að eignast 28,94 prósent hlut í Manchester United. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Ratcliffe ræddi meðal annars slakt gengi United í viðtalinu en liðið er bara í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni og dottið úr báðum bikarkeppnunum. Nefnir nokkra leikmenn sérstaklega „Ef þú skoðar leikmennina sem hafa verið keyptir síðustu misseri. Við vorum að kaupa Antony, við vorum að kaupa Casemiro, við vorum að kaupa Onana, við vorum að kaupa Hojlund og við vorum að kaupa Sancho. Öll þessi kaup tilheyra fortíðinni hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við erfðum þessa leikmenn og þurfum að finna út hvað sé besta að gera með þá,“ sagði Jim Ratcliffe. „Sancho, sem dæmi, hann spilar fyrir Chelsea en við borgum helming launa hans. Það tekur tíma að komast út úr þessu og komast á betri stað í framtíðinni,“ sagði Ratcliffe. „Sumir leikmenn okkar eru ekki nógu góðir og sumir eru líklega með of góð laun. Það mun því taka tíma að móta hópinn en við tökum fulla ábyrgð á því ferli. Við erum að fara í gegnum þetta breytingartímabil til að losa okkur undan fortíðinni og komast inn í framtíðina,“ sagði Ratcliffe. „Það eru nokkrir frábærir leikmenn í hópnum eins og við vitum. Fyrirliðinn er sem dæmi frábær fótboltamaður. Við þurfum nauðsynlega á Bruno að halda því hann er stórkostlegur fótboltamaður,“ sagði Ratcliffe. Segir að Amorim verði lengi hjá félaginu Ratcliffe hefur líka mikla trú á Ruben Amorim, þjálfara liðsins. „Mikil meiðsli hafa gert honum lífið erfitt en hann er að koma inn í erfiða deild og enskan er hans annað mál,“ sagði Ratcliffe. „Ef þið skoðið leikmannahópinn sem stendur Ruben til boða þá finnst mér hann vera að standa sig frábærlega. Ég held að Ruben sé frábær ungur knattspyrnustjóri. Ég geri það virkilega. Hann er mjög góður stóri og ég held að hann verði hjá okkur lengi,“ sagði Ratcliffe. „Við erum að farin að sjá glytta í það sem Ruben getur búið til. Við sáum brot af því á móti Arsemal. Hversu marga leikmenn þekktir þú á varamannabekknum? Það er enginn leikmannahópur eftir. Við eigum bara tíu til ellefu menn úr aðalliðnu eftir í hópnum og Ruben er því að standa sig frábærlega,“ sagði Ratcliffe. Það má sjá allt viðtalið hér.
Enski boltinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira