Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 10. mars 2025 22:30 Formaður landstjórnarinnar segir kosningarnar sögulegar. AP/Evgeniy Maloletka Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. Sex flokkar eru í framboði og eru allir þeirra hlynntir því að Grænland lýsi sér sjálfstæðu við fyrsta tækifæri að einum undanskildum. Borgaralegi flokkurinn Atassut vill efla samband landsins við Danmörku og flokkurinn Naleraq, undir forystu Pele Broberg, hefur mælt fyrir nánara samstarfi við Bandaríkin. Sá flokkur klofnaði út úr Inuit Ataqatigiit, flokki Múte B. Egede formanns landstjórnarinnar. Á grænlenska þjóðþinginu, Inatsisartut, situr 31 þingmaður og því þarf 16 til að mynda ríkisstjórn. Að núverandi ríkisstjórn standa fyrrnefndur Inuit Ataqatigiit, flokkur Egede, og Siumut sem er flokkur grænlenskra jafnaðarmanna. Hinir flokkarnir tveir sem eiga lista á kjörseðlum eru hinn borgaralegi Demokraatit og hinn spánnýi flokkur Qulleq sem stofnaður var árið 2023 og hefur það að helsta stefnumáli að Grænland öðlist sjálfstæði „sem allra fyrst.“ Stór skref stigin í átt að sjálfstæði Líkt og ljóst er af hinu ofantöldu eru flestir flokkar sem bjóða fram á þingið nokkurn veginn sammála um að Grænland eigi að vera sjálfstætt land og meira að segja eru flestir á því að það eigi að gerast fyrr frekar en seinna. Deilumálin, og þau mál sem brenna helst á grænlenskum kjósendum, snúast frekar um þau mál sem snerta daglegt líf fólks. Á oddi kjósenda, líkt og sést skýrt á viðtölum grænlenska ríkisútvarpsins við íbúa hinna ýmsu þéttbýlisstaða, eru mál á borð við vöruverð í matvöruverslunum, þjónusta við eldri borgara, söluverð á sjávarfangi og fleira því líkt. Kosningamál sem Íslendingar ættu að kannast við. „Ég vildi að meiri áhersla væri lögð á sjónarhorn Grænlendinga og ekki bara hvað Danmörk eða Ísland er að gera. Við þurfum að hafa hér stjórnmál sem eru löguð að okkar eigin raunveruleika,“ hefur grænlenska ríkisútvarpið eftir Maasinnguaq Brandt, íbúa í Sisimiut, og fleiri taka í sama streng. Vegna áhuga og yfirlýsingagleði Bandaríkjaforseta á því að innlima Grænland er þó viðeigandi að staldra við og líta á núgildandi fyrirkomulag hins svokallaða ríkjasambands Danmerkur, Grænlands og Færeyja. Á þjóðhátíðardegi Grænlendinga 21. júní árið 2009 tóku lög um sjálfstjórn Grænlands gildi. Samkvæmt þeim er það algerlega undir Grænlendingum komið hvort og hvenær þeir lýsa sig sjálfstæða þjóð og segja sig úr sambandi við Danmörku. Það sem breyttist helst við viðtöku sjálfstjórnarlaganna var að Grænlendingar voru viðurkenndir sem þjóð í alþjóðalagalegum skilningi og hafa þar með réttinn til sjálfræðis þegar þeim hugnast það. Þá stendur Grænlendingum það einnig til boða að taka yfir ný málefnasvið sem þeir hafa þó farið sér hægt við að gera. Frá gildistöku laganna hefur grænlenska landstjórnin tekið yfir ráðstöfun hráefnaauðlinda, vinnuumhverfi á vinnustöðum á hafi og ákvörðun um tímabelti. Á árunum 2017 til 2023 var svo unnið að samningu grænlenskrar stjórnarskrár á vegum sérstakrar stjórnarskrárnefndar sem grænlenska þingið skipaði. Tillaga að stjórnarskrá sjálfstæðs Grænlands liggur fyrir og í september í fyrra var skipuð nefnd sem hefur það verkefni að fjalla um undirbúning að sjálfstæði Grænlands sem á að skila áliti sínu á næsta ári. Sjálfstæði stærra kosningamál en von var á Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi, er stödd úti í Nuuk til að fylgjast með kosningunum. Hún segir spennandi en ógnvekjandi tíma framundan hjá nágrönnum okkar. „Vegna þessara yfirlýsinga Trump þá hafa þær þróast í þá átt að snúast meira um sjálfstæðisbaráttuna heldur en ella, og hefur í rauninni haft þau áhrif að Grænlendingar eru í sterkari stöðu gagnvart Danmörku þegar kemur að því að semja um útfærslu á sjálfstæði,“ segir Vilborg. Yfirlýsingar Trumps um vilja hans til að innlima Grænland inn í Bandaríkin hafa varla farið fram hjá þeim sem fylgjast vel með í alþjóðamálunum. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, fór meðal annars í heimsókn til Nuuk en fréttastofa ræddi við Jørgen Boassen múrara sem tók óvænt við hlutverki leiðsögumanns Trumps yngri. Ekkert lát virðist vera á áhuga Trump en síðast í morgun birti hann færslu á eigin samfélagsmiðli þar sem hann ítrekaði nauðsyn þess að Bandaríkin næðu yfirráðum á Grænlandi. Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar, sagði Bandaríkjaforseta sýna grænlensku þjóðinni vanvirðingu með framferði sínu og hefur sí og æ þurft að koma fram í viðtölum heima á Grænlandi, í Danmörku og í heimspressunni þar sem ber á tveimur slagorðum sem hann hefði eflaust síður viljað að yrðu fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni: „Grænland er ekki til sölu“ og „Grænlendingar eru hvorki Bandaríkjamenn né Danir.“ Ákveðin spenna og ákveðinn ótti Vilborg segir heimspressuna vel sjáanlega á götum Nuuk. „„Það er mikil stemning, það sem hefur einkennt þetta er mikill fjölmiðlaáhugi erlendis frá, hér er mikið af fjölmiðlafólki og bara við það að rölta niðri í bæ að þá sér maður marga myndatökumenn og fréttamenn að störfum,“ segir Vilborg. „En á sama er ákveðin spenna og ákveðinn ótti. Því að það er óvissa sem fylgir nýjum Bandaríkjaforseta, hann er óútreiknanlegur þannig fólk hefur líka ákveðnar áhyggjur. En reyna svo bara auðvitað að halda áfram með sinn dag,“ segir Vilborg. Önnur ástæða fyrir spennunni er sú að engar skoðanakannanir hafa verið gerðar síðan ein fjölmiðlakönnun var birt í janúar. „Í rauninni er ákveðin óvissa en það er engu að síður gert ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir muni að líkindum halda meirihlutanum. Það er Siumut, jafnaðarflokkurinn og IA sem er líkt og Vinstri grænir á Íslandi. Það er gert ráð fyrir að hún haldi meirihlutanum en að hún muni minnka,“ segir Vilborg. Hún segir ærið tilefni fyrir íslensk stjórnvöld að efla samskiptin við Grænland. „Þetta eru gríðarlega áhugaverðir og spennandi tímar en að sama skapi örlítið ógnvekjandi. Ég held að það sé ekki seinna en núna sem að við ættum að fara að sinna meira þessum nágrönnum okkar, þessum góðu nágrönnum.“ Grænland Donald Trump Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Ummæli Donald Trump um Grænland í ræðu forsetans á bandaríska þinginu í nótt hafa vakið hörð viðbrögð í Danmörku. 5. mars 2025 10:35 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00 Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Sex flokkar eru í framboði og eru allir þeirra hlynntir því að Grænland lýsi sér sjálfstæðu við fyrsta tækifæri að einum undanskildum. Borgaralegi flokkurinn Atassut vill efla samband landsins við Danmörku og flokkurinn Naleraq, undir forystu Pele Broberg, hefur mælt fyrir nánara samstarfi við Bandaríkin. Sá flokkur klofnaði út úr Inuit Ataqatigiit, flokki Múte B. Egede formanns landstjórnarinnar. Á grænlenska þjóðþinginu, Inatsisartut, situr 31 þingmaður og því þarf 16 til að mynda ríkisstjórn. Að núverandi ríkisstjórn standa fyrrnefndur Inuit Ataqatigiit, flokkur Egede, og Siumut sem er flokkur grænlenskra jafnaðarmanna. Hinir flokkarnir tveir sem eiga lista á kjörseðlum eru hinn borgaralegi Demokraatit og hinn spánnýi flokkur Qulleq sem stofnaður var árið 2023 og hefur það að helsta stefnumáli að Grænland öðlist sjálfstæði „sem allra fyrst.“ Stór skref stigin í átt að sjálfstæði Líkt og ljóst er af hinu ofantöldu eru flestir flokkar sem bjóða fram á þingið nokkurn veginn sammála um að Grænland eigi að vera sjálfstætt land og meira að segja eru flestir á því að það eigi að gerast fyrr frekar en seinna. Deilumálin, og þau mál sem brenna helst á grænlenskum kjósendum, snúast frekar um þau mál sem snerta daglegt líf fólks. Á oddi kjósenda, líkt og sést skýrt á viðtölum grænlenska ríkisútvarpsins við íbúa hinna ýmsu þéttbýlisstaða, eru mál á borð við vöruverð í matvöruverslunum, þjónusta við eldri borgara, söluverð á sjávarfangi og fleira því líkt. Kosningamál sem Íslendingar ættu að kannast við. „Ég vildi að meiri áhersla væri lögð á sjónarhorn Grænlendinga og ekki bara hvað Danmörk eða Ísland er að gera. Við þurfum að hafa hér stjórnmál sem eru löguð að okkar eigin raunveruleika,“ hefur grænlenska ríkisútvarpið eftir Maasinnguaq Brandt, íbúa í Sisimiut, og fleiri taka í sama streng. Vegna áhuga og yfirlýsingagleði Bandaríkjaforseta á því að innlima Grænland er þó viðeigandi að staldra við og líta á núgildandi fyrirkomulag hins svokallaða ríkjasambands Danmerkur, Grænlands og Færeyja. Á þjóðhátíðardegi Grænlendinga 21. júní árið 2009 tóku lög um sjálfstjórn Grænlands gildi. Samkvæmt þeim er það algerlega undir Grænlendingum komið hvort og hvenær þeir lýsa sig sjálfstæða þjóð og segja sig úr sambandi við Danmörku. Það sem breyttist helst við viðtöku sjálfstjórnarlaganna var að Grænlendingar voru viðurkenndir sem þjóð í alþjóðalagalegum skilningi og hafa þar með réttinn til sjálfræðis þegar þeim hugnast það. Þá stendur Grænlendingum það einnig til boða að taka yfir ný málefnasvið sem þeir hafa þó farið sér hægt við að gera. Frá gildistöku laganna hefur grænlenska landstjórnin tekið yfir ráðstöfun hráefnaauðlinda, vinnuumhverfi á vinnustöðum á hafi og ákvörðun um tímabelti. Á árunum 2017 til 2023 var svo unnið að samningu grænlenskrar stjórnarskrár á vegum sérstakrar stjórnarskrárnefndar sem grænlenska þingið skipaði. Tillaga að stjórnarskrá sjálfstæðs Grænlands liggur fyrir og í september í fyrra var skipuð nefnd sem hefur það verkefni að fjalla um undirbúning að sjálfstæði Grænlands sem á að skila áliti sínu á næsta ári. Sjálfstæði stærra kosningamál en von var á Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og doktorsnemi, er stödd úti í Nuuk til að fylgjast með kosningunum. Hún segir spennandi en ógnvekjandi tíma framundan hjá nágrönnum okkar. „Vegna þessara yfirlýsinga Trump þá hafa þær þróast í þá átt að snúast meira um sjálfstæðisbaráttuna heldur en ella, og hefur í rauninni haft þau áhrif að Grænlendingar eru í sterkari stöðu gagnvart Danmörku þegar kemur að því að semja um útfærslu á sjálfstæði,“ segir Vilborg. Yfirlýsingar Trumps um vilja hans til að innlima Grænland inn í Bandaríkin hafa varla farið fram hjá þeim sem fylgjast vel með í alþjóðamálunum. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, fór meðal annars í heimsókn til Nuuk en fréttastofa ræddi við Jørgen Boassen múrara sem tók óvænt við hlutverki leiðsögumanns Trumps yngri. Ekkert lát virðist vera á áhuga Trump en síðast í morgun birti hann færslu á eigin samfélagsmiðli þar sem hann ítrekaði nauðsyn þess að Bandaríkin næðu yfirráðum á Grænlandi. Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar, sagði Bandaríkjaforseta sýna grænlensku þjóðinni vanvirðingu með framferði sínu og hefur sí og æ þurft að koma fram í viðtölum heima á Grænlandi, í Danmörku og í heimspressunni þar sem ber á tveimur slagorðum sem hann hefði eflaust síður viljað að yrðu fyrirferðarmikil í kosningabaráttunni: „Grænland er ekki til sölu“ og „Grænlendingar eru hvorki Bandaríkjamenn né Danir.“ Ákveðin spenna og ákveðinn ótti Vilborg segir heimspressuna vel sjáanlega á götum Nuuk. „„Það er mikil stemning, það sem hefur einkennt þetta er mikill fjölmiðlaáhugi erlendis frá, hér er mikið af fjölmiðlafólki og bara við það að rölta niðri í bæ að þá sér maður marga myndatökumenn og fréttamenn að störfum,“ segir Vilborg. „En á sama er ákveðin spenna og ákveðinn ótti. Því að það er óvissa sem fylgir nýjum Bandaríkjaforseta, hann er óútreiknanlegur þannig fólk hefur líka ákveðnar áhyggjur. En reyna svo bara auðvitað að halda áfram með sinn dag,“ segir Vilborg. Önnur ástæða fyrir spennunni er sú að engar skoðanakannanir hafa verið gerðar síðan ein fjölmiðlakönnun var birt í janúar. „Í rauninni er ákveðin óvissa en það er engu að síður gert ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir muni að líkindum halda meirihlutanum. Það er Siumut, jafnaðarflokkurinn og IA sem er líkt og Vinstri grænir á Íslandi. Það er gert ráð fyrir að hún haldi meirihlutanum en að hún muni minnka,“ segir Vilborg. Hún segir ærið tilefni fyrir íslensk stjórnvöld að efla samskiptin við Grænland. „Þetta eru gríðarlega áhugaverðir og spennandi tímar en að sama skapi örlítið ógnvekjandi. Ég held að það sé ekki seinna en núna sem að við ættum að fara að sinna meira þessum nágrönnum okkar, þessum góðu nágrönnum.“
Grænland Donald Trump Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Ummæli Donald Trump um Grænland í ræðu forsetans á bandaríska þinginu í nótt hafa vakið hörð viðbrögð í Danmörku. 5. mars 2025 10:35 „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00 Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34 Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Ummæli Donald Trump um Grænland í ræðu forsetans á bandaríska þinginu í nótt hafa vakið hörð viðbrögð í Danmörku. 5. mars 2025 10:35
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. 10. janúar 2025 23:00
Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. 2. febrúar 2025 12:34