„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. janúar 2025 23:00 Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur héldu sameiginlegan blaðamannafund í dag. AP/Mads Claus Rasmussen Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn. Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, héldu sameiginlegan blaðamannafund í Kristjánsborgarhöll í dag. Mikið hefur verið fjallað um Grænland og framtíð þess í kjölfar hótana Donald Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, að innlima landið. Finnur fyrir sterkum sjálfstæðisvilja Mette segir Grænlendinga eina geta svarað spurningunni um framtíð Grænlands. „Hvað varðar sjálfstæði, byrjar sú ákvörðun og endar í Nuuk. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Þeir ákvarða sjálfir eigin framtíð. Ég finn fyrir sterkum vilja til að stefna í átt að sjálfstæði,“ segir forsætisráðherrann og það tekur Múte undir: Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? „Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki ný af nálinni. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Við viljum ekki vera Danir. Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Við viljum vera Grænlendingar,“ segir Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands. Óbreytt ástand ekki mögulegt til frambúðar Hann segir samstarfið við Bandaríkin þó mikilvægt og að það muni halda áfram. „En það skal einnig grundvallast á okkar gildum. Samvinna krefst samskipta, að vinna saman, finna lausnir. Það er mikilvægt að vinir ræði saman,“ segir hann. Sjá einnig: Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps „Það sem við viljum er að ná árangri í efnahagsmálum okkar og að öðlast meira sjálfstæði,“ segir Múte. Í samtali við fréttamann grænlenska ríkisútvarpsins í kjölfar fundarins segir Múte að núverandi samband Grænlands og Danmerkur gangi ekki lengur. „Allt fram á í dag og síðustu daga hefur óbreytt ástand ekki verið mögulegt. Það höfum við gert skýrt margoft. Við þurfum að fara nýja leið,“ segir hann. Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Múte B. Egede, formaður landstjórnarinnar, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, héldu sameiginlegan blaðamannafund í Kristjánsborgarhöll í dag. Mikið hefur verið fjallað um Grænland og framtíð þess í kjölfar hótana Donald Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, að innlima landið. Finnur fyrir sterkum sjálfstæðisvilja Mette segir Grænlendinga eina geta svarað spurningunni um framtíð Grænlands. „Hvað varðar sjálfstæði, byrjar sú ákvörðun og endar í Nuuk. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Þeir ákvarða sjálfir eigin framtíð. Ég finn fyrir sterkum vilja til að stefna í átt að sjálfstæði,“ segir forsætisráðherrann og það tekur Múte undir: Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? „Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki ný af nálinni. Grænland tilheyrir Grænlendingum. Við viljum ekki vera Danir. Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Við viljum vera Grænlendingar,“ segir Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands. Óbreytt ástand ekki mögulegt til frambúðar Hann segir samstarfið við Bandaríkin þó mikilvægt og að það muni halda áfram. „En það skal einnig grundvallast á okkar gildum. Samvinna krefst samskipta, að vinna saman, finna lausnir. Það er mikilvægt að vinir ræði saman,“ segir hann. Sjá einnig: Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps „Það sem við viljum er að ná árangri í efnahagsmálum okkar og að öðlast meira sjálfstæði,“ segir Múte. Í samtali við fréttamann grænlenska ríkisútvarpsins í kjölfar fundarins segir Múte að núverandi samband Grænlands og Danmerkur gangi ekki lengur. „Allt fram á í dag og síðustu daga hefur óbreytt ástand ekki verið mögulegt. Það höfum við gert skýrt margoft. Við þurfum að fara nýja leið,“ segir hann.
Grænland Danmörk Bandaríkin Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira