Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2025 23:22 Steven Gerrard komst aldrei nær því að vinna titilinn en vorið 2014. Þá rann hann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á Anfield. Tapið kostaði Liverpool titilinn. Getty/Andrew Powell Steven Gerrard er einn dáðasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en hann náði því aldrei að verða enskur meistari eins og stuðningsmenn hinna liðanna eru duglegir að minna Liverpool stuðningsmenn á. Gerrard spilaði með aðalliði Liverpool í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann vann Meistaradeildina einu sinni, enska bikarinn tvisvar, UEFA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn þrisvar. Það komu því nóg af stórum titlum í hús og hann var lykilleikmaður í þeim öllum. Gerrard skoraði 185 mörk í 710 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Honum tókst hins vegar aldrei að verða enskur meistari en Liverpool vann ekki titilinn í þrjátíu ár eða frá 1990 til 2020. Gerrard var vissulega margra manna maki inn á miðju Liverpool liðsins en besti árangur hans í deildinni varð annað sætið sem hann náði í þrígang. Sárast var það tímabilið 2013-14 þegar hann gerði stór mistök sem kostaði tap á heimavelli á móti Chelsea. Fyrir vikið missti Liverpool af enska meistaratitlinum til Manchester City. Í dag er Liverpool svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn 2025 enda með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu leikir eru eftir. Stuðningsmenn Liverpool er auðvitað sigurvissir en um leið svolítið sárir yfir stríðninni sem Gerrard (og kannski þeir líka) hafa þurft að þola þegar kemur að umræðunni um besta leikmanninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þegar þeir hafa nefnt nafn Gerrard þá var svarið alltaf það sama: En hann varð aldrei enskur meistari. Það má sjá þá á samfélagsmiðlum reyna að koma því í eitthvað ferli að Gerrard fái að taka þátt í þessu titlatímabili með Liverpool. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja fá Gerrard inn í þjálfarateymið en aðrir ganga enn lengra og vilja hreinlega skipta honum inn á í fimm leikjum til að hann fá loksins verðlaunapeninginn um hálsinn. Hvort þetta séu fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna þá segir hún margt um hugarfar þeirra til einnar stærstu goðsagnar í sögu félagsins. Það er mjög sárt fyrir marga að Gerrard hafi aldrei orðið meistari ekki síst hann sjálfan. Það er jafnframt ljóst að enginn vill fá enska meistaratitilinn gefins. Þú vilt vinna fyrir honum inn á vellinum eins og núverandi leikmenn Liverpool hafa gert í allan vetur. Líkurnar eru því afar litlar að umræddum stuðningsmönnum Liverpool verði að ósk sinni. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Gerrard spilaði með aðalliði Liverpool í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann vann Meistaradeildina einu sinni, enska bikarinn tvisvar, UEFA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn þrisvar. Það komu því nóg af stórum titlum í hús og hann var lykilleikmaður í þeim öllum. Gerrard skoraði 185 mörk í 710 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Honum tókst hins vegar aldrei að verða enskur meistari en Liverpool vann ekki titilinn í þrjátíu ár eða frá 1990 til 2020. Gerrard var vissulega margra manna maki inn á miðju Liverpool liðsins en besti árangur hans í deildinni varð annað sætið sem hann náði í þrígang. Sárast var það tímabilið 2013-14 þegar hann gerði stór mistök sem kostaði tap á heimavelli á móti Chelsea. Fyrir vikið missti Liverpool af enska meistaratitlinum til Manchester City. Í dag er Liverpool svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn 2025 enda með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu leikir eru eftir. Stuðningsmenn Liverpool er auðvitað sigurvissir en um leið svolítið sárir yfir stríðninni sem Gerrard (og kannski þeir líka) hafa þurft að þola þegar kemur að umræðunni um besta leikmanninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þegar þeir hafa nefnt nafn Gerrard þá var svarið alltaf það sama: En hann varð aldrei enskur meistari. Það má sjá þá á samfélagsmiðlum reyna að koma því í eitthvað ferli að Gerrard fái að taka þátt í þessu titlatímabili með Liverpool. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja fá Gerrard inn í þjálfarateymið en aðrir ganga enn lengra og vilja hreinlega skipta honum inn á í fimm leikjum til að hann fá loksins verðlaunapeninginn um hálsinn. Hvort þetta séu fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna þá segir hún margt um hugarfar þeirra til einnar stærstu goðsagnar í sögu félagsins. Það er mjög sárt fyrir marga að Gerrard hafi aldrei orðið meistari ekki síst hann sjálfan. Það er jafnframt ljóst að enginn vill fá enska meistaratitilinn gefins. Þú vilt vinna fyrir honum inn á vellinum eins og núverandi leikmenn Liverpool hafa gert í allan vetur. Líkurnar eru því afar litlar að umræddum stuðningsmönnum Liverpool verði að ósk sinni. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahús þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira