Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2025 10:43 Í gær gerðu kafarar tilraun til að ná upp bílhræunum tveimur sem fóru í sjóinn en slæm veðurskilyrði setti strik í reikninginn. Vísir/Sigurjón Mennirnir tveir sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í gærmorgun eru starfsmenn Hagtaks sem er verktaki hjá Faxaflóahöfnum en menn á vegum Hagtaks hafa undanfarið unnið að því að lengja hafnargarðinn í Akraneshöfn. Þeir voru staddir á bryggjunni árla mánudagsmorguns að meta skemmdir sem urðu á hafnargarðinum vegna fyrri lægðar þegar stærðarinnar alda hrifsaði þá til sín með þeim afleiðingum að annar þeirra liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans, hinn náði að koma sér upp úr sjónum af sjálfsdáðum. Til upprifjunar þá voru óveðurshvellirnir tveir um liðna helgi, annar seint á föstudagskvöld og hinn á sunnudagskvöld. Sá sem liggur á gjörgæsludeild var inn í bílnum sínum og í ökumannssætinu þegar aldan hrifsaði hann til sín og bíl hans með, auk annars bíls sem var mannlaus. Hinn sem fór í sjóinn var staddur á bryggjukantinum. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna er miður sín vegna málsins og man ekki eftir öðrum eins veðri og því sem skall á um helgina. „Þetta er það versta sem ég man eftir af þessari tegund. Það eru náttúrulega, það hafa komið svona atvik áður, aðeins veigaminni og þá líka í suðvestanátt með áhlaðanda og hárri ölduhæð en þetta var það versta.“ Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hvernig varð þér við þegar þú fréttir að tveir menn hefðu farið í sjóinn? „Það er ólýsanleg tilfinning og hugur minn og okkar hjá Faxaflóahöfnum er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum þessa manns sem er á gjörgæslu.“ Gunnar var spurður hvort Faxaflóahafnir hefðu í hyggju að útbúa einhvers lags aðgerðaáætlun eða ráðstafanir þegar við sjáum að svipað veður er í kortunum; hvort það þurfi jafnvel að banna mannaferðir á höfninni þegar aðstæður eru svona hættulegar. Stærðarinnar alda hrifsaði til sín tvo bíla og tvo menn. Vísir/sigurjón „Að sjálfsögðu ætlum við öll að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum, hvort sem það verður breytt verklag eða framkvæmdir en við förum yfir málið í sameiningu á næstunni.“ Veistu hver líðan þeirra er á þessari stundu? „Já ég veit bara að annar er á gjörgæslu en hinn er kominn heim af sjúkrahúsi og það er í lagi með hann. Hann er ómeiddur? „Já, hann er ómeiddur skilst mér.“ Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Akranes Veður Hafnarmál Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Sjá meira
Til upprifjunar þá voru óveðurshvellirnir tveir um liðna helgi, annar seint á föstudagskvöld og hinn á sunnudagskvöld. Sá sem liggur á gjörgæsludeild var inn í bílnum sínum og í ökumannssætinu þegar aldan hrifsaði hann til sín og bíl hans með, auk annars bíls sem var mannlaus. Hinn sem fór í sjóinn var staddur á bryggjukantinum. Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna er miður sín vegna málsins og man ekki eftir öðrum eins veðri og því sem skall á um helgina. „Þetta er það versta sem ég man eftir af þessari tegund. Það eru náttúrulega, það hafa komið svona atvik áður, aðeins veigaminni og þá líka í suðvestanátt með áhlaðanda og hárri ölduhæð en þetta var það versta.“ Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri FaxaflóahafnaVísir/Arnar Hvernig varð þér við þegar þú fréttir að tveir menn hefðu farið í sjóinn? „Það er ólýsanleg tilfinning og hugur minn og okkar hjá Faxaflóahöfnum er hjá aðstandendum og samstarfsmönnum þessa manns sem er á gjörgæslu.“ Gunnar var spurður hvort Faxaflóahafnir hefðu í hyggju að útbúa einhvers lags aðgerðaáætlun eða ráðstafanir þegar við sjáum að svipað veður er í kortunum; hvort það þurfi jafnvel að banna mannaferðir á höfninni þegar aðstæður eru svona hættulegar. Stærðarinnar alda hrifsaði til sín tvo bíla og tvo menn. Vísir/sigurjón „Að sjálfsögðu ætlum við öll að læra af þessum atburði eins og öllum náttúruhamförum, hvort sem það verður breytt verklag eða framkvæmdir en við förum yfir málið í sameiningu á næstunni.“ Veistu hver líðan þeirra er á þessari stundu? „Já ég veit bara að annar er á gjörgæslu en hinn er kominn heim af sjúkrahúsi og það er í lagi með hann. Hann er ómeiddur? „Já, hann er ómeiddur skilst mér.“
Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Akranes Veður Hafnarmál Tengdar fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10 Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Sjá meira
Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Einn tveggja manna sem féll í sjóinn í morgun við höfnina á Akranesi er þungt haldinn á Landspítalanum. 3. mars 2025 19:10
Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Tveir lentu í sjónum við höfnina á Akranesi í morgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Þeir komust úr sjónum af sjálfsdáðum en talsverður viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum. Annar þeirra var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús. 3. mars 2025 10:27