Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar kom fram að nú væru kafarar í startholunum til þess að sækja tvö bílflök sem enduðu í sjónum þegar alda hrifsaði þá ásamt mönninum. Björgunarsveitir telja sig vita hvar bílarnir eru, og hafa merkt þá með baujum.
Uppfært - Kafararnir hafa hætt við að fara í sjóinn í kvöld þar sem of mikill vindur og slæmt skyggni er á vettvangi. Þeir munu hefja aftur leit í fyrramálið.

Áður en aldan kom var annar maðurinn í öðrum bílnum en hinn hafði stigið úr honum.
Mikið viðbragð björgunarsveita var á vettvangi. Mennirnir komust upp úr. Þeir voru fluttir á sjúkrastofnun á Akranesi, og í kjölfarið var annar þeirra sendur til Reykjavíkur til frekari aðhlynningar.
Líkt og áður segir eru kafarar nú tilbúnir að fara eftir bílunum, en þó hefur verið tekin ákvörðun um að þeir verði ekki sendir nema að það sé talið óhætt.
Fréttin hefur verið uppfærð.